18.2.2011 | 19:53
Forræðishyggja og yfirgangur hjá Femínistafélagi Íslands
Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Félagið telur hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi.
Femínistafélag Íslands er nú mætt til leiks í umræðunni um staðgöngumæðrun á Íslandi og innlegg félagsins er eins og svo áður mettað af forræðishyggju, siðferðispredikun og röksemdarfærslunni "okkur finnst að löggjafinn eigi að þvinga siðferðismati okkar upp á alla aðra".
Þetta er vel þekkt nálgun frá þessum félagsskap. Ályktanir Femínistafélags Íslands eru gjarnan fyrirsjáanlegar. Þar á bæ er litið svo á að konur sem stíga út fyrir "siðferðis"ramma félagsins eigi ekki að ráða líkama sínum. Þær verði að múra inni í lög og reglur og beina á einhverja aðra braut. Annaðhvort þannig að þær verði að glæpamönnum (eins og í tilviki staðgöngumæðra) eða þeir sem eiga samskipti og viðskipti við þær fái á sig handjárnin (eins og í tilviki viðskiptavina súludansstaða).
Þessi harða afstaða Femínistafélags Íslands gegn sjálfseignarrétti kvenna er ekki til fyrirmyndar. Hún á ekki heima í frjálsu samfélagi. Hún er sennilega ástæða þess að margir sem í upphafi fögnuðu stofnun Femínistafélags Íslands sem boðbera jafnréttis og umburðarlyndis gerðust fráhverfir félagsskapnum þegar hin harða forræðishyggja félagsins kom í ljós.
Ef félagsmenn Femínistafélagsins vilja ekki að boðið sé upp á staðgöngumæðrun með löglegum hætti á Íslandi þá er þeim í sjálfsvald sett að bjóða ekki upp á slíka þjónustu. En að siga löggjafanum á þá sem hafa aðra skoðun, það er yfirgangur af verstu gerð.
Leggst gegn staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill hjá ykkur.
Helgi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.