26.8.2009 | 15:29
Menntaskólinn ehf – Til hamingju og gangi ykkur vel
Það er full ástæða til að hrósa annars vegar Reykjavíkurborg fyrir að styðja við bakið á sjálfstætt starfandi skólum, og hins vegar þeim aðilum sem standa á bakvið Menntaskólann ehf. fyrir að stíga þetta skref miðað við núverandi aðstæður.
Að sjálfsögðu ætti að vinna í því að sem flestar menntastofnanir, á öllum stigum, séu einkareknar en ekki í rekstri opinberra aðila.
Nú er hins vegar bara að bíða og sjá hvað menntamálaráðuneytið gerir. Það er örugglega ekki efst á forgangslista núverandi stjórnvalda að styðja við bakið á einkareknum skólum.
Að sjálfsögðu ætti að vinna í því að sem flestar menntastofnanir, á öllum stigum, séu einkareknar en ekki í rekstri opinberra aðila.
Nú er hins vegar bara að bíða og sjá hvað menntamálaráðuneytið gerir. Það er örugglega ekki efst á forgangslista núverandi stjórnvalda að styðja við bakið á einkareknum skólum.
Leyfa stofnun sjálfstætt starfandi grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
"Að sjálfsögðu ætti að vinna í því að sem flestar menntastofnanir, á öllum stigum, séu einkareknar en ekki í rekstri opinberra aðila."
Af hverju?
Tryggvi Thayer, 26.8.2009 kl. 15:55
Skólar sem ekki hafa "ríkisábyrgð" fara betur með það fé sem þeim er ætlað og þurfa að sanna sig og sýna til að fá nemendur. Ríkisskólar verða reknir áfram burt séð frá gæðum eða kostnaði.
Íslenskir grunnskólar eru mjög lélegir í dag vegna skorts á samkeppni og skilvirkni í rekstri og strarfi.
Sóun verðmæta er eitthvað sem við höfum ekki efni á í dag.
Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:00
Geturðu bent á eitthvað sem styður þessar fullyrðingar þínar um að einkaskólar fara betur með fé?
Tryggvi Thayer, 26.8.2009 kl. 18:40
Já ekkert mál, Tjarnaskóli hefur til að mynda verið rekinn fyrir miklu minna fé á hvern nemanda en nokkur annar skóli, sömu sögu er að segja um Ísaksskóla. Það er eðli þeirra sem hafa enga tryggingu fyrir rekstri sínum að þeir þurfa að fara betur með það fé sem þeir fá og þeir þurfa að sanna sig til að fá sitt fé.
Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:17
Þú segir nokkuð. Ég veit ekki betur en að Tjarnarskóli og Ísaksskóli hafa báðir verið í verulegum fjárhagsvanda. Þeir fengu meira að segja báðir aukafjárveitingu frá borginni til að greiða skuldir hér um árið. Svo hefur pr. nemandi framlag borgarinnar til þeirra verið hækkað talsvert. Held að það sé núna um eða rétt yfir kr. 400.000 pr. nemanda. Hjá Ísaksskóla bætist við þetta kr. 160.000 skólagjald og er þá kostnaður pr. nemanda farinn að nálgast kr. 600.000. Þetta er töluvert meira en í opinberu skólanum þar sem kostnaður pr. nemanda er frá ca. kr. 350.000 - 500.000.
Tryggvi Thayer, 26.8.2009 kl. 21:08
Meðaltal með hverjum nemanda í Reykjavík er 900.000 kr á hvern nemanda. Það er lágmark að hafa réttar tölur þegar verið er að ræða hluti. Einkareknir skólar fá 75 prósent af því sem opinberir skólar fá plus vissulega skólagjöld. Það er rétt að báðir skólarnir hafa verið í fjárhagsvandræðum enda fá þeir úr miklu minnu að moða en opinberu skólarnir. Þrátt fyrir það hefur fjárskortur ekki komið niður á kennslu hjá þeim. Í Tjarnaskóla fækkaði nemendum og skólinn þurfti að taka sig á. Það er eðli frjáls markaðar. Sambærilegt atvik í opinberum skóla hefur lítil áhirf á reksturinn.
Framlega á hvern nemdanda í einkareknum skólum er 62,3 prósent af meðaltali opinberu skólanna.
Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:31
Ég gerist sekur um að fara rangt með tölur sjálfur og vil leiðrétta það. Einkaskólar fá 75 prósent af meðaltali á landsvísu sem gerir 82,3 prósent hjá einkaskólum í Reykjavík en ekki 62,3 prósent eins og fram kom í fyrra svari mínu.
Landið (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:09
Ég viðurkenni það að gögnin mín eru í eldri kantinum og einhverjar breytingar átt sér stað sem ég hef ekki fylgst með. En ég sé samt ekki hvernig aukin opinber framlög til einkaskóla rökstyðji það að þeir fari betur með fé en opinberir skólar.
Og bara af forvitni, hvaðan kemur talan kr. 900.000 fyrir meðalframlag pr. nemanda í Reykjavík? Ef þetta er rétt þá hefur þessi upphæð rúmlega 2x á nokkrum árum.
Skv. lögum um einaskóla frá 2007 miðast þessi 75% við meðalframlag á landinu öllu. Skv. Hagstofu var meðaltalið rúm kr. 1mil 2007 (nýjustu gögn á vefnum). S.s. einkaskólar hefðu þá fengið kr. 750.000 pr. nemanda og (ef við höldum okkur við Ísaksskóla sem dæmi) við bætist kr. 160.000 skólagjald. Þá er kostnaður pr. nemanda við Ísaksskóla kr. 1,1mil sem er töluvert meira en kr. 900.000.
Tryggvi Thayer, 26.8.2009 kl. 23:40
Sá ekki 22:09 skilaboðin frá þér fyrr en eftir að ég sendi mín síðustu. Held samt að útkoman er svipuð, þ.e.a.s. að Ísaksskóli er að fá meira pr. nemanda í heild en meðaltalið fyrir opinbera skóla í Reykjavík.
Tryggvi Thayer, 26.8.2009 kl. 23:43
Einkaskólar hafa alltaf fengið minni peninga til reksturs en opinberir skólar. Ísakskóli er ekki að fá meiri peninga en aðrir skólar þrátt fyrir skólagjald. Ef Ísakskóli er að fá sem dæmi 82 prósent af 900 þús sem skólar í Reykjavík fá þá eru þeir undir 900 þúsund á nemanda á ári. Meðaltal í Reykjavík hefur hækkað síðan 2007 þegar það var nærri 900 þús. Svo gefum okkur að það sé nær landsmeðaltagi enda hefur Reykjavík alltaf verið við eða yfir því þá er Ísakskóli með minna en milljón á nemanda.
Ef Rvk er enn með 900 þúsund sem mér þykir ólíklegt og landsmeðaltal er milljón þá fær Ísakskóli 820 þús frá ríkinu plús 160 þús í skólagjöld eða 980 þúsund. Þetta er eina mögulega leiðin fyrir einkaskóla að komast upp fyrir opinbera skóla í fjármagni.
Það er því nokkurn veginn alveg sama hvernig þetta er reiknað eina leiðin fyrir einkaskólana er að Rvk hafi staðnað og landsmeðaltalið hlaupið upp. Þannig að það er þá nokkuð ljóst að einkaskólar fá minni fjármuni úr að moða. Þá má heldur ekki gleyma því að sveitafélög greiða ekki viðgerðir eða stækkun á einkaskólum nema að hluta. Annars ræddi ég þetta við fyrverandi formann menntaráðs, frá tíð R-listans, í síma áðan ásmt fleirru og vildi hann meina að Reykjavík væri og hefði alltaf verið hærra en meðaltalið. En vildi auðvitað ekki staðfesta neitt og bar fyrir sig að þetta væri eftir minni.
Snúum okkur þá að samkeppninni. Einkaskólar þurfa á nemendum að halda til að haldast í rekstri og keppa því um nemendur m.a. í gæðum á námi. Ef þú átt barn Tryggvi hvort sendirðu það í Ísakskóla eða opinberan skóla? Það er ekki nokkur vafi í mínum huga hvert mitt barn fer.
Landið (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:59
Ef þú hefur áhuga á skólamálum mæli ég með þessum þætti http://www.youtube.com/watch?v=Bx4pN-aiofw
Landið (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 01:00
"... Reykjavík væri og hefði alltaf verið hærra en meðaltalið" -> http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=47540
Þú hefur enn ekki sýnt mér af hverju einkareknir skólar eru betri en opinberir skólar.
Þú sagðir að einkaskólar færu betur með fé en opinberir skólar. "Betur" merkir væntanlega annað hvort að einkaskóli gefur sama árangur fyrir minni pening eða betri árangur fyrir sama pening.
Við virðumst vera sammála að alla vega Ísaksskóli er að fara með (að minnsta kosti) álíka fé pr. nemanda og opinberir skólar. Þ.e.a.s. að opinber framlög + skólagjöld eru álíka og kostnaður pr. nemanda í opinberum skóla. Hann er s.s. ekki að lækka kostnað.
Ég hef lesið um rannsóknir á einkaskólum um allan heim og það virðist ansi erfitt að sýna fram á að þeir séu betri en opinberir skólar. Betri námsárangur í einkaskólum skýrist nær alltaf af einhverju öðru, s.s. félagsleg eða fjárhagsleg staða nemenda, val á nemendum, o.s.frv. Í mörgum tilvikum stuðla einkaskólar líka að auknum ójöfnuði. Er ástæða til að halda að þetta sé, eða verði, öðruvísi á Íslandi?
Jú, ég á barn. Þegar barnið mitt var að byrja í skóla bjuggum við nánast í næstu götu við Ísaksskóla. Við sóttum um og barnið komst inn en þær breytingar sem höfðu þá orðið í skólamálum gerðu það að verkum að hann hafði lítið sem ekkert umfram aðra skóla - alla vega ekki nóg til að réttlæta kostnaðinn. Með öðrum orðum, hann var bara ekki samkeppnisfær.
Tryggvi Thayer, 27.8.2009 kl. 03:36
Það hefur verið staðfest að einkaskólar hafa úr minnu að moða en opinberir skólar. Það er ný til komið að bilið hefur minnkað vegna nýrra grunnskólalaga en bilið er þrátt fyrir það fyrir hendi. Áður en að samræmdum prófum var sparkað, sem er miður því nú mælir ekkert störf kennara og getu skóla, þá voru einkaskólarnir að standa sig mjög vel. Landakotskóli var mörg ár hæstur í tungumálum og Tjarnaskóli sem á tímabili hrakaði missti nemendur yfir í Landakotskóla. Síðustu ár samræmdra prófa hífði Tjarnaskóli sig mikið upp og var með hæstu á landinu í öllum greinum og nemendum fjölgaði. Þarna er gott dæmi um það hvernig einkaskólar lenda í vandræðum ef þeir standa sig ekki og þurf a að sanna sig fyrir sínum viðskiptavinum ólíkt opinberum skólum.
Þú getur ekki sagt að þú hafir lesið rannsóknir og ætlast til þess að þær upplýsingar séu teknar gildar nema vitna í þær. Það eru gerðar þúsundir rannsókna á hverju ári um hitt og þetta. En það sem þú segir er allt í tráss við reynslu ríkja á borð við Svíþjóð, Belgíu, Lúxemborg, og Grikkland en öll þessi ríki hafa aukið stuðning við einkaskóla og þeim fjölgað verulega sem leitt hefur til betri árangurs ekki bara í einkaskólunum sjálfum heldur líka opinberum skólum sem eru þeim nálægir. Það eru því margföldunaráhrif af einkaskólum.
Þú mátt ekki halda að allir einkaskólar séu góðir skólar ekki frekar en að öll einkafyrirtæki séu góð. Munurinn á þeim og hinum opinberu er hins vegar sá að þeir fara í þrot sem ekki standa sig og þar liggur munurinn.
Greinin sem þú vitnar í frá BB er frá 2004 eða fyrir gildistöku nýju laganna. Í gamla kerfinu fengu skólar styrk frá ríkinu ofan á fjárveitingu frá sveitafélaginu. Reykjavík fékk aldrei styrk frá ríkinu til að reka sína skóla. Meðaltalið var alltaf reiknað út sem fjárveiting frá sveitafélagi og einkaskólar bundnir við það.
Þá skora ég enn og aftur á þig að horfa á þetta http://www.youtube.com/watch?v=Bx4pN-aiofw
Landið (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:18
Almennt: sjá t.d. http://www.ncspe.org/ og rannsóknarferil Martin Carnoy (http://ed.stanford.edu/suse/faculty/displayRecord.php?suid=carnoy) sem hefur rannsakað einkavæðingu skóla víða um heim.
M.a.s hin ofuríhaldssama Cato Institute getur ekki vísað á neinar rannsóknir sem styðja þínar fyllyrðingar um að einkaskólar fara betur með fé: http://www.cato.org/research/education/marketresearch_coulson.html
Svíþjóð (bara ein rannsókn af mörgum sem sýna það sama): http://ftp.iza.org/dp3691.pdf
Belgía: Árangur á TIMMS hefur farið lækkandi frá 2000. Félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda í Belgíu hefur meiri áhrif á PISA niðurstöður en í öllum öðrum þátttökulöndum nema Ungverjaland: https://www.aare.edu.au/07pap/per07416.pdf & http://educatorroundtable.org/TEQ/11gabbard.pdf
Lúxemborg: Einkaskólar eru tiltölulega nýtilkomnir í Lúxemborg og tengjast helst alþjóðlegu viðskiptaumhverfi þar. Þ.e.a.s. að þetta eru alþjóðlegir skólar sem kenna á erlendum tungumálum og eru helst ætlaðir fyrir börn erlendra starfsmanna fyrirtækja. Þegar svo mikill og augljós munur er á nemendum milli skóla er ekki hægt að gera raunverulegan samanburð. (Þetta á að einhverju leyti við um Belgíu líka en þeir eru með kaþólsku skólana sína sem eiga sér lengri sögu).
Grikkland: Ég hef nú aldrei rekist á rannsókn eða gögn um einkaskóla í Grikklandi en hafandi búið þar í nokkur ár þykist ég vita að einkaskólar í Grikklandi eru bara fyrir útvalda og því ekki hægt að bera þá saman við opinbera skóla.
Greinin sem ég vitnaði í er frá tíð R-listans sem þú talaðir um.
Ég þekki vel þennan sjónvarpsþátt. Hann var réttilega mikið gagnrýndur á sínum tíma, og er enn, fyrir að draga upp mjög einhliða og óraunverulega mynd af skólamálum í Bandaríkjunum. Ég þekki ágætlega til skólamála í BNA - ég er í drs. námi í menntunarfræðum hér í BNA, gekk sjálfur í opinbera skóla hér í BNA, dóttir mín er að fara að hefja nám í opinberum skóla hér í BNA. Auðvitað má ýmislegt bæta en þessi þáttur var í til þess ætlaður að blekkja áhorfendur til að fá þá til að styðja sjónarmið nýfrjálshyggjunnar. Ekki í fyrsta né síðasta skipti sem Stossel gerir þetta.
Tryggvi Thayer, 27.8.2009 kl. 16:17
Hefði líka átt að nefna Henry Levin (http://www.tc.columbia.edu/faculty/index.htm?facid=hl361) í síðasta póst en fáir hafa rannsakað einkavæðingu skóla jafn mikið og hann.
Tryggvi Thayer, 27.8.2009 kl. 16:35
Það er ekkert í þessum gögnum sem bendir til neins annars en að einkaskólar hafi jákvæð áhrif á skólarkerfið í heild. Þrátt fyrir að vera innvikla í mjög sósíalískum kerfum. Ég skal viðurkenna að ég las ekki allar skýrslurnar í gegn en ég hraðlas yfir þær allar og satt besta að segja þá er lítið sem ekkert í þeim sem segir mér annað en að einkaskólar standi sig betur en opinberir skólar.
Þá er ekkert sem breytir þeim staðreyndum að einkaskólar þurfa að keppa um nemendur sem ýtir undir betri árangur eða hefur samkeppni aðra merkingu í skólakerfinu en annar staðar?
Þú gagnrýnir þáttinn sem ég bendi þér á með þeim forsendum að hann sé gerður af manni sem hefur aðara skoðanir en þú. Þátturinn er vel unninn og mikil rannsóknarvinna á bakvið hann. Það er ekkert í honum sem má bendir til að hann sé að blekja áhorfendur. Hann einfaldllega hentar ekki þínum skoðunm.
Landið (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:07
Það er hellingur af skýrslum og rannsóknum til um þessi mál t.d.:
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Pritchett_Viarengo_PEPG09-01.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/PEPG09-02_Peterson_Chingos.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Bohlmark_Lindahl_PEPG08-04.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Falk_Dohmen_PEPG08-06.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Bettinger_Kremer_Saavedra_PEPG08-08.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Dustmann_Machin_Schoenberg_PEPG08-12.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/Kingdon_Teal_PEPG08-13.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/PEPG07-02_Woessmann.pdf
http://www.hks.harvard.edu/pepg/PDF/Papers/PEPG06-02-PetersonLlaudet.pdf
http://www.effwa.org/files/pdf/What%20Works%202005.pdf
http://www.effwa.org/files/pdf/What%20Works%202005.pdf
http://www.friedmanfoundation.org/downloadFile.do?id=367
http://www.friedmanfoundation.org/downloadFile.do?id=363
http://www.friedmanfoundation.org/downloadFile.do?id=369
http://www.friedmanfoundation.org/downloadFile.do?id=357
http://www.friedmanfoundation.org/downloadFile.do?id=345
Ég get talið upp skýrslur og greinar í allan dag. Mergurinn málsins er þrátt fyrir allt sá að einkaskólar hafa einhverju að tapa og þegar menn hafa einhverju að tapa keppast þeir frekar við að standa sig betur. Meiri nýjungar, meira val og á endanum betri kennsla.
Landið (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:20
"Það er ekkert í þessum gögnum sem bendir til neins annars en að einkaskólar hafi jákvæð áhrif á skólarkerfið í heild"
Hvernig færðu það út úr:
"However, we do not find any impact on medium or long-term educational outcomes such as high school GPA, university attainment or years of schooling. We conclude that the first-order short-term effect is too small to yield lasting positive effects."
"Þú gagnrýnir þáttinn ... á þeim forsendum að [maðurinn] hefur aðara skoðanir": Einn tengillinn sem ég sendi þér er 20 bls. gagnrýni á þátt Stossel.
Gott að vita að stofnanir sem hafa það sem yfirlýst markmið að sannfæra fólk um ágæti einkavæðingar séu svona duglegar að gefa út. (Skil samt ekki alveg af hverju þú listar þessi skjöl frá Harvard. Þau eru ekki beint að styðja þinn málstað. Var þetta kannski tilraun til að vera málefnalegur?)
Tryggvi Thayer, 27.8.2009 kl. 20:33
Ég vitna bara í skýrslur sem ég hef lesið en það er fjöldinn allur af skýrslum um þetta málefni og kýs ég að vitna ekki það sem ég hef ekki sjálfur lesið. Það eru þó töluvert fleiri skýrslur sem ég lesið um samanburð í skólum og á skólum og fyrirkomulagi þeirra en ég vitna í hér.
Ég las gagnrýnina sem þú vitnaðir í um þátt Stossel og mér finnst ekki mikið til hennar koma. Það er mikið um órökstuddar fullyrðingar í henni og heimildirnar sem vitnað er í eru annað hvort umdeildar eða ekki til staðar þegar þeirra er leitað. Töluvert væl frá einstaklingum sem hafa hagsmuni af því að við halda rotnu kerfi.
Þú bendir réttilega á að ekki eru allar skýrslurnar eða rannsóknirnar einhliða halelúja með einkaskólum enda eiga þær ekki að vera það. Eins og ég hef sagt áður þá eru ekki allir einkaskólar góðir skólar enda gerir það ekki skóla góðan að vera einkaskóli en það eykur líkurnar á því. Það eru til mjög góðir opinberir skólar en það eru undantekningar. Þetta er dálítið eins og vídeóleigur þær eru ekki allar góðar þó þær séu í einkaeigu en þær slæmu missa viðskipti og detta upp fyrir. Ef ríkið rekur videoleigu skiptir engu máli hversu slæm hún er því ríkið tryggir reksturinn.
Mér finnst ekki mikið koma til þess að þú skjótir á það hvaðan þessar skýrslur koma sem ég bendi á því það er nú ekki að sjá á því sem þú setur fram að það sé frá óháðum aðilum. Annars eru margar af þessum skýrslum unnar í háskólum og stofnunum um allan heim en birtar hjá ákveðnum stofnunum.
Mergurinn málsins er þessi að einkaskólar eru að jafnaði betur reknir, betri kennsla í þeim og þeir ýta undir samkeppni og nýjungar í skólakerfinu af þeirri einföldu ástæðu að ef þeir staðna eða eru illa reknir fara þeir á hliðina ólíkt ríkisreknum skólum.
Landið (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 03:57
Jedúdamíja (hvernig sem það er skrifað) er fólk skýrslusjúkt?
Þetta er ekkert flókið gott fólk. Annað hvort viljum við lokað og hægfara opinbert kerfi eða við viljum einkarekna skóla sem vinna á forsenum frjáls markaðar þar sem samkeppni ýtir undir betri skóla.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:12
En einu skýrslurnar sem þú bendir á sem eru frá óháðum aðilum eru þær sem staðfesta að lítill sem engin marktækur munur er á einkareknum og opinberum skólum.
Ég er nú alltaf að reyna að fá þig aftur á byrjunarpunktinn okkar og af einhverjum ástæðum gengur það illa. Þú sagðir í upphafi að einkaskólar fara betur með fé. S.s. allar þessar nýjungar og betrumbætur einkaskólana eru væntanlega hagkvæmari en hjá opinberum skólum. Jú, einkaskólar hafa oft sýnt betri árangur í upphafi en ítarlegar rannsóknir hafa sýnt að þeir hafa ekki getað haldið því til langs tíma. Þetta hefur t.d. verið reynslan í Svíþjóð e.o. kemur fram í grein sem ég benti á.
Ég bý núna í Minnesota þar sem Charter-skólar voru fyrst reknir. Þetta gekk glimrandi vel í fyrstu og virtist staðfesta það sem allir höfðu sagt um einkarekna skóla. En eftir nokkur ár komu upp ýmis vandræði. Helst var að rekstraraðilarnir sem höfðu lofað að gera alls kyns hluti fyrir minni pening en áður komust að því að það er einfaldlega ekki ódýrt að mennta fólk og að sparnaður bitnar á námsárangri.
Til að hafa allt á hreinu - ég er ekki á móti einkaskólum eða kerfum sem leyfa einkaaðilum að reka skóla innan opinbera kerfisins. Hér í Minnesota hefur það orðið til þess að skólaflóran er hreint ótrúleg og býður upp á mjög spennandi valkosti. Hins vegar eru það fullyrðingar um að þessir skólar séu hagstæðari en opinberir skólar sem virðist ekki ganga upp.
Tryggvi Thayer, 28.8.2009 kl. 14:08
Eru núna skýrslur sem ekki henta þinni pólitík ekki hlutlausar? Það er ekki þá eins og þú hafir nefnt einhverja hlutlausa skýrslu. Allir þeir sem koma að skýrslum og rannsóknum sem þú vitnar í halla verulega á til vinstri.
Þú tekur dæmi af Sænsku skýrslunni og bendir á að einkaskólar sýni betri árangur en haldi honum ekki þegar til lengri tíma er litið. Það er ekkert í þeirri skýrslu sem segir að árangur þeirra dali verulega heldur hitt að opinberir skólar færa sig nær þeim í árangri. Einkaskólar draga sem sagt opinberu skólana upp og eins og þú segir sjálfur ýta þeir undir frekara val.
Fullyrðingin að einkaskólar séu hagstæðari en opinberir skólar stendur enn. Hér á Íslandi er það staðreynd að einkaskólar fá minna fé en opinberir skólar og standa sig jafnvel og oft betur en opinberir skólar. Þá held ég mig við það að ekki eru allir einkaskólar eins og sumir geta hreint út sagt verið lélegir en slíkir skólar fara þá á hliðina og aðrir taka við þeirra starfi, slíkt gerist aldrei í opinbera kerfinu.
Eitt í lokin Tryggvi, af hverju á hið opinbera að reka skóla? Af hverju þá ekki matvöruverslanir líka?
Landið (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:22
Skilningur þinn á sænsku skýrslunni er mjög athyglisverður. Ertu viss um að þú hafir ekki verið með hana á hvolfi?
Ég held að ég hafi aldrei sagt að hið opinbera eigi að reka skóla. Þvert á móti hef ég sagt að ég styð einkarekna skóla. Ég er bara að tala um fullyrðingu þína um að einkaskólar fari betur með fé en opinberir skólar. Skil ekki af hverju þú vilt alltaf snúa þessu upp í umræðu um eitthvað annað.
En fyrst þú spyrð - algeng rök fyrir opinberum rekstri skóla eru að hið opinbera leggur mikinn pening í skóla og að hið opinbera er líklegra til að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að menntun óháð greiðslugetu eða félagslegum aðstæðum.
Tryggvi Thayer, 29.8.2009 kl. 23:57
Nú er ég hættur að skilja þig þegar þú talar um þessa sænsku skýrslu en gott og vel sé ekki að það skipti máli.
Ég spurði af hverju á ríkið að reka skóla ekki af hverju á ríkið að setja fjármuni í skólastarf. Ég get alveg séð ríkið fyrir mér greiða fyrir nám barna en ekki reka sjálfa skólana. Ávísunarkerfið byggir á því að ríkið greiði fyrir námið en einkaaðilar sjái um að skaffa námið. Kerfi sem flestir frjálshyggjumenn geta skrifað upp á.
Landið (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 00:59
Þú ert kominn út í allt aðra umræðu.
Tryggvi Thayer, 31.8.2009 kl. 15:31
Já það er rétt enda er umræðan um það hvort einkaskólar séu hagkvæmari lokið. Það liggur í augum uppi að þeir eru það og engar rannsóknir eða skýrslur sýna fram á annað.
Ég spurið þig því á mót hvort þú teldir að ríkið ætti að reka skóla og hef enn ekki fengið svar við því?
Landið (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:32
"Já það er rétt enda er umræðan um það hvort einkaskólar séu hagkvæmari lokið. Það liggur í augum uppi að þeir eru það og engar rannsóknir eða skýrslur sýna fram á annað."
Þú (hver sem þú ert) býrð í undarlegum heimi.
Tryggvi Thayer, 31.8.2009 kl. 18:20
Þú hefur ekki enn getað sýnt fram á að einkaskólar séu ekki hagkvæmari og miða við reynslu okkar á Íslandi þá er verið að reka einkaskóla fyrir minni upphæðir en opinbera og árangurinn er jafn góður eða betri í sumum tilvikum en opinberir skólar. Þetta liggur því í augum uppi.
Landið (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:27
Skv. þínum eigin gögnum þarf Ísaksskóli sama fjármagn (opinber framlög+skólagjöld) pr. nemanda og opinber skóli í Rvík til að reka sig. Hvað er svona hagkvæmt við það?
Tryggvi Thayer, 4.9.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.