4.8.2009 | 11:59
Falsspámenn
Það er rétt athugað að norska frúin opinberar úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar - stjórnvalda sem eru með öllu vanfær um að halda málstað Íslands á lofti. Það breytir því ekki að megininntakið í greininni er byggt á marxískum söguskilningi. Norska frúin segir meðal annars:
"Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska fjármálakerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir - þ.e. samfélags óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða sem þessir sömu aðilar tóku að móta."
Hér á landi var aldrei neitt við lýði sem kallast gæti "óheft markaðsfrelsi". Gömlu bankarnir voru til að mynda niðurnjörvaðir í net opinbers eftirlits. Meinsemd íslensks fjármálakerfis var veikur gjaldmiðill. Vandinn var kerfislægur - tilbúinn af stjórnmálamönnum, en það er fjarri öllum sannleik að þeir hafi skapað óheft markaðsfrelsi.
Hér fer frúin því einfaldlega með rangt mál, en boðskapur hennar kann að klingja vel í eyrum margra. Og ekki er hún fyrsti falsspámaðurinn til að ná athygli fjöldans.
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er Norsk...
Gulli (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 14:46
Hún er norsk að ætterni, menntuð og gift í Frakklandi og er franskur EU borgari á þingi Evrópu.
(eftir minni).
Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 15:55
Það er margt í grein Evu sem orkar tvímælis frá ýmsum sjónarhólum. Hún hefur sinn hól og notar Ísland í þeirri viðleitni sinni að andmæla því hagstjórnarkerfi heimskapítalsins sem hún telur að AGS og fleiri séu að reyna að bjarga. Íslendingar skv henni voru 'fyrirmyndarríki' þessa óæskilega líberalisma í fjármálum. Um það má deila. Hins vegar getur maður ekki séð hvaðan fullyrðing frjálshyggjufélagsins kemur að bankarnir hafi þurft að þola harðræði af eftirlitsstofnunum.
Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 16:01
"Gömlu bankarnir voru til að mynda niðurnjörvaðir í net opinbers eftirlits."
Right, það var bara eftirlitið sem klikkaði... það var ekki vandamál að bankamenn fengu óheft frelsi til að setja þjóðina á hausinn, það var ekki vandamál...
Þið eruð fyndin þarna í Frjálshyggjufélaginu.. og ber að fagna því að hægt sé að segja eitthvað jákvætt um félagsskapinn og hugmyndafræðina
Ragnar (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:18
Inn á hvaða samkundu er ég kominn ?? Omega ? Farinn
Finnur Bárðarson, 4.8.2009 kl. 16:48
Athyglisvert hvað þeir virðast hafa fátt til málanna að leggja sem eru á öndverðum meiði við greinarhöfund. Óskar segir: "þið eruð alltaf jafn hlægilegir þarna í stuttbuxnadeildinni" og Finnur segir: "Inn á hvaða samkundu er ég kominn ?? Omega ? Farinn". Málefnafátækt margra vinstrimanna er sláandi.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:01
Það er rétt að eftirlit klikkaði hér algjörlega en það er ekki bara ástæðan fyrir hruninu. En að halda því fram að hrunið sé komið frá Frjálshyggju er álíka barnalegt og halda því fram að Steingrímur J sé ekki vinstrimaður.
Fyrirtæki fara á hausinn á hverjum einasta degi og hafa gert það svo lengi sem menn fóru að stofna fyrirtæki. Það er engin ein stefna sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki fari á hausin. Illa rekið fyrirtæki A sem fer á hausinn lýtur sömu lögmálum og fyrirtæki B sem fer á hausinn. Það vill hins vegar bara svo til að þegar A risa banki fer á hausinn þá verður allt vitlaust en þegar B lítil sjoppa á Eskifirði fer á hausinn er flestum sama nema kannski 12 fastakúnnum og héraðsblaðinu sem kemur út tvisvar á ári.
Hvað hefðu vinstrimenn gert á aðra vegu? sett á ríkisábyrgð? sett 90% ríkistryggð húsnæðislán? Hvoru tveggja settu hinir svokölluðu "hægrimenn" á. Ætluðu vinstrimenn að banna áhættutöku og hver átti að dæma um hana? banna viðskipti við útlönd til að koma í veg fyrir að menn kæmust í ódýr millibankalán? eða halda landinu á steinöld með viðskiptaþvingunum eins og Kúba og Norður Kórea?
Kreppur eru aðferð markaðarins til að ná jafnvægi þegar menn fjárfesta í óarðbærum verkefnum færa þannig fjármagn og verðmæti frá arðbærum verkefnum. Kreppan í dag er leiðrétting á inngripum ríkistjórna af mörkuðum.
Jón Ásgeri hefði aldrei tekið þá áhættu sem hann tók ef allt hans hefið legið undir en þar sem ríkisábyrgði á bönkum demdu öllu á skattgreiðendur gat hann leikið sér eins og lítill feitur krakki í Matador. Vinstrimennirnir sem bjuggu til þetta kerfi þ.e. blandað hagkerfi voru hins vegar fljótir að kenna frjálshyggjunni um allt enda aldrei haft haldbær rök gegn henni. Hvar eru hins vegar rökin fyrir því að þetta sé frjálshyggju að kenna? hvergi.
Landið (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 02:23
að heyra menn segja að frjálshyggja sé ekki um að kenna er eins og að hlusta á afdankaða kommúnista verja Sovétríkin með þeim rökum að það hafi aldrei komist á koppinn sannur sósíalismi, vitleysa. Desperat menn sem geta ekki kyngt hruni stefnu þeirra.
Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:34
Jón Skafti Gestsson við þig þarf að segja þetta: Á Íslandi hafa ríkisútgjöld aukist stórkostlega undanfarin ár og sem hlutfall af landsframleiðslu er samneyslan orðin um og yfir helmingur af vergri landsframleiðslu. Slíkt þjóðfélag er eins sósíaldemókratískt og hugsast getur. Ofríki stjórnvalda undanfarinna ára á ekkert skylt við frjálshyggju. Efnahagskreppan í heiminum er bein afleiðing af sósíalískum inngripum stjórnvalda á Vesturlöndum. Hið blandaða sósíaldemókratíska hagkerfi hefur beðið fullkomið skipbrot. Hins vegar lifir frjálshyggjan - hugmyndafræðin um einstaklingsfrelsi og lítil ríkisafskipti mun að lokum verða megin hugmyndafræði um allan heim, einfaldlega vegna þess að hún byggir á grundvallarkenningum hagfræðinnar. Hugmyndir um blandað hagkerfi eru skrumskæling á kenningum hagfræðinnar - nauðgun á fræðigreininni.
Stefán (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 00:19
Það mætti einhvern tíman koma einhver rök frá mönnum eins og Jóni Skafta. Það loðir þó oft við menn sem eru rökþrota að þeir grípa til gífuryrða og órökstuddra fullyrðinga.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.