12.7.2010 | 14:58
Er AGS deild í Vinstri grænum?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill auka á skattpíningu almennings. Þetta er sem ljúf tónlist í eyrum Vinstri grænna, sem vilja herða enn tökin á öllu samfélaginu. Hér skilur á milli okkar frjálshyggjumanna og stjórnlyndra manna. Stjórnlyndir menn vilja auka völd ríkisins á öllum sviðum. Aukin skattheimta er eitt áhrifaríkasta tækið til þess arna - að taka peninga af borgurunum með ofbeldi og útdeila þeim að geðþótta misviturra stjórnmálamanna.
Við frjálshyggjumenn höfnum ofbeldi. Þess vegna á að okkar viti að gæta meðalhófs við mannréttindabrot eins og skattheimta er, því með eignaupptöku er alltaf gengið á eignarréttinn. Við frjálshyggjumenn viljum að einstaklingarnir njóti frelsis til að ráðstafa sínum fjármunum. Við treystum okkur sjálfum og meðborgurum okkar betur til þess en Jóni Bjarnasyni eða Álfheiði Ingadóttur.
Líkast til gera alltof fáir sér grein fyrir því að það er aðeins stigsmunur á alræðisríkjum fasista og kommúnista og sósíalískum ríkjum með lýðræðisívafi, líkt og því sem núverandi ríkisstjórn vinnur að því að koma á fót hér á landi með dyggum liðstyrk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Vilja auka tekjuöflun ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Líkast til gera alltof fáir sér grein fyrir því að það er aðeins stigsmunur á alræðisríkjum fasista og kommúnista og sósíalískum ríkjum með lýðræðisívafi..."
Ljómandi punktur þetta, en líklega mjög svo óljós fyrir þorra manna. Því er upplagt að benda á lesefni:
http://mises.org/hoppeintro.asp
"Democratic government is reconstructed as publicly owned government, which is explained as leading to present-orientedness and a disregard or neglect of capital values in government rulers, and the transition from monarchy to democracy is interpreted accordingly as civilizational decline."
Geir Ágústsson, 12.7.2010 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.