3.9.2009 | 15:34
Eignarétturinn fótum troðinn
Það er ótrúlegt hvernig virðing fyrir eignarréttinum fer þverrandi. Sú hugmynd er að grafa um sig í samfélaginu, þökk sé m.a. fjölmiðlum landsins, að allir sem eiga peninga eða eru í bissness séu ótýndir glæpamenn.
Það virðist vera í lagi að skemma hluti ef ljóst þykir að eigandinn hafi eða hafi haft fé á milli handanna.
Þeir skemmdarvargar sem eyðilagt hafa bíla með þeim hætti sem lýst er í fréttinni hafa nú bæst í hóp hinna svo kölluðu málningar- og/eða lakkmeistara sem farið hafa mikinn að undanförnu.
Þetta orðalag hefur viðgengist í fjölmiðlum um þá glæpamenn sem úðað hafa málningu yfir hús og eigur alþjóðlegra fjárfesta og valdið með því milljónatjóni.
Fjallað er um óverknaðinn í þessari frétt sem glæp og hún því til fyrirmyndar. Þetta er nokkuð sem aðrir fjölmiðlar mættu taka til sín.
Galli er þó á gjöf Njarðar. Í fréttinni er tekið sérstaklega fram að bíleigandinn sem talað er við sé ekki útrásarvíkingur, eins og alþjóðlegir fjárfestar eru kallaðir af fjölmiðlum landsins, og því engin ástæða til að skemma bílinn hans.
Lúxusbílar skemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
"Það virðist vera í lagi að skemma hluti ef ljóst þykir að eigandinn hafi eða hafi haft fé á milli handanna."
Þú hittir naglan á höfðið þarna, það er eins og þeir sem að sleppa bilega, eða rétt fyrir horn í þessu ástandi, séu jafnsekir, eða jafnvel sekari heldur enn þeir sem sköpuðpu þetta ástand.
Enn fyrir minn part þá er ein af helstu ástæðunum, fyrir að ég er að hugsa um að flýja land er að mér sýnist allt vera stefna í stjórnleysi hérna, þar sem lögreglan og stjórnvöld virðast hvorki vilja né getu til að ráða við ástandið....
Einar N (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:01
Þetta er satt hjá ykkur strákar. Sjálfur á ég nýlegan jeppa, hann var í það minnsta framleiddur á 21 öldinni. Það vill nú bara þannig til að eftir að kreppan skall á finnst mér ég hafa orðið var við meiri fordóma gegn mér í umferðinni, það mætti kalla það aðkast.
Fólk steytir hnefann að manni á ferð og ýmis önnur miður skemmtileg látbrigði til að láta gremju sína í ljós. Bíllinn hefur þó ekki orðið fyrir skemmdum vegna þessa aðkasts, mér til lukku, enda er ég ekki svokallaður ''útrásarvíkingur'' eða ''þekktur fjárglæframaður'' eins og velmegandi bissnesskarlar hafa oft verið kallaðir, yfirleitt af vinstri mönnum.
Björn Bjarnason, 4.9.2009 kl. 17:03
Vel að merkja Björn. Þetta skrílræði sem ríkir nú um stundir er mjög hættulegt. Fjölmiðlar eru afar iðnir við að ala á öfund og hatri í garð þeirra sem vegnar vel í viðskiptum. Raunar er umræðan á því stigi að helst mætti ætla að allir þeir sem staðið hafi í bisness á umliðnum árum séu glæpamenn. Það sér það hver heilvita maður hversu mikil fásinna slíkar alhæfingar eru. Það verður engin uppbygging á Íslandi án þess að athafnamenn fái svigrúm til að stunda sín viðskipti. En þvert á móti þá keppast stjórnvöld við að drepa allt atvinnulíf í dróma hafta og skattheimtu.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:36
Þetta er hreint grátlegt og því miður er þetta hluti af því siðrofi sem er orðið. Þegar maður horfir á þetta íslenska viðskipta"viðundur" kemur það manni mjög sérkennilega fyrir sjónir hér hefur ríkt algjör lögleysa og siðleysi enda áhættan á að vera gómaður hvað síður dregin fyrir dóm eða dæmdur nánast enginn. Ótrúlega vanmegnugar eftirlitsstofnanir virðast nánast hafa verið í klappstýruhlutverki og gjörsamlega óhæfar til að sinna sínu eftirlitshlutverki.
Innherjaviðskipti, krosseignatengsl, lán til tengdra aðila, ríkisbankar einkavinavæddir nánast í ræningjahöndum þar sem hagsmunir stærstu eiganda sem jafnframt voru stærstu lántakendurnir virðast hafa haft forgang. Flókin eignartengsl í gegnum fjölda eignarhaldsfélaga á aflandseyju þar sem almenningshlutafélög klárlega voru skipulega snuðuð ef þá ekki rænd. Að fólk fari ofboði í lúxus, með gríðarbónusum og kúlulánum og mikið af þessu atferli er í raun ekkert annað en fjárdráttur og vart hægt að kalla það annað. Í raun getur þetta fólk prísað sig sæla yfir því að búa á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum eða í Bretlandi eða öðrum vestrænum löndum. Ísland hefur verið eins og risastórt Enron-fjársvikamilla þar sem stofnuð voru fjöldi fyrirtækja sem keypti upp hlutabréf í Enron og sjálfum sér til að halda uppi hlutabréfagenginu. Hlutskipti sjórnenda ENRONS og ekki síst endurskoðendanna Arthur Anderson sem var einn hinna 5 stóru þá var splundrað. Á Íslandi virðist þetta hafa verið dregið ennþá lengra orðið alþjóðlegt, fleirri bankar voru með. Eftir situr þjóð með skuldahala og menn þykjast síðan geta gengið uppréttir og búnir að skeina af sér skuldahala í gegnum eignarlaus eignarhaldsfélög.
Því miður held ég að þetta sé bara byrjunin af ógæfunni, þegar þessi fjármalaskellur loksins rennur upp fyrir þjóðinni, gríðarlegur niðurskurður á ríkisútgjöldum, nánast gjalþrot heillar þjóðar með meiri efnahagshörmungum en nokkur vestræn þjóð hefur upplifað, þá held ég að það geti orðið miklu verra. Þegar hópur fólks verður eignalausir öreygar, atvinnulausir, lífeyrissparnaður fólks hefur þurkast út meðan höfðupaurarnir keyra um í lúxusbílum og búa í lúxushúsum meðan gengið er að þorra fólks.
Gunnr (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.