Atgervisflótti

Mannsöfnuðurinn sem mætti með ofbeldi á Austurvöll ætti að gleðjast yfir að tekist að eyðileggja líf fjölmargra af umsvifamestu athafnamönnum Íslands. Sama hversu stórt efnahagshrunið var, þá er fráleitt að ætla, eins og sumir halda fram, að nánast allir stórtækir viðskiptamenn hafi átt þátt í skipulagðri glæpastarfsemi. Um aldamótin 1900 voru það stórir atvinnurekendur, stórútgerðarmenn sem áttu einna drýgsta þáttinn í uppbyggingu atvinnulífsins. Við þurfum á umsvifamiklum athafnamönnum að halda, mönnum sem taka áhættu, mönnum sem þora.

En til þess að svo megi verða þyrftu að setjast í ríkisstjórn alvöru karlmenni, sem geta tekið á málum og létt hömlum af atvinnulífinu. Lækka þarf skatta stórlega og skera niður ríkisútgjöld um nokkra tugi prósenta.


mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ef ríkið gat þanist út um 30% árið 2007 er ekkert því til fyrirstöð að skera stórlega niður? Einhvern veginn komumst við nú af árið 2006 þótt ríkisbáknið hafi verið minna í sniðum...

Jón Búi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:35

2 identicon

Það er alltaf jafngaman að kíkja hérna inn og sjáhvað  Hannesaræskan getur verið skemmtilega ur takt við raunveruleikan.

Þetta er yndislegt....

Ingolfur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 20:31

3 identicon

Enn einn vinstrimaðurinn að opinbera greindarskort sinn með því að ráðast á þá sem halda úti síðunni frekar en að gagnrýna og rökstyðja gagnrýni sína á málefnið.

Landið (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband