Fagnaðarefni

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin hyggist skera niður ríkisútgjöld og að þar skuli ekkert skilið undan, enda hefur báknið þanist út á ógnarhraða í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokka hans. Núna er lag að gera enn betur, skera ekki einasta niður, heldur koma menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu í hendur einkaaðila og félagasamtaka þeirra.

Núverandi stjórnarflokkar telja sig vilja veg kvenna sem mestan og segast keppa að því að bæta kjör kvenna. Mikill meirihluti starfsmanna í mennta- og heilbrigðiskerfinu eru konur - vinnukonur ríkisins. Einkavæðing þessarar þjónustu er stærsta kvenfrelsismál samtímans.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir R.

Ég segi það með!

Þjóðin hefur líka bara gott af smá niðurskurði þar sem hún hefur búið við allt of mikinn munað síðastliðin ár!

Birgir R., 15.5.2010 kl. 20:13

2 identicon

Ég fatta ekki brandarann í þessari færslu, vantar ekki eitthvað "punchline"

Er ekki verið að tala um samdrátt í heilbrigðisþjonustu og þjónustu við aldraða og fatlaða? Ég sé ekki orðað samdrátt í stjórnkerfinu

Heimir (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband