Drápsklyfjar búskussanna

Enn á að hækka skatta. Steingrímur og Jóhanna vildu ekkert gefa uppi um hvaða skattar yrðu hækkaðir, enda finnst þeim líklega sem það komi sauðsvörtum almúganum lítt við. Í raun er með ólíkindum að hlusta á þau tala um þessi mál, jafnfjálglega og raun ber vitni. Atvinnulífið þolir ekki frekari álögur, heimilin eru að kikna undan sköttum og í ofanálag hafa skattahækkanir leitt til hækkunar á vísitölu neysluverðs, sem hefur aftur hækkað skuldabyrði fólks og fyrirtækja.

Vondir bændur eins og Steingrímur og Jóhanna ríða hestum sínum á slig með drápsklyfjum og blóðmjólka kýrnar.


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og þessi tvö hafi ákveðið þegar þau komust til valda að nú væri tækifæri til að veita náðarhöggið og útrýma öllu sem slapp undan hruninu mikla. Það þarf að setja þetta fólk af.

Ólafur (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband