23.9.2010 | 14:44
Af barnslegri einfeldni
Rétt er að staldra við eftirfarandi ummæli formanns Samtaka atvinnulífsins:
"Okkur, í forystu atvinnulífsins skorti hins vegar hugmyndaflug til að ímynda okkur að ríkisstjórnin myndi færa skattkerfið áratugi aftur í tímann, fórna einfaldeika þess og gagnsæi, gera það ósamkeppnisfært við nálæg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru óréttlátir og flest nálæg ríki hafa losað sig við. Þar að auki munu margar þeirra breytinga sem ríkisstjórnin hrinti í framkvæmd ekki færa ríkissjóði auknar tekjur heldur þvert á móti draga úr skatttekjum ásamt því að draga úr umsvifum í þjóðfélaginu og um leið seinka fjárfestingum og þeim bata sem efnahagslífið þarf svo sárlega á að halda."
Það lýsir barnslegri einfeldni ef forystumenn Samtaka atvinnulífsins gerðu sér ekki grein fyrir eðli íslenskra vinstrimanna sem hafa alla tíð barist fyrir hærri sköttum, höftum á fjárfestingar og stefnt að því linnulaust að fjötra atvinnulífið í hlekki opinberra afskipta hvers konar.
Það þurfti heldur ekki mikla skarpskyggni eða söguþekkingu til að sjá hvert myndi stefna hér á landi þegar eins flokks stjórn Alþýðubandalagsins og Jóhönnu Sigurðardóttur tæki við völdum. Ef til vill má segja að íslenskir hægrimenn hafi flotið sofandi að feigðarósi með því að veita Sjálfstæðisflokknum "ráðningu" í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega svo margfalt skárri kostur, þrátt fyrir alla sína vinstrimennsku.
Nú ríður á að þeir landsmenn sem unna einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi taki höndum saman og svæli varginn úr stjórnarráðinu.
Lýsa ótrúlegri vanþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.