9.6.2009 | 01:25
Skrílræði
Einkennilegt er háttalag húsbrotsfólksins og takmörkuð virðing þeirra fyrir grundvallarréttindum. Siðmenntað samfélag fær ekki þrifist nema eignarétturinn sé virtur. Sem betur fer var lögregla fljót að skakka leikinn í þetta sinn.
Hafa yfirgefið húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Talandi um eignarrétt! Væri þá ekki ráð að Þeir sem eiga þetta hús tækju kannski þær skuldir að sér sem þeir efndu til sjálfur ? Ekki það að mér sé vel við að fólk fari inn í hús annarra þá skil ég samt reiði þeirra fullkomlega.
Brynjar Jóhannsson, 9.6.2009 kl. 02:14
"Siðmenntað samfélag fær ekki staðist nema eignarrétturinn sé virtur." Það er svo sem ekkert nýtt að kjánar telji einkaeignaréttinn heilagan og forsendu siðmenningarinnar. Og að einkaeign sé eini eignarrétturinn sem til sé.
Ég tek undir með þér Brynjar! Það mætti hirða eigur húseigendans uppí þær skuldir sem hann hefur skapað. Þetta hús og önnur. Actavis og önnur fyrirtæki.
Einkaeign er glæpur!
Auðun Gíslason, 9.6.2009 kl. 13:46
Brynjar, þú virðist ekki upplýstur. Þú hittir þó naglann á höfuðið með spurningu þinni:
Svarið er það að eigendur þessa húss höfðu tryggingu ríkisvaldsins í bakhöndinni.
Auðun, má ég koma og taka húsið þitt? Auðun, vinsamlegast nefndu dæmi um annars konar eignarrétt en einkaeignarétt, annars fellur málflutningur þinn dauður niður.
Auðun, fyrst einkaeign er glæpur, ætlar þú þá að fara niður á lögreglustöð og játa glæp þinn fyrir að eiga síma, hjól, tösku og stuttermabol? Ef þú átt íbúð, ætlar þú þá ekki líka að afhenda hana lögregluyfirvöldum?
Gammurinn, 9.6.2009 kl. 17:45
Greinilega eintómir vinstri grænir sem réðust inn í húsið í gærkveldi. Þetta er þaulskipulagt hjá þeim til að firra sig og embættismennina ábyrgð á mistökum þeirra.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.