Óþolandi afskipti hins opinbera

Það setur hreinlega ugg að þeim er þetta ritar að borgaryfirvöld skuli valsa inn á einkalóðir af tilefnislausu til að taka myndir af húsum fólks og birta því síðan lista með því sem borgaryfirvöld telji að eigi að lagfæra. Hér er freklega gengið á eignarétt fólks. Kjósi fólk að dytta ekki að sínum húsum þá hlýtur það að vera þeirra einkamál, svo fremi sem hætta stafar ekki af. Þá er á hitt að líta að borgaryfirvöld hafa rembst við að gera verktökum erfitt fyrir að fá leyfi til nýbygginga í miðborginni og þess vegna sitjum við uppi með fjöldann allan af ljótum timburhjöllum.

Það hlýtur líka að vera umhugsunarefni á tímum aðhalds og sparnaðar hvernig borgaryfirvöldum dettur í hug að gera út menn til jafnóþarfrar iðju. Sá er þetta ritar dregur þá ályktun að það séu greinilega OF MARGIR embættismenn að störfum hjá borginni.


mbl.is Sumir reiðir en aðrir hrósa sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband