11.9.2009 | 16:16
Vinstrimenn við stjórn borgarinnar
Af hverju ættu borgaryfirvöld yfir höfuð að hafa skoðun á ferðamáta borgarbúa. Meirihluti borgarbúa kýs að ferðast í sínum einkabíl. Íslendingar eru upp til hópa einstaklingshyggjufólk, vilja ferðast um á sínum bílum og búa í sínum eigin húsum með nóg rými í kringum sig. Þar að auki býður reykvísk veðrátta ekki upp á að fólk ferðist um á reiðhjólum.
Að ætla fólki að fara um borginni á reiðhjólum lýsir veruleikafirringu í anda Vinstri grænna. Það er kominn tími til að einkabíllinn eignist verðugan fulltrúa í borgarstjórn.
Gísli Marteinn formaður umhverfis- og samgönguráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skemmtileg færsla. Í tilefni af henni langar mig til að leggja fyrir félagið fáeinar spurningar:
Ég væri annars til í að bjóða ykkur úr félaginu með mér í hjólaferð um borgina. Mér finnst þið mikla fyrir ykkur erfiðleikana. Hjólreiðar í borginni eru víðast hvar mjög auðveldar og þægilegar og veður er þar ekki meiri hindrun en fyrir önnur ökutæki eins og einkabíla. Hafið samband í arnid65@gmail.com
Hingað til hefur ekki vantað fulltrúa einkabíla í borgarstjórn eða í íslensk stjórnmál yfirleitt. Besti vinur einkabílsins er samt hjólreiðamaðurinn. Oftast eru það aðrir einkabílar sem eru fyrir einkabílunum ykkar. Ekki eru umferðarteppurnar vegna hjólreiðamanna er það? Ef fleiri hjóla er meira pláss fyrir hina sem ferðast um á einkabíl. Hversvegna ætti frjálshyggjufélagið að berjast á móti því?
Árni Davíðsson, 11.9.2009 kl. 21:59
Sæll Árni
Ég þakka gott boð, alltaf gaman að hjóla um borgina í góðu veðri. Hvað segirðu um að taka hjólatúr einhvern tíman í næstu viku?
Kv, Vilhjálmur
Stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:28
Sæll Vilhjálmur
Ég kemst milli kl. 18:30 og 20 á fimmtudag og á föstudag eftir kl. 17. Á laugardaginn verð ég í hjólalest frá Seltjarnarneslaug kl. 12.40 að öllum líkindum. Hvernig passar þetta.
kveðja Árni
Árni Davíðsson, 16.9.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.