7.1.2011 | 11:34
Rétt að notendur greiði fyrir þjónustuna
Umræðan í kringum sýningarréttinn að heimsmeistarakeppninni í handbolta er farinn að taka á furðulega mynd og menn telja ríkisrekna sjónvarpsstöð hafa einhverjum "skyldum" að gegna í þessu efni. Ríkisútvarpið er ekki þekkt af því að fylgja lögboðnum skyldum sínum um menningarefni í sjónvarpi og þaðan af síður fylgir það þeirri reglu um óhlutdrægni í pólitískum efnum og kveðið er á um í lögum.
Og vitaskuld er ekki nema eðlilegt að þeir sem vilja horfa á tiltekið sjónvarpsefni greiði fyrir það. Eftir atvikum væri hugsanlegt að efni af því tagi sem hér um ræðir yrði sýnt í opinni dagskrá, ef viðkomandi sjónvarpsstöð teldi auglýsingatekjur nægja.
Þetta mál sýnir í hnotskurn fáránleika þess að hér sé rekin ríkissjónvarpsstöð, enda eru einkaaðilar fullfærir um að sinna öllum þeim "skyldum" sem lagðar eru á ríkisútvarpið og það lætur hjá líða að rækja.
Verið að læsa HM í kústaskáp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er skíta blogg, allt sem hér er skrifað er svo litað að það er brúnt og það leggur óþef af þessu bulli...........................
FUCK OFF (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 15:22
Alveg rétt og alveg sammála þessum pistli.
Og ég held að sá hluti þjóðarinnar sem ætlar ekki að horfa á HM, yfir 60% skv. skoðannakönnun á vísir.is, hljóti að skilja það núna hversu fáranlegt það er að reka ríkisfjölmiðil.
Viðar Freyr Guðmundsson, 7.1.2011 kl. 16:39
Þetta er spurning um hvort að leikir landsliða eigi að vera í opinni dagskrá eða ekki. Um það eru skiptar skoðanir.
Hvorutveggja eru þetta ríkisreknir fjölmiðlar. Ríkisbankinn NBI á og rekur 365 miðla en eru að visu af einhverjum ástæðum með einhvern siðblindann glæpamann og hyski honum tengt í forsvari fyrir þennan ófögnuð sem 365-miðlar eru.
Eina vitið er að sjálfsögðu bara að horfa á þetta frítt á netinu.
Guðmundur Pétursson, 7.1.2011 kl. 17:13
Ef menn vilja að útgjöld séu lögð í tökulið, lýsendur, leigu íþróttahalla, og svo framvegis, þá verða menn að búast við því að einhverjir standi undir þessum útgjöldum. Sumir vilja rúlla kostnaðinum á skattgreiðendur, aðrir á þá sem horfa á íþróttaviðburðinn. Engin "skylda" er á neinum að sýna eitt né neitt sprikl í einni né neinni íþrótt.
Geir Ágústsson, 8.1.2011 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.