Hærri skattar með ESB

Það má færa mörg rök fyrir því að standa utan ESB og nú hafa enn ein komið upp á yfirborðið. Lissabon-sáttmálinn var samþykktur af Írum eftir tvennar kosningar enda er sambandið mjög lýðræðislegt og hættir ekki fyrr en rétt svar kemur út úr kosningum en þá er hætt að kjósa. Það er því nokkuð ljóst að sáttmálinn fer í gegn. Í lissabonsáttmálanum er ákvæði um Evrópuskatt eða í 311. gr. sáttmálans. Þar er skýrt tekið fram að ESB eigi að fjármagna sig sjálft og geti tekið af og sett á sérstakan Evrópuskatt. Íslendingar sem greiða ríflega 65 prósent af tekjum sínum í skatt meiga búast við að ESB taki nokkur prósent af þeim til viðbótar.

ESB aðild mun því tefja og draga enn frekar úr bata í efnahagskerfinu. Minni ráðstöfunartekjur heimila dregur úr neyslu og sparnaði og um leið hagvexti.


mbl.is Fjölgun lífeyrisþega stærri vandi en kreppan í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband