Þjóðnýtingarstefna ríkisstjórnarinnar

Ríkisvæðingarstefna stjórnvalda er grímulaus. Að þessu tilefni er ástæða til að minna á 72. gr. stjórnarskrá. Hún er svohljóðandi:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og í lögum um fiskveiðistjórnun segir, "úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 15:33

2 identicon

Ómögulegt er að tengja hugtakið "sameign þjóðarinnar" eða "Þjóðareign" við eignarréttarhugtakið. Íslenska þjóðin hefur þrátt fyrir ákvæðið (1.gr laga um stjórn fiskveiða) engar lagalegar heimildir að nytjastofnum sjávar á grundvelli eignaréttar. Bæði er hugtakið þjóð, landafræðilega, loðið hugtak og byggir frekar á sameiginlegum menningararf og tungumáli frekar en skýrt afmörkuðum landamærum og auk þess er ljóst að íslensk þjóð sem slík getur aldrei átt aðild að dómsmáli. Í greinagerð með lögum um stjórn fiskveiða er auk þess tekið fram að sameignin sé háð takmörkunum af því sem fullveldisréttur íslenska ríkisins nær til.

Ef við gefum okkur að sameignarhugtakið væri lagalega framkvæmanlegt hver á þá náttúruauðlindina? Þeir sem borga skatt sem fer í að verja auðlindina? Allir með íslenskan ríkisborgararétt? Hvað með innflytjendur? Á innflytjandi frá Tælandi sama rétt og unglingur á Akranesi? Á róninn á Arnarhól sama rétt og verkamaðurinn sem stritar og borgar sína skatta? Verður eignin framseljanleg? get ég selt minn hlut í henni til einhvers annars og á hann þá meira í henni en aðrir.

Það er því nokkuð ljóst að 1.gr. laga nr. 116/2006 er marklaus og fellur því rökstuðningur þinn um þjóðareign niður Steingrímur.

Þá má einnig skoða hvernig veðsetningu hefur veirð háttað á kvóta og styrkir það stoðum undur það að um einskonar eign sé að ræða.

Það er rétt hjá þér frelsi er ekki einskorðað við eignamenn. Frelsi er hugmynd um grundvallaréttindi allra einstaklinga sem sækir heimild sína til bæði sjálfsvarnarréttarins og viðurkenningar á rétti til lífs. Ekki rugla þessu saman við eitthvað ómerkilegt meirihlutaræði því það byggir alltaf á kúgun á minnihlutanum alveg sama hvernig þú útfærir það. Ef þú Steingrímur og meirihluti þjóðarinnar teljið að afnám tjáningarfrelsis sé besta leiðin til að "þjóðin" sem heild hafi það sem best þá er það ekki Frelsi. Málflutningur þinn er því rangur í alla staði.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:51

3 identicon

Þú sagðir orðrétt: "hvernig í ósköpunum er hægt að þjóðnýta eign sem þjóðin á?" (lesið sem þjóðaregin) Ég svara þér og þú svara á móti: "Í fyrsta lagi var ég ekki að tala um þjóðareign"

Svo hvort er það félagi?

Ég get skrifað langan og lærðan fyrirlestur um þetta ákvæði en þeir einstaklinga sem stóðu að ritinu Þjóðaregin segja þetta bara miklu betur og spara mér sporin svo kynntu þér þetta

http://www.rse.is/web/wp-content/uploads/2008/04/thjodareign-bokrse.pdf

Þarna eru nokkrir helstu lögspekingar þjóðarinnar að skrifa um t.d. 1. gr. laga um stjón fiskveiða og niðurstaða þeirra er nokkuð skýr. Málflutningur þinn er því rangur í alla staði.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:18

4 identicon

Ef ég hefði fyrir meira en 20 árum fengið afnot af húsi sem þjóðmundur ætti.  Hann hefði komið til mín og sagt við mig að ég mætti nota húsið í ótilgreindan tíma en það væri skírt tekið fram í lögum að húsið væri hans eign.  Ég færi svo til þriðja aðila og seldi honum þennan afnotarétt, hann keypti afnotaréttinn á verði sem nemur leigutekjum í tvö ár.  Nýji eigandi afnotaréttar seldi svo fjórða aðila afnotaréttinn á hærra verði og þannig koll af kolli næstu ca. 20 árin þar til verðið á afnotaréttinum væri orðið jafn hátt og sem nemur leigutekjum í 15 ár.  Væri sá sem væri handhafi afnotaréttar á þeim tíma þá sjálfkrafa orðin eigandi af húsinu, bara fyrir það að hann borgaði svo hátt verð fyrir afnotaréttinn?  Þjóðmundur væri búinn að leyfa hinum og þessum að vera með húsið í yfir 20 ár án þess að þiggja neina leigu og kæmi svo og segðist vilja fá húsið aftur eftir 20 ár, væri hann þá mjög ósanngjarn?

Þjóðmundur hefði á sama tima (fyrir 20 árum+) lánað einhverjum Jóni annað hús með sama fyrirkomulagi og Jón ákvað í stað þess að selja afnotaréttinn þá leigði hann húsið út til eins árs í einu.  Hann keypti sér sumarhús á spáni og lifði góðu lífi af leigutekjum af húsinu sem Þjóðmundur átti.  Eftir 20 ár sá Þjóðmundur hvað þetta var óréttlátt,  hann lánar Jóni húsið án þess að fá neitt fyrir það og Jón lifir góðu lífi á því að okra á Tobba trillukalli sem borgar fáránlega háa leigu fyrir.   Þjóðmundur er réttlátur og góður maður og segir við Jón að hann taki húsið aftur eftir 20 ár og ætli þá að leigja Tobba trillukalli húsið á sanngjörnu verði.   Er Þjóðmundur ósanngjarn?   Hvort finnst ykkur réttlátara að Þjóðmundur sem á húsið fái hóflegar tekjur af því eða Jón sem á ekkert í húsinu fá óhóflegar tekjur af húsinu?

Björn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 01:17

5 identicon

Vilhjálmur, skiptir réttlæti þig kannski engu máli?  Þú mátt skrifa margar blaðsíður af lærðum fyrirlestrum fyrir mér en það mun aldrei afmá það augljósa óréttlæti sem þetta kerfi er.

Björn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 01:42

6 identicon

Ég átta mig alveg hvað þú átt við Steingrímur en til að hægt sé að ræða um eignarétt á auðlindinni verðum við að hugleiða hugtakið þjóðareign. Í því sambandi hafa Þjóðlendulögin gjarnan verið nefnd en samkvæmt þeim fer íslenska ríkið með umsjón þjóðlenda. Það er ekki rétt að verið sé að taka eignarnámi lönd bænda enda er verið að deila í mestu um afréttir og ítaksrétt og hvar eignarlönd liggja og hversu langt þau ná. Þá er eignaréttur þjóðarinnar á þjóðlendum ekki eiginleg eign og miklu frekar væri að tala um eiginlega eign ríkisins sem fer með yfirráð og umsjón svæðisins.

Þú spyrð aftur um 3. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða og réttilega. Þessi grein var ekki inni í upphaflegum lögum um stjórn fiskveiða heldur kemur hún inn í þau seinna þ.e. eftir að búið var að úthluta kvótanum. Það eitt og sér ómerkir hana ekki en er þrátt fyrir það merki um að hér sé um marklausa yfirlýsingu af hálfu löggjafans ræða. Málið snýst samt fyrst og fremst um það hvort kvótinn sé varinn samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og það hafa margir lögspekingar talið. Hér er klárlega um ófullkomna eign að ræða og ekki má heldur líta fram hjá því að um atvinnuréttindi er að ræða. Ég ætla ekki að fara að copy/pastea upp úr greinum fræðimanna hér en bendi enn og aftur linkinn sem ég póstaði í síðasta svari mínu.

Björn og Steingrímur: Þið takið báðir dæmi þar sem hlutur/verðmæti eru háð fullkomnum eignarétti einhvers. Slíkt á ekki við um fiskinn í sjónum og kemur því enn og aftur inn á hugtakið sameign þjóðarinnar eða þjóðareign. Þar af leiðandi fellur þessi rökstuðningur um lán á hjóli eða húsi niður þar sem hann er ekki sambærilegur. Kjósi þið að nota þessi dæmi verðið þið að sýna fram á að auðlindinn hafi fyrir kvótakerfið verið sameign þjóðarinnar. Ykkur til upplýsinga þá var um hafalmenninga að ræða og allir landsmenn gátu veitt og gátu myndað eign við veiðarnar þ.e. þú átt það sem þú veiðir.

Björn þú vísar í réttlæti og spyrð hvort það skiptir engu máli. Ég er sammála að það skiptir gífurlega miklu máli en furðulegt er það réttlæti að taka eignaupptöku réttindi fyrirtækja sem hafa áunnið sér þau eða keypt og það bótalaust. Þegar Kvótakerfið var sett á var takmörkunin jöfn á alla landsmenn þ.e. ekki mátti lengur veiða ótakmarkað og var veiðin nú einungis háð leyfum um hámarks afla. Hér komum við að úthlutuninni eða því sem margir vísa til sem „óréttlætisins“. Hver á að fá afla úthlutað? Átti að selja hann í upphafi og skapa þannig hreina eign? Þá komum við að matinu á því hver verður fyrir mestu tjóni. Allir landsmenn verða fyrir því tjóni að heimild þeirra til veiða er takmörkuð, við hljótum að vera sammála um það. Nú verða hins vegar útgerðamenn fyrir meiru tjóni en almenningur sem ekki stundar útgerð. Þeir hafa fjárfest í skipum og tækjabúnaði og sitja uppi með rándýrara fjárfestingar sem nýtist þeim ekkert á meðan þeir fá ekki að veiða. Það liggur því í augum uppi að sanngjarnast var að úthluta kvótanum til þeirra sem höfðu fjárfest í atvinnugreininni. Nú má spyrja sig hvort ekki hefði verið réttast að láta þá borga fyrir þetta en hversu sanngjarnt er að láta menn borga fyrir eitthvað sem þeir máttu veiða ótakmarkað af áður og byggðu fjárfestingar sínar á því?

Þjóðmundur og reiðhjólið koma þessu því ekkert við.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:56

7 identicon

Fáránleg rök segirðu en samt virðistu ekkert vita um þetta efni. Þú getur ekki bent á hæstaréttadóma en vísaar óljóst í einhvern dóm sem á að hafa sagt eitthvað. Þú nennir ekki að kynna þér álit helstu lögspekninga landsins á málinu, hvort sem það er sökum leti eða tímaleysis, og gerist svo ósvífinn að kalla rök manna sem þó koma með rök, fáránleg.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem ég ræði þessi mál og ég ætla að setja inn hér samantekt úr áliti sem ég gerði um álit mannréttindanefndarinnar.

Ég ætla að fara stuttlega yfir álitið. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu þann 14. des. 2007 að íslenska ríkið hafi brotið 26. grein sáttmálans (mannréttindasáttmálans) gegn S og E sem fara með málið fyrir nefndina. Málavextir eru í mjög stuttu máli þeir að S og E kaupa kvótalausan bát og fara til veiða án kvóta, eru dæmdir í Hæstarétti 20. mars 2003 og fara þá með mál sitt fyrir nefndina.

Vörn íslenska ríkisins byggir að mestu á því að S og E hafi ekki leitað allra leið á Íslandi áður en þeir fóru út með málið. Auk þess bendir ríkið á að ekki sé heppilegt að reka málið fyrir mannréttindanefnd SÞ þar sem 26. gr. nái ekki yfir umkvörtunarefni sjómannanna.

Meirihluti nefndarinar telur þó að um hafi verið að ræða mismunun á grundvelli eigna með vísan til sameignar þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Því eigi málið undir 26. gr. sáttmálans. Tekið skal sérstaklega fram að nefndin útskýrir aldrei hugtakið „mismunun á grundvelli eigna“ og enn í dag er þetta hugtak óljóst.

Álit nefndarinnar byggir því alfarði á 1.gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en hún hljóðar svo:

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þetta svo kallað sameignarákvæði var ekki í upphaflegum lögum um stjórn fiskveiða en kemur inn seinna sem einhvers konar yfirlýsing. Það fyrsta sem stingur í stúfa er hugtakið „sameign þjóðarinnar“ hvað merkir það? Ómögulegt er að tengja hugtakið ,, sameign þjóðarinnar “ við eignarréttarhugtakið. Íslenska þjóðin hefur þrátt fyrir ákvæðið engar lagalegar heimildir að nytjastofnum sjávar á grundvelli eignaréttar. Bæði er hugtakið þjóð, landafræðilega, loðið hugtak og byggir frekar á sameiginlegum menningararf og tungumáli frekar en skýrt afmörkuðum landamærum og auk þess er ljóst að íslensk þjóð sem slík getur aldrei átt aðild að dómsmáli. Í greinagerð með lögum um stjórn fiskveiða er auk þess tekið fram að sameignin sé háð takmörkunum af því sem fullveldisréttur íslenska ríkisins nær til.

Ef við gefum okkur að sameignarhugtakið væri lagalega framkvæmanlegt hver á þá náttúruauðlindina? Þeir sem borga skatt sem fer í að verja auðlindina? Allir með íslenskan ríkisborgararétt? Hvað með innflytjendur? Á innflytjandi frá Tælandi sama rétt og unglingur á Akranesi? Á róninn á Arnarhól sama rétt og verkamaðurinn sem stritar og borgar sína skatta? Verður eignin framseljanleg? get ég selt minn hlut í henni til einhvers annars og á hann þá meira í henni en aðrir.

Það er því nokkuð ljóst að 1.gr. laga nr. 116/2006 er marklaus og fellur því rökstuðningur mannréttindanefndarinnar. Íslenska ríkið virðist ekki koma inn á eignaréttarþáttinn í vörn sinni og vanrækir að nefna þá staðreynd að þegar lögin eru fyrst sett 1983 var sameignarhugtakið ekki inni og kemur í raun inn seinna sem marklaus yfirlýsing. Heppilegt væri að taka frekar upp orðalag 1. gr. laga nr. 73/1990, 3.gr. laga nr. 57/1998 og 2.gr laga .nr 58/1998 en í öllum þeim tilvikum er rætt um eign ríkisins ekki þjóðareign.

Það vekur líka áhuga að Davíð Þorláksson hdl bendir að sérálitin eru frá vestrænum nefndarmönnum meðan menn frá Kólumbíu, Egyptalands, Túnis, Benín, Ekvador, Máritíus og Perú eru bakvið meirihlutann. Nú þurfa fræðimenn frá þessum löndum ekki að vera verri en aðrir en hafa ber í huga að töluverðir vankantar eru á skilgreiningu á eignarétt í mörgum af þessum löndum og skortur á heilstæðu eignréttarkerfi.

Ég ætla að enda þetta á orðum Sir Nigel Rodley, úr séráliti hans:

,,Also, the Committee's Views seem to be affected, perhaps decisively, by the contextual factor

that the fisheries are the common property of the Icelandic nation. It is not clear to me how the same

facts in another country not having adopted the 'common property' doctrine could then justify the

Committee's arriving at a different conclusion”

Eitt að lokum Steingrímur: Það er enginn að segja að það megi ekki breyta úthlutunarreglunum en þá þarf að bæta þeim það tjón sem eiga kvótan fyrir. Það er að reglur 72. gr. stjórnarskrárinnar gildi.

Gerðu svo okkur báðum greiða og lestu greinarnar á linknum sem ég sendi þér. Það spara okkur báðum mikinn tíma.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 04:33

8 identicon

Steingrímur þú getur ekki afgreitt rök sem rökleysu á þeim forsendum einum að þú hafir aldrei heyrt af lögum sem ekki hafi merkingu eða séu markleysa. Það má nefna sem dæmi lög um ættarnöfn en þrátt fyrir að löggjafinn hafi meinað mönnum að taka upp ættarnöfn, tíðkast þau enn. Þetta er langt í frá eina dæmið um löggjöf sem hefur enga merkingu.

Þú gefur þér svo að þjóðin geti átt einhverja eign en til að svo sé verður að skilgreina hvað þjóðareign er og það hefur ekki enn tekist. Það sem þú ert að rugla saman við þjóðareign er eign íslenska ríkisins. Auðlindir innan landhelgi og efnahagslögsugu Íslands eru háðar fullveldisrétti íslenska ríkisins og valdmörk ríkisins eru bundin af stjórnarskránni. Þess vegna snýst þessi umræða ekki um það hvort það megi breyta kvótakerfinu heldur hvort 72. gr. stjórnarskrárinnar nái yfir fyrninguna. Þú hefur enn ekki komið með nein rök gegn því sem t.d. Sigurður Líndal eða Guðrún segja í sínum greinum og bæði hafa þau fært sterk rök máli sínu til stuðnings. Sigurður bendir t.d. á að um atvinnuréttindi sé að ræða en þau séu varin af 72.gr. stjórnarskrárinnar.

Þú kemur með annað dæmi en reiðhjólið núna og nú er það sumarhús starfsmannafélags. Þú ert ekki sjálfkrafa eigandi sumarhúsanna þó þú greiðir í starfsmannafélag. Þá er ekki heldur hægt að halda því fram að sumarhúsin séu almenningur. Ég viðurkenni fúslega að félagaréttur er eitthvað sem ég hef ekki lesið mig mikið til um og þótti aldrei spennandi og ætla því ekki að fara að vitna eitthvað í hann. Um sumarhúsin gildir þó fullkominn eignaréttur hvernig sem honum er svo skipt ólíkt og með almenning.

Fiskvinnslufyrirtæki töpuðu engum rétti umfram aðra við upptöku kvótakerfisins. Það var ekki verið að meina þeim að vinna sjávarafurðir. Kvótinn var í raun og veru bætur ríkisins til útvegsins sem hafði orðið fyrir miklu tjóni við það að vera meinað að veiða ótakmarkað. Heilli atvinnugrein voru settar miklar skorður og ef þú ætlar að taka kvótann af henni í dag verður að bæta tjónið sem upphaflega var bætt með kvóta.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:18

9 identicon

Þú ert ekki að bæta neinu við þitt mál Steingrímur og endurtekur sömu vitleysuna aftur og aftur. Ég er búinn að rökstyðja mitt mál og vitna í heimildir og efni máli mínu til stuðnings. Ég ætla því að láta staðarnumið hér og leyfa þér að lifa í þínum draumaheimi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 19:36

10 identicon

Jæja Steingrímum þú heldur áfram að rugla í þessu máli. Ég sé mig eiginlega knúinn til að svara þér þó ekki nema til að leiðrétta það sem þú gefur þér að vera mín orð.

Til að byrja með þá vitnarðu aldrei í heimildir máli þínu til stuðnings en vælir yfir því að þurf að lesa heimildir sem aðrir vitana í og þá helst vegna þess að þær sé of langar. Ég skal láta þig vita ef einhvern tíman verður gefin út Bangsimon og fiskveiðistjórnunarkerfið. Þú getur ekki vitnað í einhvern hæstaréttardóm, en þeir hlaupa á þúsundum ef ekki tugi þúsundum, og ætlast til þess að það sé tekið sem gild rök. Auðvitað verður þú að koma með númerið á dómnum eða í það minnst að lýsa honum lauslega.

Þú ruglar enn og aftur saman einkaeign á fiskveiðiauðlindinni og því hvort kvótinn falli undir 72. gr. stjórnarskrárinnar. Það er ekki hreint eignaréttarkerfi á auðlindinn og hefur aldrei verið því miður. Það er ekki þar með sagt að veiðiheimildir útgerða falli ekki undir 72. gr. stjórnarskrárinnar. Það sem ekki er í einkaeign segirðu að sé sameign það er rangt. Þú túlkar orðið eign mjög rúmt og telur að ef menn hafi nýtingarrétt á eign þá séu þeir eigendur hennar. Þú hlýtur þá að eiga almenningsklósett sem þú notar, er það ekki?. Auðvitað er það ekki þannig og fiskveiðiauðlindinn var og er raun enn það sem kallað var hafalmenningur. Íslenska ríkið í krafti

fullveldisréttar síns, sem það reyndar missir ef við göngum í ESB en það er annað mál, setti reglur um veiðar til að vernda fiskistofna í kringum landið. Kvótanum var úthlutað til þeirra er áttu fjárfestingu í atvinnugreininni sem bótum fyrir að þurfa að sæta takmörkunum á veiðum. Veðsetningar á kvótanum(skipum með kvóta), eignaréttarheimildirnar sem þeir njóta og sú staðreynd að um atvinnuréttindi sé að ræða leiða öll að því að um vernd 72.gr. stjórnarskráinnar sé að ræða. Þú hefur ekki komið með nein rök gegn þeim málflutningi og munt líklega aldrei gera.

Þú nefnir stefnu eins fyrirtækis og telur það vera einhver rök, það er það ekki. Hvernig eigendur eins fyrirtækis ákveða að fjárfesta er þeirra mál og kemur þessu kerfi ekkert við. Ef Marel fer á hausinn vegna lélegar fjárfestingar ætlarðu þá að kenna ríkistjórninni um eða stjórnendum fyrir slæma fjárfestingarstefnu? Það er hins vegar reginn munur á því að ríkistjórnin boði aðgerðir sem snúa beint að útgerðum landsins og eru ætlaðar til að koma þeim á koll eða fjárfestingarstefnu einstakra fyrirtækja.

Þú minnir mig dálítið á feitan krakka sem kennir sjoppunni á horninu um fellingarnar á sér en lítur ekki í eign barm og spyr sig hvað hann hafi sjálfur gert rangt. Á meðan þú ert ekki sérfræðingur eða sérfróður um rekstur útgerðafélaga held ég að þú ættir að tjá þig sem minnst um hvað mun koma þeim á hausinn.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband