Farið hefur fé betra

Það er vel ef hinn ofstækisfulli saksóknari Vinstri grænna ætlar að hafa sig á brott. Hún hefur nú þegar spillt fyrir störfum saksóknarans með ógætilegum yfirlýsingum. Norska frúin var búin að kveða upp úr um sekt manna áður en hún hafði kannað málið. Slík vinnubrögð eru ólíðandi og hafa ekki tíðkast hér á landi. Þeir sem rannsaka mál þurfa að gæta jafnt að því sem lítur að sekt og sakleysi. Það ein af grundvallarreglum þess sakamálaréttarfars sem hér er við lýði. Því má ekki varpa fyrir róða í þágu pólitískra stundarhagsmuna þeirra sem vilja sefa blóðþorsta almennings.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

sýnist þessi færsla vera lítið annað en pólítískur áróður gegn VG og fellur þar af leiðandi um sjálfa sig.

Skyldi þó aldrei vera að þú/þið séuð tengdir þessu liði sem þarf að rannsaka.

Skríll Lýðsson, 10.6.2009 kl. 15:09

2 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:11

3 identicon

Já kemur ekki á óvart að þið hafið þessa skoðun á henni! Þið vilduð auðvitað halda áfram á sömu spillingar brautini! Ljúga og stela af fólki í nafni frjálsræðis!

óli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:45

4 identicon

Er ekki doldið athyglisvert að í hvert sinn sem einhver leyfir sér að gagnrýna Evu Joly að þá er viðkomandi sakaður um annarlega hagsmuni? Mér sýnist höfundur færslunnar hér að ofan einungis vilja vekja athygli á því að ekki megi vega að stoðum réttarríkisins í þágu stundarhagsmuna, sama hversu reiðir menn séu. Hafi lögbrot verið framin í tengslum við bankahrunið þá hlýtur grunur um slíkt að berast viðeigandi rannsóknaraðilum. Réttarkerfið er vissulega gallað, en það er ekki meingallað og ef við treystum ekki á lögin og réttvísina og ætlum bara að hengja menn án dóms og laga, líkt og Eva Joly, þá er voðinn vís.

Sveinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:53

5 identicon

sérstakur á auðvitað að sitja einn að rannsókn sérstakra..

zappa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:54

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hundruðir milljarða eru horfnir og þér/ykkur finnst að það eigi kyrrt að liggja !!!

Í mínum huga er augljóst að þú/þið þekkið einhvern sem sæta átti rannsókn.

Ef Eva Joly fer, hverfur síðasta von almennings um réttlæti. 

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 16:10

7 identicon

ekki hef ég mikið álit á íslenskum almenningi ef hann leit á Evu Jolý sem "von um réttlæti"

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:16

8 identicon

Af hverju í ósköpunum getið þið ekki skammast ykkar? Siðleysið er algjört.

Rósa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:21

9 identicon

rósa: fyrir hvað á hver á skammast sín? hver er siðlaus? af hverju eru menn siðlausir? er það ekki siðleysi að segja menn vera glæpamenn án þess að hafa rannsakað mál?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:37

10 identicon

Svona þegar ég fer að hugsa það þá þá ekki að gera þessu frjálshyggjufélagi það til geðs að vera að pirra sig á þeirra bjánalegu skoðunum. Það verður ALDREI slakað á fíkniefnalöggjöfini,ekki á skotvopnalöggjöfini og heilbrigðiskerfið verður ALDREI einkavinavætt.

Það skiptir engu hvað þið rausið og röflið strákar. Það hlustar engin lengur!

óli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:44

11 identicon

Einu peningarnir sem hérna eru horfnir eru þeir sem fóru til hennar og "hlutlausa" aðstoðarmannsins hennar... Hvað hefur hún þegið mikil laun? Hvað hefur hún gert sem innlendir aðilar hafa ekki getað gert? En öllum finnst það víst í himnalagi að ráða vanhæfan ráðgjafa, heilaþvotturinn er þvílíkur. Farið hefur fé betra.

Halldór (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:45

12 identicon

óli: Takk fyrir að hlusta, þú og þínir líka vilja fjötra fólk, eru á móti því að fólk geti keypt sér áfengi úti í matvörubúð, voru á móti bjórnum, voru á móti frjálsu útvarpi, viljið bara helsi og ánauð einstaklinganna.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:59

13 identicon

Nei ekki rétt hjá þér. Ég er 40 ára gamall og hef nú kosið d lista oftar enn aðra. Ég var ekki á móti bjórnum og frjáslsar stöðvar eru gott mál Vín og bjór vill ég ekki í matvörubúðir,veistu hversvegna? Álagning ÁTVR er 12 til 15% Hver yrði álagning í búðunum? Viltu borga meira fyrir bjórinn þinn? Þetta er staðreynd.

óli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:11

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er sorglegt að lesa þetta blogg.  Endurspeglun á þeirri firringu sem einkennir nokkra Íslendinga.  Þið eruð bara skíthræddir við Evu Joly og ég vona innilega að hún rannsaki allt heila klabbið og þá yrði ég ekki hissa þótt einhver ykkar, sem viljið hana burt, verði í slæmum málum. 

Og að tala um launin hennar sem einhvern bagga en verja í sömu andrá útrásarvíkingana.... ömurlegur málflutningur !

Ég segi eins og Óli hérna fyrir ofan.... maður á ekki að leggja það á sig að lesa svona fáránleg skrif, hvað þá að pirra sig á þeim. 

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 17:51

15 identicon

Verður hún ekki bara að hætta fyrst hún er kominn á Evrópuþingið fyrir franska kommúnista?

Halldór (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:54

16 identicon

Anna: firring? er það ekki firring að lýsa menn glæpamenn án þess að neinar sannanir liggi fyrir um slíkt? Sér er hver nú firrtur.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:58

17 identicon

Var hún ekki á ofurlaunum þessi Eva Joly???

Helga (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:59

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú frjálshyggjumaður sem ekki þorir að skrifa undir nafni.

Hundruðir milljarða hurfu.  Hvert fóru þeir ?  Það er vitað að eigendur bankanna búa í villum erlendis og eiga fullt af peningum á leynireikningum á Tortola og víðar.  Eigendur bankanna spiluðu þannig með peninga að við, Íslendingar, erum rúin trausti og stórskuldug.  Eiga þeir að halda áfram að lifa í vellystingum meðan við borgum brúsann ?  Eða gæti verið að þú sért svo skynsamur að ætla þeim að taka einhverja ábyrgð á gjörðum sínum ?  Það hefur enginn verið sakfelldur en það vita allir Íslendingar, sem hafa kollinn í lagi, að glæpur hefur verið framinn.  Þú blóðmjólkar ekki milljarða út úr banka og lætur þig svo hverfa og ætlast til að aðrir borgi fyrir þig. 

Og þótt við vitum bæði að enginn hefur verið sakfelldur (þótt nokkrir hafi réttarstöðu grunaðra), af hverju er þér svo mikið í mun að málið verði ekki rannsakað ???????

HRÆDDUR ?

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:06

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eva Joly er með 1,5 mkr. á mánuði skv. fréttum stöðvar 2.

Það eru ekki miklir peningar miðað við sukk Íslendinga undanfarin ár og í raun smáaurar ef hún nær árangri og nær að endurheimta eitthvað af "ránsfengnum".

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:08

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og svo held ég að hún ætli að vera áfram. 

GOTT Á YKKUR !

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:11

21 identicon

Nú hefur sérstakur saksóknari einhver mál til rannsóknar. Eva Joly fullyrti að afbrot hefðu verið framin. Í íslensku réttarfari leyfa menn sér ekki að tala með þessum hætti - enda njóta sakborningar mannréttinda. Á Íslandi ber rannsóknaraðilum að líta jafnt til þess sem leitt getur til sektar og sýknu sakborninga - það er ekki þeirra að dæma. Við búum ekki við rannsóknarréttarfar, eins og þú virðist aðhyllast. Þá hlýtur það að gera hana alvarlega vanhæfa að hún situr á Evrópuþinginu fyrir franskan sósíalistaflokk. - Hún er í bullandi pólitík og hatast við alla bisnessmenn. Það fellur vel að skoðunum Vinstri grænna.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:16

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef þú kemur heim til þín og sjónvarpið, tölvan og sófasettið er horfið, gæti þú hugsanlega hafa verið framin stuldur ?

Það er borðleggjandi að einhverjir hafa framið glæp þegar 1200 milljarðar, sem lagðir voru inn á bankareikninga á undanförnum þremur árum, hverfa bara..... sisvona. 

Sérstakur saksóknari er íslenskur, ráðinn af Birni Bjarnasyni og ég persónulega treysti því ekki að hann hafi bolmagn í þessa rannsókn.

Hlutleysi er best gætt með því að ráða erlenda sérfræðinga.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:31

23 identicon

Það má vel hugsast að erlendir sérfræðingar geti komið að gagni við rannsókn þessara mála, en Guð forði okkur frá ofstækisfullum norskum sósíalistum, sem virða ekki íslenskt réttarfar.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:33

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ofstækisfullum norskum sósíalistum ?  Hefur þú einhvern tíma hitt Evu Joly ?

Þú fellir hér sleggjudóma.

Guð forði okkur frá því að þú sért dómari. 

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:38

25 identicon

Það er ofstæki fólgið í því að lýsa yfir sekt manna án þess að rannsaka mál. Eva Joly hefur viðhaft mjög ógeðfelldan málflutning.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:09

26 identicon

Held að Anna ætti að velta því fyrir sér hvað hún kemur illa út úr samtalinu hér að ofan. Hún virðist sannfærð um að allir sem trúa á það að virða eigi réttarfarsreglur í landinu (sbr. Saklaus uns sekt er sönnuð fyrir réttum dómstólum), séu á einhvern hátt viðriðnir bankahrunið eða hafi eitthvað að óttast af Evu Joly. 

Þá virðist hún ekki átta sig á muninum á milli peninga og verðmæta. Peningar eru aðeins ein birtingarmynd verðmæta. Peningar hverfa ekki, en verðmat breytist, og venjulegast er ekki um glæp að ræða, þó að verðmæti falli í verði.

Svo er alveg fáránlegt að ætla það að hér verði engin rannsókn án Evu Joly. Sérstaki saksóknarinn hefur bara staðið sig prýðisvel, í erfiðu starfi, sem hefur verið gert ennþá erfiðara vegna óskhyggju og draumóra manna í tengslum við þessa ágætu konu.

Áður en Anna fer svo að atyrða mig: 1) Ég er ekki bankamaður eða skyldur neinum slíkum, né heldur þarf ég að óttast rannsókn, 2) Mér finnst sjálfsagt að farið sé ofan í saumana á öllum þessum málum, og að þeir sem fundnir verða sekir fari í fangelsi. Ég vil þó ekki dæma menn áður en rannsókn hefur farið fram og dómstólar hafa farið yfir málin. Þannig er ekki gert í vestrænum lýðræðisríkjum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:36

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það þarf ekki Evu Joly til, til að öllu venjulegu fólki þyki líklegt að glæpir hafi verið framdir.  Face it.  Kannski erum við flest ofstækisfull bara af því að okkur þykir óeðlilegt, ósiðlegt og örugglega ólöglegt hvernig örfáir menn hafa mergsogið fé úr sameiginlegum sjóðum okkar.

Eða......

Kannski er mestu öfgana að finna hjá þeim aðilum sem láta stjórnast af gengdarlausri græðgi. 

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 19:41

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jóhannes.

Viltu meina að 1200 milljarðar, sem lagðir voru inn á bankareikninga Icesave s.l. tvö til þrjú ár hafi bara gufað upp í hlutabréfaviðskiptum ?  Eigum við að trúa því að stjórnendur bankanna hafi verið svona vitlausir í fjármálum ?   Útskýrðu líka, fyrst þú ert svona klár,  hvaðan peningarnir komu sem útrásarvíkingarnir notuðu til að kaupa sér flugvélar, glæsivillur, snekkjur osfrv. ?  Hvaðan komu peningarnir sem notaðir voru til að flytja heilu farmana af Íslendingum á 5 stjörnu hótel í Kína svo dæmi sé tekið ?   Komu þeir hugsanlega úr bönkunum sem síðan fóru á hausinn og sem við eigum nú að greiða fyrir ?

Og er það virkilega ykkar skoðun að Íslendingar séu hæfir til að rannsaka þann ósóma sem viðgekkst hér undanfarin ár og sem fjölmargir eru viðriðnir, HLUTLAUST ?  Þið hljótið að vera að grínast.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 19:51

29 identicon

Og ég tók blogginu sem flottri kaldhæðni.

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:00

30 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér í því að 1200 milljarðar hafi gufað upp? Voru þeir ekki nýttir, líkt og ca. 90% af öllum peningum sem bankar taka í innlán til þess að veita útlán með veðum? Hvaðan heldur þú að allar þær eigur sem eiga að duga fyrir 75-95% af IceSave reikningnum eigi að koma? Þú reiknar bara í öðrum dálkinum greinilega, sem er því miður býsna algengt á Íslandi. 

Það að kaupa sér snekkjur, einkaþotur, eða að flytja menn til gulláts í Kína er ekki ólöglegt. Löstur er ekki glæpur. Þessir menn voru á háum launum, og lifðu eftir því, hvort sem að þeir áttu þau laun skilið eða ekki. Þú ert jafnframt að væna menn um fjárdrátt, sem er býsna alvarleg ásökun. Þangað til þú hefur grjótharðar sannanir fyrir því að um slíkt hafi verið að ræða, þá ættirðu að forðast að dylgja um sekt eða sakleysi manna með tilvísun til hégóma manna. Það er ekki nóg að segja, en "peningarnir gufuðu upp" og "hvað með þoturnar og snekkjurnar". Það eru ekki bein orsakatengsl þar á milli.

Til þess er verið að rannsaka málið, að komast til botns í því hvað gerðist, og hvort að lög hafi verið brotin, komast að staðreyndum málsins. Tilgangur rannsóknar er ekki að sakfella menn, eða finna sökudólga. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:29

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þettta færir manni heim sanninn um að sumir vilja ekki láta skoða málin og náið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2009 kl. 20:38

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Of náið átti að standa hér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2009 kl. 20:38

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kann vel muninn á debet og kredit Jóhannes.  Miðað við fréttaflutning, og ef 95% skuldarinnar innheimtist, gæti besta hugsanlega niðurstaða fyrir íslenska þjóð verið tap upp á 33 milljarða.  þrjátíuogþrjú þúsund milljónir !!!  Það er drjúgur skildingur og myndi t.d. duga fyrir launum Evu Joly í næstum tvöþúsund ár.

Og Jóhannes.  Að sjálfsögðu eru menn saklausir uns sekt er sönnuð.  EN.  Nú eru nokkrir komnir með réttarstöðu grunaðra og því er það ekki bara í kollinum á mér að líklega hafi verið framin lögbrot.  Við hljótum að geta verið sammála um að gott sé að rannsaka málin og komast að niðurstöðu;  sekir eða saklausir.  Eða hvað

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:18

34 identicon

Halló Frjálshyggju bullukollur Er ekki allt í lagi hjá ykkur?? Þessi Eva er ekki saksóknari og henni er eins og öðrum heimilt að hafa skoðanir. Það liggur fyrir að það VAR STOLIÐ OG SVIKIÐ. Enn auðvitað þarf að sanna þetta á þá. Hvernig var það með Saddam td lá það ekki fyrir að hann væri sekur fyrir réttarhöldin?

Það að kalla alla þá sem finna að geðveikis ruglinum sem var í gani hérna VG eða komma er bara barnalegt. Hugsið ykkur bara ruglið. Við vorum að flytja inn meira að Range Rover hingað enn flutt var inn til allra hinna norðurlandana SAMANLAGT!

Það hefði auðvitað verið í lagi ef menn hefðu haft efni á þessu enn það var ekki þannig. Ég hef margsinnis kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég var svikin og tekin í rassgatið af ykkur. Þvílíkur spillingar glæpaflokkur,eigum við að tala um Fl eða Landsbankann td? Nú eða undirhöku offitusjúklingin sem er þarna í Kópavogi að misskylja e h um dótturfélög! Hvernig getið þið varið þetta rugl og geðveiki hérna??

óli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:25

35 identicon

Jú, við getum auðvitað verið sammála um það, það þarf að komast til botns í þessum málum öllum. Það má hins vegar ekki ana að neinu. Grunur er ekki sekt, ákæra er ekki dómur. Réttarstaða grunaðra er veitt til þess að tryggja réttindi þeirra sem grunaðir eru við yfirheyrslu, en ekki til þess að varpa á þá brennimarki gruns um afbrot.

Ef hér tekst illa til, þá gæti það valdið djúpum sárum á íslenskri þjóðarsál. Gildir það jafnt um það ef sekir menn eru sýknaðir, og ef saklausir menn eru dæmdir sekir. Framganga Evu Joly, sem fullyrti í kvöld skv. mbl.is að við myndum geta fengið allan peninginn til baka í formi þess sem hefði verið falið... En hvað ef það kemur í ljós að það var enginn peningur falinn, hvað ef það kemur í ljós að allir þeir sem hún virðist vera svo sannfærð um að séu sekir eru saklausir? Það eru nákvæmlega yfirlýsingar af þessu tagi, sem geta ónýtt rannsókn. Þess vegna er verið að gagnrýna hana, ekki af því að það megi ekki eitthvað koma í ljós eða að það megi ekki skoða málin of náið, heldur einmitt vegna þess að við verðum að geta treyst því að réttlæti en ekki hefnd hafi ráðið för þegar gert var upp við hrunið. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:17

36 identicon

Gott að eiga hugsjónamenn eins og ykkur sem berjast fyrir framgang mannkynsins.

Lögleiðum dóp.

Brennivín í búðir.

Og umfram allt heftum frelsi fólks til að vita hvað aðrir hafa í laun.

Þetta eru sko alvöru baráttumál!

marco (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:20

37 identicon

Mér er bara fyrirmunað að skylja hvað þú ert að fara Jóhanes. Hver er að heimta hefnd? Hver er þín skoðun? viltu nú ekki bara deila því með okkur? Þú mátt hafa skoðun þú veist það er það ekki? Helduru að menn hafi verið að fremja glæpi? Nú vorum menn td að lokka útlendinga inn í Icesave framm á síðustu klukkustundir þetta liggur fyrir hvað finst þér mum þetta td? Nú eða þegar bankarnir voru að hringja í gamla fólkið og reyna að fá það í peningabréfin og lofuðu því að það væri örugt,svo voru peningarnir notaðir til að kaupa í fyrirtækjum sem voru að fara í þrot. Hvað finst þér um þetta hver er þín skoðun?

óli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:43

38 identicon

Jenny Anna fellur í sama pyttinn og aðrir sem gagnrýna pistilinn: Undirliggjandi er ásökun um að höfundur hans hafi annarlega hagsmuni að leiðarljósi. Pistillinn snýst um nauðsyn þess að virða leikreglur réttarríkisins á erfiðum tímum. Um það ættu flestir að geta sammælst - eða hvað?

Halldór (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:50

39 identicon

Þið ættuð bara að skammast ykkar. Það voruð þið frjálshyggjumennirnir sem komu Íslandi á hausinn. Farið í felur og látið engan sjá til ykkar. Skamm!

Freyr (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:03

40 identicon

Helvítis frjáshyggjan leiddi íslenska þjóð í þetta ástand sem við erum í. Mér er nær að halda að í ykkar hópi séu einhverjir sem eitthvað hafa að fela og þakka fyrir liðsinni Evu og vona að þeir sem brotið hafa lög og leitt með því þetta hrun yfir þjóðina verði dregnir til saka.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:34

41 identicon

Björn: Hér var engin frjálshyggja við lýði, eða "helvítis frjáshyggjan" eins og þú orðar svo smekklega. Það getur ekki talist í anda frjálshyggju að stórauka ríkisútgjöld ár frá ári og láta ríkissjóð tryggja allar innstæður í bönkum. Það var sósíalisminn sem leiddi kreppuna yfir heiminn með stórkostlegum ríkisafskiptum og ríkisumsvifum. Lausnarorðið er frelsi.

Halldór (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:39

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór.

Ertu með bundið fyrir bæði augu ?  Kannski voru Davíð og Halldór svona miklir sósíalistar, hvað veit ég um það ?  En það voru Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem einkavæddu bankana til vina sinna OG settu regluverkið sem unnið var eftir.  Því munum við aldrei gleyma.

Anna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 08:20

43 identicon

Anna og Björn. Takið eftir því hvað þeir eiga erfit með að koma með bein svör á móti. Ég spyr þennan Jóhanes nokkura spurninga og hann veit ekki hvað hann á að segja! Þetta eru soddan bullukollar. Hannes Hólmsteinn er búinn að vera að segja þeim hvað er rétt og rangt og þeir éta það upp eftir honum sem hann segir.

Þessir drengir eiga feður sem tóku virkan þátt í að ræna þjóðina og eru að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði ransakað. Sjáið bara viðbjóðin allan í kringum Goldfinger perran í Kópavogi,það sem hann er búin að vera að gera nýtur stuðnings alls flokksins. nú og styrkirnir frá fl og landsbankanum. Alveg tær viðbjóður. Enn það er langt í að þessi spilti flokkur komist aftur að kjötkötlunum það er á tæru!

óli (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:55

44 identicon

Frelsi frelsi! Lausnarorðið er frelsi! Þetta helvíti er eins og trúarbrögð! Við skulum skoða frelsis viðbjóðin aðeins betur. Frelsi til að selja eiturlyf svo fleri geti eyðilagt líf sitt og annara. Frelsi til að borga þau laun sem þeim sýnist til að festa fólk í eymd og volæði. Frelsi til að þeir sem eiga peninga geti notað spítala. Frelsi til að aðeins þeir ríku geti farið í háskóla.

Þetta er svo ruglað að það hálfa væri nóg. Sjáið td frjálshyggjuna hjá Bandaríkjamönnum. Stelpa sem er í lífshættu við að eiga barn má ekki fara í fóstureyðingu,enn byssur eiga allir að geta keypt! Kynlífsfæðsla í skólum er bannorð og það að krakkarnir frói sér er stórmál fyrir þeim! Þetta frelsi vilja þeir setja hérna á okkur!

óli (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:10

45 identicon

Óli: Ég svaraði þér ekki af þeirri einföldu ástæðu að ég á mér líf utan internetsins, og hef ekki kíkt á þessa síðu síðan ég setti inn mitt síðasta svar í gær. Mér sýnist þú heldur ekki vera svaraverður. Þú hefur ekki hugmynd um það hvað felst í frelsi eða frjálshyggju, en leyfir þér að alhæfa eftir röngum dæmum frá Bandaríkjunum. Þá reynirðu að draga alla frjálshyggjumenn í einhvers konar illmennskudilk. 

"Þessir drengir eiga feður sem tóku virkan þátt í að ræna þjóðina og eru að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði ransakað." Hvað veist þú um það? Ekki er ég í þessum hópi. Pabbi minn kom hvergi nálægt bankahruninu, og ekki er hann útrásarvíkingur. Málið er það að þið öll, Anna, Jenný, óli, og allir hinir sem koma hingað með fúkyrðaflaum virðast ekki átta ykkur á aðalatriði málsins: Eva Joly er EKKI grundvöllur þess að rannsókn fari fram eða að hún verði trúverðug. Ítrekaðar yfirlýsingar hennar í fjölmiðlum eru raunar þess eðlis að það minnkar trúverðugleika rannsóknarinnar, sem verður að vera hafin yfir allan vafa! Sjáið bara það sem er að gerast í rannsóknarnefndinni, þar sem sakleysisleg ummæli í bandarísku skólablaði valda þvílíkum usla, af hverju? Jú, af því að ummælin gefa til kynna ákveðinn bías sem á ekki að vera til staðar í hlutlausri rannsókn. Öll ummæli um að við sem gagnrýnum Evu Joly séum með annarleg sjónarmið dæma sig sjálf.

"Sjáið bara viðbjóðin allan í kringum Goldfinger perran í Kópavogi,það sem hann er búin að vera að gera nýtur stuðnings alls flokksins." Ég veit ekki betur en að VG hafi þegið styrk frá Goldfinger.

Þetta verða mín síðustu ummæli á þessa síðu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:39

46 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

OG settu regluverkið sem unnið var eftir

Er þetta regluverk ekki samkvæmt EES samningum, tekið beint úr reglugerð ESB?

Var það ekki Jón Baldvin sem sá um þessa samninga á sínum tíma?

Ef þú kemur heim til þín og sjónvarpið, tölvan og sófasettið er horfið, gæti þú hugsanlega hafa verið framin stuldur ?

Það gefur þér ekki réttindi að hlaupa út fyrir hússins dyr  og benda á næstu manneskju sem þú sérð og saka viðkomandi um stuldinn, ekki satt?

Það er gallinn við þetta mál allt saman, vissulega er mikið af þessu sem hefur gengið á hér siðlaust en því miður þá er það ekki endilega ólöglegt.

Persónulega er ég sammála Evu Joly að hér þurfi að stórbæta rannsóknarferlið, bæta við þessum lögmönnum og efla þessi embætti sem eru að skoða þessi mál, einnig þarf að passa að enginn sem vinnur í þessum málum hafi einhver hagsmunatengsl.

En ég er einnig sammála því að hún þarf að passa sig að vera ekki að saka fólk um að vera glæpamenn án þess að sekt sé sönnuð, því ef við hendum frá lögum eftir hentisemi þá erum við ekkert betri en þetta siðlausa fjármálalið sem kom landinu niður á kné.

Helvítis frjáshyggjan leiddi íslenska þjóð í þetta ástand sem við erum í.

Að mínu mati þá er þessi fullyrðing ekki rétt, það var ekki frjálshyggja sem kom okkur í þetta, það var siðlaust fólk, lélegt regluverk ásamt lélegu eftirliti.

Jú, við getum auðvitað verið sammála um það, það þarf að komast til botns í þessum málum öllum. Það má hins vegar ekki ana að neinu. Grunur er ekki sekt, ákæra er ekki dómur. Réttarstaða grunaðra er veitt til þess að tryggja réttindi þeirra sem grunaðir eru við yfirheyrslu, en ekki til þess að varpa á þá brennimarki gruns um afbrot.

Verð að vera sammála Jóhannes hér, verst að þetta tekur svona langann tíma.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.6.2009 kl. 13:04

47 identicon

Merkilegt að kona sem beitir sér fyrir því að gera alþjóðafjármálakerfið eins gagnsætt og autt er skuli hér vera kölluð handbendi VG. Þið, ágæta fólk í Frjálshyggjufélaginu, virðist frekar standa fyrir flokkahyggju fremur en frjálshyggju.

Kristján (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:42

48 identicon

He he komnir í fílu! Það er alltaf þetta VG röfl í ykkur,aldrei hef ég kosið þá. Allan Greenspan,Milton Freedman og dósenthommin ykkar eru bara heimskir aular sem vissu ekkert hvað þeir voru að segja Það er allt að hrynja hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þetta rusl er búið að vera og í fyramálið erum við laus við undirhökuna úr Kópavogi og sennilega verður búið að stinga honum inn eins og Árna Ykkar spilta Jóhnsen eftir svona ár. ykkar gamla fylgi kemur ALDREI AFTUR!

óli (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:31

49 identicon

Þetta er ekki síða á vegum sjálfstæðismanna, heldur frjálshyggjufélagins. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur og hefur aldrei boðað neina frjálshyggju.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 00:45

50 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

ég hef ekki orðið var við að Eva hafi bent á nokkurn eða nafngreint. Það sem ég hef séð er að hún hefur einfaldlega lýst þeirri skoðun sinni að ólöglegt athæfi hafi verið uppi.

Páll Geir Bjarnason, 12.6.2009 kl. 03:39

51 identicon

Úr athugasemd við færslu:  "Mér sýnist höfundur færslunnar hér að ofan einungis vilja vekja athygli á því að ekki megi vega að stoðum réttarríkisins í þágu stundarhagsmuna, sama hversu reiðir menn séu."

Úr færslu höfundar:  "Það er vel ef hinn ofstækisfulli saksóknari Vinstri grænna ætlar að hafa sig á brott. Hún hefur nú þegar spillt fyrir störfum saksóknarans með ógætilegum yfirlýsingum. Norska frúin var búin að kveða upp úr um sekt manna áður en hún hafði kannað málið."

Mér sýnist höfundur einmitt kveða upp sekt og fella dóma áður en hann hefur kannað málið.  Og ekki sérlega málefnalegur í þessum hluta.  Hvern hefur Eva Joly annars lýst sekan?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:14

52 identicon

Þjóðin er gengin af göflunum - étur allt upp eftir einhverjum norskum komma!

Pétur (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:32

53 Smámynd: Kommentarinn

Ég er sammála frjálshyggjumanninum að XD er krataflokkur sem hefur aldrei boðað neina frjálshyggju. Ég er líka sammála óla að það þýðir ekkert að setja áfengi í búðir. Það er ekki af því að Íslendingar séu eina þjóðin í heiminum sem ræður ekki við frjálsa verslun með áfengi. Nei það er af því að gjöldin eru svo há að það gæti engin verslun grætt á því að selja þetta án þess að hækka verð. Þegar kreppan er búin þarf að lækka þessi gjöld og síðan skella þessu í búðir.

Heilbrigðiskerfið má þó aldrei einkavæða. Það hefur bara sýnt sig að það er oft hagkvæmara fyrir alla að hafa suma hluti í forsjá samfélagsins, ss vatnsveitur.

Kommentarinn, 13.6.2009 kl. 14:08

54 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sá sjónvarpsþáttinn um Evu Joly og mér ofbauð nú stundum.

Ég er þakklátur fyrir að þetta Frjálshyggjufélag skuli hafa bloggsíðu svo allir geti séð hvað Eva Joly þarf að fást við hér á landi.

Verið dugleg að skrifa og opna vel inn í sálartetrin ykkar.

Gleymið ekki að nefna kommúnistana.

Árni Gunnarsson, 13.6.2009 kl. 17:05

55 identicon

Ég hygg að þeir sem vilji fá Evu þessa sem landsstjóra ættu að hugsa sér annan möguleika: Sigla varðskipi til Noregs og lýsa yfir stríði á hendur Norðmönnum. Íslendingar þurfa að gefast samstundis upp og undireins verða Íslendingar teknir undir verndarvæng norsku krúnunnar. Er þetta ekki leið Vinstri grænna?

Kristján (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband