Ályktun Frjálshyggjufélagsins um nýja ríkisstjórn

Frjálshyggjufélagið hvetur hina nýju ríkisstjórn Íslands til að hefjast þegar handa við endurreisn hins íslenska hagkerfis. Ríflegar skattalækkanir, víðtækur niðurskurður á ríkisútgjöldum og afnám hafta á einkaframtaki þar sem ríkið lögverndar eigin einokunarstarfsemi eru brýnustu aðgerðir þessa verkefnis. 

Einnig þarf að taka peningamálastefnu ríkisins til gagngerrar og róttækrar endurskoðunar og skilja að ríki og hagkerfi. Ríkið á hvorki að gefa út mynt né segja fyrir um hvaða myntir má versla með í frjálsum viðskiptum. Skilyrði fyrir því að skattar séu greiddir í ákveðnum myntum ætti ekki að blanda saman við notkun frjálsra einstaklinga og fyrirtækja þeirra á hvaða myntum sem þeir kjósa. 

Nú virðast allar yfirlýsingar og aðgerðaáætlanir núverandi ríkisstjórnar benda til þess að enginn lærdómur hafi verið dreginn af efnahagshruninu. Í stað þess að afnema ríkisafskipti þau sem keyrðu Ísland hraðar en flest lönd í djúpa niðursveiflu, þá eigi að halda áfram á sömu braut, bara á enn meiri hraða. 

Útþensla ríkisvaldsins, aukin skattheimta, ríkisafskipti og röng peningamálastefna eru bæði bein og óbein loforð núverandi ríkisstjórnar. 

Frjálshyggjufélagið harmar þessa stefnumörkun og leggur til að öllu vænlegri uppbyggingarstefna verði innleidd - stefna sem snýst um að leyfa frjálsum viðskiptum að blómstra. Ríkisreksturinn verði takmarkaður við örfá verkefni sem vel skal sinnt.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband