8.5.2010 | 19:57
"Fair Trade"
Höfundur þessa pistils hefur ekki kynnt sér starfsemi og stefnumið þeirra samtaka sem mótmæltu á dag með trumbuslætti, en af fréttinni að dæma tengist það framleiðsluvörum frá þriðjaheimsríkjum.
Í umræðunni um vanda ríkja þriðja heimsins gleymist jafnan að geta þess vanda sem helst hrjáir þessi ríki en með nokkurri einföldun má segja að hann sé tvíþættur. Annars vegar þá er það svo að víða í þriðja heiminum skortir skýrar skilgreiningar á einkaeignarrétti og öll þinglýsing eigna er í molum. Ef enginn á landið eða náttúruauðlindirnar er það ávísun á óskynsamlega nýtingu þeirra. Hins vegar er aðgangur þriðja heims ríkja að mörkuðum Vesturlanda takmarkaður. Það eru þó ekki einasta íbúar þriðjaheimsríkja sem gjalda fyrir takmarkaðan aðgang að mörkuðum, heldur koma viðskiptahöft þessi ekki síður illa við neytendur á Vesturlöndum.
Fátækt og annað helsi er eitthvert mesta böl sem þjóðfélög búa við. Eigi ríki þriðjaheimsins að fá að rísa upp úr eymd og fátækt er nauðsynlegt að eignarréttur verði skýrt skilgreindur og komið verði á fullu frelsi í viðskiptum milli landa.
Trumbusláttur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt er það að ekkert er verra en fátækt, að geta ekki brauðfætt sig og börnin sín er hrikalegra en allt annað og á ekki að líðast í vestrænu þjóðfélagi, og hvergi !!
Guðmundur Júlíusson, 8.5.2010 kl. 20:14
Rétt er að taka fram að ekki voru um mótmæli að ræða heldur var verið að halda uppá Fair Trade daginn. Rétt eins og að 17. júní er ekki mótmæli, þótt fjöldi fólks safnist saman niðrí bæ.
En það er alveg rétt að fátækt er eitt aðalvandamálið í heiminum í dag. Það þarf að útrýma öfgum í fátækt og auðæfum. En það gerist ekki með góðgerðastarfsemi einni saman. Aðal meðalið er sanngjörn viðskipti.
Eysteinn Guðni (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.