Málamyndaandstaða

Það þarf vart að velkjast fyrir hugsandi fólki að stjórnarflokkarnir eru búnir að koma sér saman um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Ríkisábyrgðin vegna Icesave-samninganna er forsmekkurinn. Nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að skila inn aðildarumsókn. Guðfríður Lilja var með eitthvert málamyndaandóf í því máli, en vart þarf að velkjast í vafa um að Steingrímur formaður er búinn að svínbeygja hana. Þau munu ekki þora að ganga gegn formanninum, hvorki hún né Atli Gíslason. Við stjórnarmyndunina hafa átt sér stað helmingaskipti Vinstri grænna og Samfylkingar.

Frjálslynt fólk hlýtur að óa við því hvað Vinstri grænir eiga að fá í staðinn fyrir að leyfa Samfylkingunni að koma Íslandi inn í sambandsríki Evrópu.

Hafi fyrri helmingaskiptastjórnir verið slæmar munu þessi býti verða hin verstu af öllum.


mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband