Hlutdrægur fréttaflutningur

Nú eru pólitíkusar búnir að þagga niður í lögfræðingum Seðlabankans, enda mega þeir ekki vera á öndverðum meiði við sósíalistastjórnina - andóf er litið alvarlegum augum. Seðlabankanum er væntanlega gert skylt að koma með yfirlýsingu um að allt sé í stakasta lagi og síðan eru hinir þægu fjölmiðlar látnir flytja boðskapinn. Stjórnarhættir hér á landi eru farnir að minna ískyggilega mikið á það sem tíðkaðist í svokölluðum alþýðulýðveldum.


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Ummæli Árna í garð lögfræðinga seðlabankans í gær voru svo gjörsamlega út úr kortunum að maðurinn á tafarlaust að segja af sér.  Samfylkingin er tilbúin að láta taka þjóðina í ósmurt ras..... til þess að komast í Evrópusambandið. 

Baldur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta er dapurlegt ástand.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.7.2009 kl. 13:32

3 identicon

Ehemm... hefur þetta ekki alltaf verið svona? Hvernig gátu annars öll þessi ósköp átt sér stað án þess að embættismenn væru meðvirkir í plottinu? Skiptir ekki máli hvað flokkurinn heitir sem stýrir, þetta er alltaf á sama veginn. Svona er Ísland. Gegnumrotið af meðvirkni og spillingu. Wake up and smell the coffee!!

Jón (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:03

4 identicon

Því miður hefur þú rétt fyrir þér Jón. Það virðist ekki skipta máli hver er í stjórn og hver í stjórnarandstöðu það er alltaf sama þvaðrið og rifrildið. Mér finnst það til skammar að menn geti ekki unnið saman af heilindum landi og þjóð til heilla. Hvaða máli skiptir það hvort góð hugmynd eða laust kemur frá Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinstri Grænum eða Borgarahreyfingunni? Menn verða að geta horft á lausnina og metið hana án tillit tils hvaðan hún kemur.

Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei verið hrifinn af Davíð og meira að segja þótt hann leiðindafrekjuhundur. Afhverju læt ég þetta uppi núna? Jú af því ég sá Davíð í Málefninu og fannst hann komast nokkuð vel frá því. Hann skýrði ýmislegt fyrir mér allavega og finnst mér sjálfsagt að láta reyna á það hvort við berum í raun nokkra ábyrgð á ICEsave. Skv. tilskipuninni (allavega eins og Davíð sagði frá því) þá er ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innlána og alls ekki ríkisábyrgð á einkabönkum.

Látum reyna á lögin, ef það er rétt sem Davíð og fleiri segja að þetta sé svona og skv. tilskipun ESB eða EES þá erum við laus allra mála. Bretar og fleiri verða jú að fallast á eigin lög.

Já og til áréttingar er ég ekki Sjálfstæðismaður og hef aldrei kosið þann flokk en það er ekki þar með sagt að það sé ekkert í þá varið. Það er gott fólk í öllum flokkum og það eru líka leiðindaskarfar í öllum flokkum. Hættið að einblína á flokkinn og farið að vinna eins og fólk að því að koma landinu í rétt horf.

Burkni (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband