29.9.2009 | 20:49
Þolinmæði gagnvart Jóhönnu á þrotum
Eðlilega mætti snúa við fyrirsögn þessarar fréttar, því þjóðin hefur vart öllu meiri þolinmæði fyrir núverandi ríkisstjórn sem vill helst hækka skatta sem mest og ríkisvæða sem flest. Íslendingum væri hollt að leita sér fyrirmynda í Svíþjóð. Núverandi ríkisstjórn þar í landi er með ráð við kreppunni sem felast í því að lækka skatta og draga úr ríkisumsvifum. Er til of mikils mælst að vinstrimennirnir fari hina sænsku leið?
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjir eruð þið þessir huldumenn í þessu „Frjálshyggjufélagi“? Er svo að skilja að þið þorið ekki að setja fram stundum fyrirlitlegar skoðanir ykkar undir eigin nafni? Eruð þið hugleysingjar?
Hvers vegna getið þið einir aðila að svo virðist sett fram skoðanir á fréttum Morgunblaðsins, þrátt fyrir að Morgunblaðið hefur sett fram reglur um nafnbirtingu sem skilyrði fyrir að setja fram athugasemdir um fréttir? Eruð þið á sérsamning?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.9.2009 kl. 22:31
Þegar menn eins og Guðjón Sigþór lenda í öngstræti í röksemdafærslu sinni grípa þeir til tveggja vopna.
1. Annars vegar að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim sem heldur fram annarri afstöðu en hann sjálfur.
2. Hins vegar að ráðast að mönnum með Ad hominem rökum.
Mætti ég biðja um málefnalega umræðu takk fyrir.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 23:03
Fólk er búið að fá upp í kok af leyndarhyggju og ofríki Jóhönnu of félaga. Kominn tími til að fá frjálslynd öfl til valda.
Baldur (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 23:11
DAVÍÐ ODDSSON stendur á bak við þetta! Hann gaf Frjálshyggjufélaginu skotleyfi á Jóhönnu og félagshyggjuöflin í landinu.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.