6.7.2009 | 11:12
Dæmd til að mistakast
Að sjálfsögðu munu gjaldeyrishöftin ekki koma að neinum notum við að styrkja gengi krónunnar þegar til langs tíma er litið. Menn munu finna leiðir fram hjá öllum höftum af þessu tagi og ráðamenn munu þá keppast við að herða reglur og viðurlög. Jafnvel þó svo að lögð yrði dauðarefsing við brotum á gjaldeyrishöftum er næsta víst að þau myndu ekki verða að neinu gagni, því pólitíkusar geta ekki stjórnað frjálsum markaði. Sá stjórnmálamaður sem ætlar að stýra markaðnum stendur frammi fyrir tveimur valkostum: Segja af sér eða taka sér alræðisvald.
Við skulum vona að núverandi stjórnvöld velji fyrri kostinn.
Gjaldeyrisbraskarar græða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki ljóst að stjórnvöld völdu seinni kostinn? Eða hvað kallast það þegar ríkið ræður öllum helstu viðskiptabönkum, langflestum stórum og millistórum fyrirtækjum beint eða óbeint, fyrir utan opinbera stjórnsýslu sem þandist út? Sérstök lög ýta kröfuhöfum og samkeppnisaðilum frá, ásamt því að haftalögin gæta þess að allar upplýsingar flæða um ríkishendur, þær sömu og ákveða hver fær hvað.
Frjáls markaður og samkeppni á engan möguleika í þessu. Jarðfræðingurinn ræður!
Ívar Pálsson, 6.7.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.