Steingrímur hefur í hótunum

Það verða að teljast mikil umskipti hjá Steingrími J. Sigfússyni að vera orðinn helsti talsmaður þess að íslenskir skattborgarar greiði skuldir sem ríkissjóður Íslands ber ekki ábyrgð á. Á sama tíma er Jóhanna Sigurðardóttir komin í felur, enda þolir hún vart dagsljósið. Vitaskuld átti að leiða þetta mál til lykta fyrir dómstólum og hafi menn viljað semja um að greiða þá hefði vitaskuld átt að fá til þess menn með sérþekkingu á lögum, en ekki ráða afdankaðan stjórnmálamann til verksins. Núverandi ríkisstjórn verður að teljast sú ömurlegasta í samfelldri sögu hins fullvalda ríkis.


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt ég sé tregur til þá get ég ekki verið annað en sammála ykkur í frjálshyggjufélaginu. Það er ótrúlegt hvernig svokallaðir leiðtogar félagshyggjunnar á Íslandi hafa kengbognað og algerlega snúið við blaðinu eftir að þeir komust í stjórn.

vinstrimaður (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband