Ofstjórn á öllum sviðum

Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, þykir eðlilegt að Alþingi hlutist til um mál sem er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann virðist ekki skilja mikilvægi þrískiptingar ríkisvalds, þ.e. mikilvægi þess að takmarka vald, því vald spillir og gerræðisvald gerspillir, líkt og Achton lávarður mælti á sínum tíma.

Sósíalistar vilja nefnilega fá að stjórna á öllum sviðum þjóðlífsins. Þeir vilja atvinnutækin í hendur ríkisvaldsins og afskipti ríkisins af smæstu málum borgaranna. Í umræðum um neðangreint mál á þinginu kristallast mjög djúpstæður ágreiningur milli Vinstri grænna annars vegar og hinna gömlu lýðræðisflokka hins vegar sem svo voru nefndir. Vinstri grænir eru skilgetið afkvæmi Sósíalistaflokksins, sem stofnaður var upp úr Kommúnistaflokknum árið 1938.

Í þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum landsins væri æskilegt að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur tækju höndum saman um nýja ríkisstjórn og sósíalistum yrði haldið utan við pólitíkina. Skaðinn sem þeir hafa valdið á þjóðfélaginu er nú þegar orðinn þyngri en tárum taki.


mbl.is Telur tillögu um nímenninga ekki þingtæka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

Svona svona...það þýðir ekkert að væla í ríkisvaldinu um að koma og bjarga sér og fyrirtækjum og heimta síðan að ríkið láti það afskiptalaust hvernig svona pilsfaldakapítalistar fara með það kapítal sem þeir fá ha.!!

Skríll Lýðsson, 14.5.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband