21.9.2010 | 10:51
Jóhanna óttaslegin um eigin stöðu
Það er ekki að undra að Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýni vinnubrögð þingmannanefndarinnar, enda sat hún sjálf í 2007-ríkisstjórninni. Þar átti hún meira að segja sæti í ríkisfjármálahópi og var inni í öllum málum, þrátt fyrir að koma nú fram sem hvítþveginn engill. Raunar er seta hennar sem forsætisráðherra svona álíka mikill sigur auglýsingamennskunnar og kjör Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta forðum.
Verði fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ákærðir er næsta víst að nafn Jóhönnu mun koma upp í umræðuna í tengslum við vanrækslusyndir - líka nafn Össurar Skarphéðinssonar. Samfylkingin getur því ekki til þess hugsað að ráðherrar verði ákærðir.
Mikil reiði innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Má skilja ykkur svo að ákæra beri ráðherrana?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2010 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.