3.5.2010 | 18:16
Vúduhagfræði vinstrimanna
Það lifir lengi í þeim leiða misskilningi að það sé hlutverk ríkisins að skapa störf. Það er vissulega rétt að ríkið getur skapað störf en þá er það í langflestum tilvikum gert á kostnað verðmætasköpunar og framtíðar eyðslu, sparnað.
Hækkun skatta þýðir minni sparnaður og þar með minni fjárfestingar í atvinnugreinum sem þýðir minni verðmætasköpun og færri störf. Ríkið er ekki lausn á vandamálum kreppunnar ríkið er orsökin. Enginn banki eða fjármálastofnun hefði stækkað jafn mikið og hratt ef ekki hefði verið fyrir ríkisábyrgðir á þeim hjá seðlabönkum eða ríkisábyrgðir á húsnæðislánum. Stöndum saman í því að koma ríkinu út úr fjármálakerfi heimsins og rjúfum ábyrgð skattgreiðenda á einkafyrirtækjum. Reki menn fyrirtæki sín í þrot skulu þeir bera af því allan halla ekki skattgreiðendur.
Svíum væri hollast að lækka skatta enn frekar, draga úr styrkjum og byrja að skapa verðmæti á ný.
Sænska stjórnarandstaðan vill hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru búnir að missa Volvo og Saab.
Þetta sósíaldemokratí kostar.
Aumingja þeir ef þeir kjósa yfir sig Monu Sahlin. Þá á aldeilis eftir að sannast enn einu sinni að sumir grísir eru jafnari en hinir!
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 21:36
Ef ég man rétt þá keypti sænska ríkið Saab á morðfjár. Þetta glæsilega fyrirtæki er því orðið að soltu ríkisfyrirtæki með öllu sem því fylgir. Kannski fá þeir teikningar af gömlu Lödunni til framleiðslu fyrir milli og lágstéttinna í Svíþjóð.
Landið (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 23:26
Það gleymdist að geta þess að SVD (svergiedemokratar) sitja sennilega á vogarskálinni eftir valið með 9% fylgi en það er búið að spá þeim í skoðannakönnun. En þeir hafa blokkerast út úr fjölmiðlum. Og það sem við köllum fjórflokkana hér, kallast sjöstjarnan í Svíþjóð. Svo það er við rammann reim að draga. Svo eftir kosningar verður bara einn flokkur í stjórnarandstöðu og það verða SVD. Því sjöstirnið hefur hótað því að heldur vinna meðstalinistum en SVD. Svo þetta verður spennandi.
J.þ.A, (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.