Málefnalega kosningarbaráttu takk fyrir

Það hefur verið regla hjá Frjálshyggjufélaginu að skipta sér ekki af innaflokksátökum í öðrum félögum eða flokkum. Þrátt fyrir það verður ekki komist hjá því að fjalla aðeins um átök í Heimdalli þar sem eitthvað af félagsmönnum okkar eru jafnframt skráðir Sjálfstæðismenn enn.

Ungliðastarf í flokkum landsins hefur einkennst af framapoti og kjánaskap og þarf ekki að leita lengra en til frægs myndbands á youtube frá landsfuni Samfylkingarinnar „Hæ Samfylking – flaut“. Af hverju ungir jafnaðarmenn sáu sig knúna til að blása í flautu eins og áttavilltur krakki er mönnum enn hulið. Helstu sérfræðingar landsins telja þó að það hafi verið til að undirstrika hversu áttavillt þau eru í efnahagsmálum.

Öllu gamni sleppt þá vonar Frjálshyggjufélagið að málefnin fái að ráða í þessum kosningum. Það verður að koma skýrt fram hver stefna frambjóðenda er í efnahagsmálum, til ESB aðildar, Icesave, menntamálum og fleiri mikilvægum málum.


mbl.is Árni Helgason vill stýra Heimdalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Kristjánsson

Það er mjög merkilegt að frjálshyggjufélagið vilji málefnalega kosningarbaráttu og segir svo "Ungliðastarf í flokkum landsins hefur einkennst af framapoti og kjánaskap og þarf ekki að leita lengra en til frægs myndbands á youtube frá landsfuni Samfylkingarinnar „Hæ Samfylking – flaut“. Af hverju ungir jafnaðarmenn sáu sig knúna til að blása í flautu eins og áttavilltur krakki er mönnum enn hulið."

Þetta er ekki mjög málefnalegt hjá ykkur.

Benedikt Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 22:30

2 identicon

Mér sýnist nú sagt eftir þessa málsgrein, öllu gamni sleppt.

Spurning hversu málefnalegt komment Benna er?

Annars finnst mér allt í lagi að menn skjóti aðeins léttum skotum á milli. Þá er ég líka sammála Frjálshyggjufélaginu þegar það kallar eftir málefnalegri umræðu.

Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Benedikt Kristjánsson

Auðvitað vil ég að allar kosningarbaráttur verði málefnalegar, annað er vanvirðing við kjósandann en það sem ég var að benda á var það að frjálshyggjufélagið var að biðja um málefnalega kosningu og um leið var að koma með ómálefnalegt skot á samfylkinguna.

Benedikt Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband