Ríkisstjórnin kallar örbirgð yfir þjóðina

Nú ríður á að koma vinstristjórninni fá völdum. Með sífelldum skattahækkunum og öðru oki og áþján á fyrirtæki og borgara blasir við stórkostlegur landflótti. Það vill nefnilega oft gleymast að íslenskir launamenn eru mjög hreyfanlegt vinnuafl. Létta þarf okinu af atvinnulífinu með skattalækkunum og miklum niðurskurði ríkisútgjalda samhliða. Þá þurfa að setjast í ráðherrastóla alvöru karlmenni með bein í nefinu sem geta gætt hagsmuna Íslendinga á erlendri grund.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

voru það ekki frekar frjálshyggju landráðamennirnir og útrásarvinir þeirra sem grilluðu á kvöldin og gættu ekki hagsmuna almennings ??????

zappa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:29

2 identicon

Mér er bara spurn,, hverja eiginlega hefur þú í huga??? Því eins og er þá sé ég enga kandídata sem ég myndi treysta til verksins, allavega ekki íslenska því hér er allt of samofið og tengt til að taka óhlutdrægar ákvarðanir með heill þjóðarinnar í huga... Bestu kveðjur, Lilja.

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:34

3 identicon

Ef satt reynist að ríkisstjórnin hafi ekki í sínum útreikningum gert ráð fyrir atriðum eins og fólksflótta og þar af leiðandi meiri skuldabyrði á þá sem eftir sitja (fólk flytur væntanlega ekki með skuldir með sér af landi brott) og minni framleiðslu, þar sem færri hendur væru að störfum, þá er ljóst að efnahags og viðskiptaráðuneyti þessarar ríkisstjórnar er líklega enn máttlausara en það sem var við lýði í síðustu ríkisstjórn undir stjórn Samfylkingar.

Menn bíða og bíða eftir að stóru málin verði leyst. það er eins og hvert skipti sem eitthvert smámálið er leyst, þá spretti tvö ný upp í staðin, og stóru málin eru þarna enn.

Vonandi fer þó eitthvað að koma frá Jóhönnu og Steingrími annað en að aðild að ESB leiði okkur út úr erfiðleikunum. Nú eru nokkrar vikur liðnar frá því umsóknin var send inn, og allir sjá að það hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að segja.

Utan þings stjórn reynslufólks sem getur og þorir að taka ákvarðanir takk fyrir áður en þetta fer allt endanlega til fjandans.

joi (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:34

4 identicon

haha ja forum a annad frjalshyggjufylleri bara, tad lagar allt

Hlynur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:35

5 identicon

Ég sé ekki fram á að ég sé eitthvað á leiðinni að fara flytja aftur á klakann... á meðan ríkistjórn, bankar og annað fólk talar við mig eins og ég sé smákrakki .. að ástandið sé eitthvað svona "fullorðins" þá er ég ekkert á leiðinni heim...

Á meðan Ísland gefur mér fingurinn þá fær það bara fingurinn til baka...

Who? (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:36

6 identicon

Bara til að hafa það á hreinu, þá kaus ég þessa stjórn,, en það sem að er að gera mig brjálaða er öll þessi leynd og huss huss yfir öllu fyrir okkur sem þó treystum þessu fólki til að taka forystuna.  Ég er ekki frá því að flytja mig úr landi ef að Icesave í öllu sínu veldi plús AGS og ESB fá að drottna yfir okkur,, (og það án þess að við fáum nokkuð um það að segja í kosningu) Ég er ekki sátt við það sem Íslendingur!! Það stríðir gegn öllu sem ég hef alltaf trúað á,  að við værum sjálfstæð þjóð. Ég er reið og ég tel þessa reiði vera réttláta vegna þess óréttlætis sem að við almúginn eigum að þola vegna fárra sem kunnu ekki með vald sitt að fara!! Ég vill sjá annað Ísland, og það sem fyrst áður en við þurfum að fara að horfa í glatkistuna og gráta það sem farið er....

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:42

7 identicon

Ekkert er hættulegra íslenskri þjóð en lítið þroskaheft stuttbuxna-karlrembusvín eins og þið.

KO (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:56

8 identicon

Lol.. ok,, verð að spyrja,,, hvað kem ég karlrembusvínum við?  Sem að ég að engu leyti sé út úr þessum skrifum hérna að ofan og skil engan veginn.... Erum einfaldlega nokkurn veginn sammála um það held ég flest, að við erum ósátt við stöðu mála og viljum breytingar,, sama hvar fólk stendur annars í pólitík,, enda er pólitíkin algerlega dauð eins og staðan er í dag og við getum hent henni út um gluggann..!! Lausnirnar hef ég ekki frekar en aðrir á takteinunum. En upplýsingargjöfin til þjóðarinnar er til skammar,, traustið á okkur er greinilega ekkert til að taka ákvarðanir um afdrif heillar þjóðar og okkar næstu kynslóða,,, burt með þetta, þrælslundin verður að víkja hjá okkur... Ég er ekki alin upp af baráttukynslóð sem barðist fyrir bættum réttindum með beittum hnefum,, ég er af almúgafólki sem hefur hingað til haldið sig til hlés og ekki þótt til siðs að mótmæla,, en það er nákvæmlega það sem að ég finn mig knúna til að gera núna,,, mótmæla af öllum mínum krafti fyrir öllu því sem ég trúi á! Íslenskt samfélag sem er í útrýmingarhættu eins og staðan er í dag.  Fyrirgefðu, kæri höfundur hversu margorð ég er.... en allir hafa sín þolmörk, vona að þú skiljir :)

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 19:13

9 identicon

Tökum eftir einu. Þeir vinstrimenn sem hæst láta tala í sífellu um fyrri ríkisstjórn (þar sem Samfylking átti raunar sæti) hafi klúðrað þessu og klúðrað hinu og nú þurfi vinstristjórnin að taka til eftir fyrri stjórn og stjórnir. Gott og vel. En hafi fyrri stjórnir skilið eftir vond bú, þá virðist stefna í að núverandi ríkisstjórn ætli að skilja eftir miklu verra bú. Hún heldur afar illa nánast sérhverju máli á sama tíma atvinnuleysi eykst og gengi krónunnar hríðfellur. Það þýðir ekki að benda á fyrri stjórnir - núverandi stjórn er að klúðra málum svo um munar.

Pétur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 23:27

10 identicon

Heyr heyr!!! Loksins heyrir maður rödd sem talar mannamál og kemur beint að efninu! Við þurfum alvöru karlmenni, en ekki þær landeyður og dusilmenni sem nú sitja að völdum! Við þurfum nýjan Hannes Hafstein.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:15

11 identicon

Það vildi ég óska að þið unga fólk í Frjálshyggjufélaginu hélduð um stjórnartauma. Það er fólk eins og þig sem við þurfum - fólk sem trúir á frelsi einstaklingsins - fólk sem þorir að tala hreint út og dansar ekki eftir almenningsálitinu. Frjálshyggjuflokkinn á þing!!!

sigga (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:37

12 identicon

Steingrímur J. hér að ofan ætlar seint að skilja að hér var engin frjálshyggja við lýði, heldur sósíaldemókratismi af verstu sort.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:37

13 identicon

Steingrímur J. hér að ofan vill þjónkast valdhöfunum svo mikið að hann mótmælir gagnrýni á þá í sjálfu sér. Röksemdafærsla hans er ómóta og stjórnvalda í fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu: Allt sem aflaga fer er "auðvaldssvínunum" að kenna.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 13:21

14 identicon

Steingrímur J. og fleiri sem hafa verið að opinbera sig hérna virðiast allir hafa það á hreinu að þetta sé allt frjálshyggjunni að kenna. Þrátt fyrir að vera vissir í sinni sök þá hafa þessir einstaklingar ekki hugmynd um það hvað frjálshyggja er.

Í mjög stuttu máli er frjálshyggja þvingunnarleysisstefna þ.e. frjálshyggjumenn vilja að opinberu valdi sé ekki beitt gegn einstaklingum nema í takmörkuðum tilvikum.

Stjórnmálaheimspekin sem frjálshyggjan er sprottinn af er grundvöllur raunverulegra mannréttinda þ.e. þeirra sem byggja á neikvæðu frelsi eða frelsi frá einhverju. Hér má nefna tjáningarfrelsi, atvinnufrelsi og eignarétt.

Hvernig urðu þessar kenningar heilu samfélagi að falli og hvernig fara menn að því að "békenna" þessar hugmyndir við ríkisábyrgðir á bönkum, ríkistryggðum húsnæðislánum, gallaða peningamálastefnu stærstu seðlabanka heims og sífellt stækkandi bákni ríkisins? Það þarf mikla törfamenn til þess.

Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar eru röng. Það á ekki að hækka skatta eða álögur á fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Lægri skattar ýta undir sparnað og auka þar með fjárfestingar og flýta fyrir bata á lánsfjármakaði. Ríkisstarfsmenn búa að jafnaði til lítil sem engin verðmæti fyrir samfélagið á meðan verðmætasköpunin verður mest hjá einkageiranum. Þessu er því öfugt farið hjá ríkisstjórninni það á að skera niður hjá ríkinu og minnka álögur á einkageirann.

Landið (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 02:00

15 identicon

Flott blogg. Gott að heyra að það sé ennþá fólk með viti á klakanum.

Ég flúði land og tók fyrirtækið með mér þegar að vinstri stjórnin tók við og mun ekki snúa aftur á meðan að stjórnin keppist við að herða klónna á einstaklingum. 

Það sem að flestir virðast ekki fatta á Íslandi er að því minna svigrúm sem að fyrirtæki og einstaklingar fá til að athafna sig því minni skatttekjur. Fjöldi fyrirtækja og menntaðra einstaklinga munu flýja land inna skams ef að þessari þróun er ekki snúið við.

Ég bý nú í landi sem að tók vel á móti mér með umtalsvert lægri sköttum, betri heilbrigðisþjónstu, alvöru lýðræði og ekki má gleyma betra veðri.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 17:32

16 identicon

Steingrímur það er góður siður að kynna sér hluti áður en maður fer að blammera um þá á opinberum vettvangi. Fyrir hrunið höfðu frjálshyggjumenn oft varað við peningamálastefnu bæði í USA og EU, varað við ríkisábyrgð á húsnæðislánum og varað við þeim hugsunarhætti að til væru fyrirtæki sem væru það stór að þau mættu ekki fara á hausinn. Frjálshyggjumenn vöruðu einnig við þenslu hér heima og gagnrýndu m.a. peningamálastefnuna. Auðvitað voru frjálshyggjumenn ekki að vara við hruni bankanna, það gerði það enginn ekki einu sinni Þorsteinn Gylfason þó hann vilji halda öðru fram. Við vörum ekki við hruni fyrirtækja hvort sem þau heita Landsbankinn eða Videoleiga Húnvetninga. Fyrirtæki fara á hausinn ef þeim er stjórnað illa og þá skiptir engu máli hvort það er frjálshyggja við lýð eða ekki. Þessi ríkistjórn sem nú situr er búin að gera langt upp á bak í öllum málum, hún hefur hækkað skatta og samið af sér í Icesave nú og sótt um aðilda að ESB og fært alla vinnu ráðuneyta í það ferli. Þá hefur hún ekki skorið neitt niður og heldur þar með fólki í störfum sem skila lítilli framleiðslu. Ákvarðanir þessa ríkistjórna eru að gera ástandið verra en það gæti verið.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband