13.5.2010 | 17:31
Einkavæðum alla heilsugæslu
Fyrir fáeinum áratugum sinntu heimilislæknar í Reykjavík eingöngu sjúklingum á sínum eigin stofum. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og annarra flokka hafa unnið að því í meira en tvo áratugi að ríkisvæða algjörlega rekstur heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er sú að stór hluti íbúa hefur engan heimilislækni, kerfið er svifaseinna en var og kostnaður miklu meiri.
Einföld þjónusta heilsugæslunnar á vitaskuld að vera í höndum einkaaðila og það sama ætti að vera uppi á teningnum úti um landið. Þjónusta af þessu tagi er miklu betur kominn hjá einkaaðilum sem eiga fyrirtækin sjálfir og reka þau þar af leiðandi með hagkvæmustum hætti.
Minna Álfheiði á heilsugæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.