10.8.2009 | 01:09
Marxískar kenningar
Vinstrimenn kvörtuðu sáran undan því síðastliðið haust og fram eftir vetri að bankastjórn Seðlabankans væri vanhæf. Raunar var það aðalverkefni minnihlutastjórnarinnar að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum og fá þangað í staðinn óþekktan mann úr norska verkamannaflokknum. En allt um það.
Nú er vinstristjórnin í óða önn að raða nýjum embættismönnum víðs vegar um kerfið, og til þeirra starfa eru valdir ýmsir miður hæfir menn, eins og til að mynda Gunnar Þ. Andersen og enska frúin í peningastefnunefndinni, sem er haldinn er stórþjóðahroka. Afstaða hennar verður ekki skýrð með hliðsjón af neinum hagfræðikenningum. Hér liggur til grundvallar ógeðfelld hugmynd um yfirburði stórþjóða, líka þeim sem Karl Marx hélt fram.
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, þetta er fráleitt hvernig vinstri flokkarnir skipta embættismannakerfinu á milli sín. Ekkert betri en helmingaskiptastjórnir D og B um miðja síðustu öld.
Fólk er orðið þreytt, það sá vinstri ljómann í hillingum rétt fyrir kosningarnar þökk sé svikulum loforðum forystumanna flokkanna.
Skemmtileg setning sem ég heyrði frá eldri konu í vikunni sem er að byrja á eftirlaunum: Ég ætla sko aldrei að kjósa þessa vinstri flokka aftur, þeir taka allt af manni.
Sigurður Páll (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.