Hafði lög að mæla

Það er næsta víst að betur væri komið fyrir þjóðinni hefðu stjórnmálamenn hlýtt umvöndunum Davíðs Oddssonar. Davíð varaði ítrekað við hættunni á hruni fjármálakerfisins, en ráðamenn daufheyrðust við varnaðarorðum þeim.
mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Davíð var ekki garðyrkjumaður...hann var Forsætisráðherra og varaði ekki við neinu á meðan Björgólfur fékk sitt..hann varaði hinsvegar oft við eftir hrun og síðast í dag.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nefnið hér eina einustu heimild fyrir því að Davíð hafi varað við hruni fjármálakerfisins.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þið Frjálshyggjumenn eru blindari en blindustu Stalínistar voru á sínum tíma.

Mér er rétt sama hvað Davíð Oddsson blaðrar á meðan ekki eru til neinar einustu heimildir fyrir því að hann hafi gert nokkuð skapaðan hlut að viti nema að hækka sín eigin laun og lífeyri á meðan hann hafði völdin, bæði sem forsætisráðherra og Seðlabankastjóri.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jón Bragi Síðast þegar greint var frá því fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan þá var sagt að Davíð hefði ekki enn þegið nein eftirlaun samkv eftirlaunafrumvarpinu. Þessari frétt var ekki mótmælt á þeim tíma svð að ég hneigist til að trúa því sem þar var sagt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það kom fram í fjölmiðlum að Davíð hefði keypt bílinn sem hann hafði til afnota sem Seðlabankastjóri á yfirverði, þegar hann lét af störfum, svona gera ekki nema heiðursmenn.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.7.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband