4.5.2010 | 13:50
Gott framtak hjá Steingrími
Það er fagnaðarefni að Steingrímur J. Sigfússon skuli nú ganga fram fyrir skjöldu og ympra á nauðsyn þess að hæstu laun opinberra starfsmanna hækki ekki frekar. En betur má ef duga skal. Nú er tækifærið til að ráðast í stórfelldan niðurskurð í ríkisrekstri, en segja mætti upp stórum hluta ríkisstarfsmanna. Það væri gott framtak hjá Steingrími að minnka umsvif hins opinbera sem jukust svo mjög í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2009.
Hækkun kemur ekki til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir.
Þetta er alveg innilega rétt hjá ykkur. Það þarf að fækka ríkisstarfsmönnum svo hægt sé að lækka skatta, þá getur einkageirinn vaxið og skapað störf. Annars væri besta vítamínsprautan fyrir atvinnulífið ef þessi ríkisstjórn færi frá og það sem fyrst.
Annars hefur Steingrímur, og skoðanabræður og systur hans um Icesave, iðulega talað um að samþykkt Icesave klifjanna sé nauðsynleg svo hægt sé að hefja uppbyggingu. Það fólk hefur hins vegar aldrei svarað því hvernig hefja eigi uppbyggingu með því að sökkva landinu í skuldafen. Slíku fólki er heldur ekki treystandi fyrir ríkisfjármálunum eða því uppbyggingarstarfi sem ráðast þarf í.
Helgi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 11:30
Þetta hófu frjálshyggjumennirnir mikla uppbyggingu fyrir ekki svo löngu síðan. Sú uppbygging endað ekki bara útí skuldafeni, heldur hrundi hún fyrir björg.
Nú hefur Rannsóknarnefnd Alþingis skoðað frjálshyggjuferlið og kveðið upp þann dóm, að óheftur kapítalismi frjálshyggjudrauganna hafi hvort tveggja í senn: framleitt ótölulegan fjölda glæpamanna og sett landið á hausin.
Viljum við meira af svo góðu - eða hvað?
Jóhannes Ragnarsson, 8.5.2010 kl. 14:40
Við viljum meiri Frjálshyggju ekki sósíalsimsa. Fallið sem varð og lýst í rannsóknarskýrlsunni er fall sósíalisma. Hér gátu bankar stækkað nánast ótakmarkað vegna ríkisábyrgða en í skjóli þeirra fengu þeir hæstu lánshæfismöt sem völ var á. Íbúðalánasjóður (ríkisfyrirtæki með ríkisábyrgð) lánaði eins og enginn væri morgundagurinn og hugmyndun vinstrimanna um pappapenigna leiddi til sápukúluviðskipta á kostnað skattgreiðenda og almennings í þessu landi.
Upphaf kreppunar sem er að finna í USA verður að öllu leiti rakin til ákvarðanna ríkisins með sínar ábyrgðir á húsnæðislánum og ríkisábyrgðir á risabönkum í gegnum Seðlabankann. Ákvarðanir sem stýrðu fjármagni óbeint inn á þau svið sem talin voru örugg vegna ríkisábyrgða.
Ríkisvaldið á að koma sér út af hinum frjálsa markaði með því að rjúfa tengslin milli skattgreiðenda og fjármálafyrirtækja. Þessi sósíaldemókratísku tengsl verður að rjúfa. Það má ekki og á ekki að láta almenning hér eða annar staðar bera ábyrgð á fjármálafyrirtækjum eða m.ö.o. meiri Frjálshyggju og minni sósíalisma.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:11
Upphaf kreppunnar er ekki að leita í USA, eða nokkru ríki öðru. Upphaf kreppunnar er að leita í kapítalismanum sjálfum. Ef menn vilja losna við umræddar kreppur verður að leggja kapítalismann af, sem væri auðvitað affarasælast.
Jóhannes Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 00:26
Ég krefst þess að þú komir með einhver rök fyrir fullyrðingum þínum. Annars er þetta bara þvaður út í loftið hjá þér.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:54
• Sjálfstæðisflokkurinn segir: Hugmyndafræðin og efnahagsstefnan var góð en einstaklingarnir brugðust. Þeir menn yfirtóku því miður sviðið, sem amma Davíðs Oddssonar nefndi „óreiðumenn“.
• Þorvaldur Gylfason segir: Einkavæðingin var vitlaust framkvæmd, enda framkvæmd af spilltri stjórnmálastétt.
• Jóhanna og Steingrímur segja: Það var efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins sem gaf græðginni lausan tauminn og þar með tók græðgin völdin í landinu. En með vinstri menn við stjórnvölinn og með auknu eftirliti má laga kerfið á ný og byggja hér norrænt velferðarkerfi..
Til að byrja með aðeins um græðgina. Það er alveg út í hött að kenna græðginni um kreppuna. Græðgin, gróðasóknin er eina driffjöður kapítalismans. Þar með er hún innsta eðli hans og fjöregg. Án gróðasóknar – enginn kapítalismi. Að kenna græðginni kreppuna er eins og að segja að bílslys hafi stafað af því að vél var í bílum.
Kreppuskýringar þessa fólks sem ég vísaði til eiga það sameiginlegt að hafa mjög takmarkað sjónarhorn og fókus. Þau segja öll: Þetta var klúður. Þau segja líka öll, nema kannski Sjálfstæðisflokkurinn: Þetta var séríslenskt klúður og hálfvitagangur. Rangir aðilar fengu að ráða ferðinni í fjármálakerfinu og stjórnkerfinu.
Það er ekki séríslenskt að kalla kreppuna klúður. Í hverju landinu af öðru má sjá skýringanna leitað í hagstjórnarmistökum stjórnvalda. Enda hafa fjölmargar ríkisstjórnir ýmist hrökklast frá völdum eða sitja nú við litlar vinsældir og bíða kosninga.
Marxista, hins vegar, dettur ekki í hug að kenna neinu klúðri um yfirstandandi kreppu. Það dygði ekki til, nánast hvar sem væri í hinum kapítalíska heimi, jafnvel þótt eintóm fjármálaséní væru í ríkisstjórn, þá gætu þau ekki stýrt framhjá kreppunni. Hér er nefnilega um að ræða kerfiskreppu, þjóðfélagsskipan í kreppu.
Í framhaldi af því fullyrði ég að kreppan sé ekki í meginatriðum heimatilbúin þótt hún hafi vissulega mörg íslensk sérkenni og sé líka dýpri hér en víðast hvar, enn sem komið er. Flest þau fyrirbrigði sem bent er á, sem skýringar á hruninu á Íslandi, eru alþjóðleg fyrirbrigði. Ísland er miklu frekar dæmigert en undantekning, og þróunin hér á landi sýnir öll megineinkenni þróunar þeirra landa sem hafa verið fremst í þeim meginstraumi sem heimskapítalisminn hefur fylgt síðustu áratugi.
Ég kem bráðum að því.
Víkjum þá að fyrirbærinu „kapítalísk kreppa“. Allt frá upphafi 19 aldar, þ.e.a.s. allt frá iðnbyltingu og uppkomu auðvaldskerfisins, hefur framleiðsla og efnahagslíf auðvaldsríkja haft það sem eitt megineinkenni að vera trufluð alltaf við og við af efnahagskreppum sem skaka og stundum lama samfélagið. Gangur þeirra hefur þó breyst lítillega í tímans rás.
Þar sem kapítalískur markaður fær að stjórna sér sjálfur – í anda Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – hafa kreppur orðið tíðar, eins og þær voru á 19. öld. Eftir kreppuna miklu á 4. áratugnum, þegar efnahagsleg ríkisafskipti jukust – í anda Bretans John Maynard Keynes – hafa kreppurnar orðið nokkru færri en áður en ekki endilega neitt minni. Undantekning er nærri þriggja áratuga bil eftir seinna stríð sem stundum er kallað „gullöld kapítalismans“, þegar framleiðslan í Bandaríkjunum og V-Evrópu jókst hratt og kreppur voru viðráðanlegar. En frá og með 8. áratugnum hefur komið betur og betur í ljós að krepputilhneiging kapítalismans er óbreytt.
Karl Marx notaði drjúgan hluta ritsins Auðmagnið til að útskýra hvernig kreppur spretta af kjarna kerfisins. Þær eiga rót sína í því hvernig kapítalískt arðrán fer fram. Samkvæmt myndrænni lýsingu Marx er dagur launamannsins tvískiptur; Annars vegar er sá tími sem fer í að framleiða jafngildi launanna, og hins vegar sá tími sem fer í að framleiða gildisauka. Þann hluta reynir kapítalistinn að stækka sem mest því þar liggur gróðinn. Samkvæmt klassískri frjálshyggju á svo gróðinn að fara í nýja fjárfestingu sem skapar nýjan gróða og sá gróði á að vera meiri en gróðinn í fyrra skiptið.
En hér er hængur á. Markaðurinn, eftirspurnin, grundvallast á kaupgetu launafólks eins og áður kom fram. Ef gildisaukinn fer allur í nýja fjárfestingu og aukna framleiðslu, felur það í sér tilhneigingu til umframframleiðslu – offramleiðslukreppu með tilheyrandi verðfalli og samdrætti. Eftir að auðvaldið þróaðist yfir á einokunarstig, með mikilli samþjöppun valds og miklum ríkisafskiptum, komust menn upp á að hindra stjórnlausa offramleiðslu. Eftir það hefur kreppan fremur birst sem umframafköst í framleiðslukerfinu, þ.e.a.s. að framleiðslukerfið er ekki látið keyra á fullum afköstum til að hindra offramleiðslu og tilheyrandi verðfall. Vandinn er eftir sem áður sá að eftirspurnin er minni en framleiðslugetan.
(Höf. Þórarinn Hjartarson)
Jóhannes Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 09:36
Það er alltaf skondið þegar sósíalistar reyna að tengja græðgi við frjálst þjóðskipulag eins og þar sé hún einungis til staðar. Í sósíalisma er það eina sem til staðar er græðgi, græðgi í völd til að stjórna því hvernig venjulegt fólk hagar sínu lífi. Ætlar einhver að halda því fram að græðgi hafi ekki verið helsti drifkraftur Kalr Max? Auðvitað var hún það, hann var gráðugur í áhrif og völd.
Komum þá að kapítalisma og frjálsu þjóðskipulagi, sem hefur fætt, klætt og aukið lífsgæði meira en nokkur önnur stefna. Frá því að menn færðu sig yfir í frjálsara markaðskerfi hefur orðið gífurlegt stökk í lífsgæðum sem engin önnur stefna hefur leikið eftir. Sósíalistar reyndu sína stefnu það kostaði 100 milljón manns lífið, fátækt, volæði og vonleysi heilu samfélaganna. Víti til varnaðar stefnu sósíalista er enn til t.d. á Kúbu þar sem menntun er slæm, lélegt heilbrigðiskerfi og lítið um allar nauðsynjavörur. Lífsgæði og vellíðan fólk á Kúbu er hörmulegt og sannast best í þeim fjölda sem hættir lífi sínu á gúmmídekkjum og flekum til að komast að strönd USA. Frjálsar þjóðir þurfa ekki múra til að halda sínu fólki inni, þrátt fyrir allar þær meintu kreppur sem jóhannes vill meina að sé fylgifiskur kapítalisma.
Þá að Kreppum. Hvað er kreppa? Kreppa er leiðrétting á óeðlilegu ástandi því í heilbrigðu hagkerfi fara illa rekin og ónauðsynleg fyrirtæki á hausinn. Í frjálsum hagkerfum verða kreppur heldur ekki stórar eins og sú sem nú gengur yfir og vara ekki lengi. Ástæðan er sú að takmarkað magn verðmæta fer frá einkaaðilum inn á svið þar sem offramleiðsla eða röng framleiðsla á sér stað. Netbólan er gott dæmi um þetta, þar færðust verðmæti hratt inn á svið sem ekki stóð undir þeim fjárfestingum, fjárfestar misstu þá trú á að þeim markaði og bólan sprakk. Þrátt fyrir það eru stærstu fyrirtæki heims í dag net og tölvufyrirtæki, góð fyrirtæki og vel rekin komu sér í gegnum netbóluna. Gervi fyrirtækin og illa rekin fóru á hausinn.
Kreppan í dag. Kreppan sem við göngum í gegnum í dag er viðvörun við því að beita ríkisvaldinu á frjálsum markaði þ.e. að beita sósíalismanum hans Jóhannesar. Ríkisábyrgðir á bönkum og fjármálastofnunum, lagasetning sem skyldar fyrirtæki í ákveðna lánastarfsemi og síðan björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda hefur allt leitt til minni ábyrgðar þeirra sem tóku áhættu. Það var skorið á helsta öryggistæki frjáls markaðar, áhættuna. Þegar ríkið ábyrgist lán fyrirtækis er engin áhætta á að lána því og því er um stýringu á fjármagni frá einum atvinnuveg til annars að geiga sér stað. Ekki ólíkt því sem sósíalistar gera með skattfé og líkt og gerist í sósíalisma féll allt saman um sjálft sig.
Það er öllu skynsamlegu fólki ljóst að „gildisaukinn“ sem Karl Max var svo upptekinn af er enginn í sósíalískum kerfum en að sama skapi er hann svo mikill í Kapítalisma að þrátt fyrir afskipti ríkisstjórna sem leiða til kreppu og eðlilegar kreppu í frjálsu samfélagi hefur fólk það miklu betra. Í kreppum sósíalisma deyr fólk í kreppum Kapítalisma verðum við tímabundið aðeins verr stödd.
Þegar allt kemur til alls hefur Jóhannes ekki getað fært fyrir því nein rök hvernig frjálst þjóðskipulag kom þessari kreppu á? Hann getur ekki gert skil á þeim áhrifum sem sósíalisminn hafði á kreppuna né þessi meinti þáttur Frjálshyggju. Niðurstaðan er einföld, þeim mun frjálsari sem samfélög eru þeim mun betur eru þau stödd. Því til vitnisburðar nefni ég Sviss, bankalandið ekki fór svo illa út úr bankakreppunni miklu.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.