Stútur í Ögmundi

Í stað þess að hefta frelsi á Íslandi væri ekki nær að auka það. Það sýndi sig best með afnámi á bjórbanni að drykkjuvenjur Íslendinga snarbötnuðu. Aukin fræðsla um áhrif vímuefna er ákjósanlegri leið en enn frekari höft. Áfengi er lögleg vara á Íslandi og ekki á að hefta auglýsingar á slíkum vörum. Nær væri að aflétta áfengissölubanni í verslunum og einokun ríkisins á vörunni.


mbl.is Barnaheill styður breytingu á áfengislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alltaf þetta frelsi. Þið eruð þá líka á því að afnema bann við auglýsingum á tóbaki? Nú er það einnig lögleg vara samanber rök ykkar um að áfengi sé lögleg vara á Íslandi. Mér finnst það skrýtið að vera með tvöfald siðgæði í þessum málum.

Væri gaman að fá skoðanir ykkar á því hvort við ættum ekki að afnema bann á auglýsingum við tóbaki.

Helgi Michael (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:02

2 identicon

Sæll Helgi,

Persónulega tel ég rétt að afnema bann á auglýsingum á tóbaki. Einstaklingar bera ábyrgð á sér sjálfir og ríkið þarf ekki að passa heila þjóð fyrir tóbaki og áfengi. Hvað varðar börn þá er það á forræði foreldra þeirra að kenna þeim rétt frá röngu og upplýsa þau um hættur á borð við ofneyslu áfengis og neyslu tóbaks.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:04

3 identicon

Já áfengismenningin hefur snarbatnað?????....gengur ekki bara vel með kókaín og hassmenninguna.....?

itg (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:57

4 identicon

En ef þið viljið auka „frelsið“ (eins og þið skilgreinið það), hvar viljið þið setja mörkin? Viljið þið aflétta banni á sölu sterkara efna, svo sem hassi, amfetamíni, kókaíni og öðrum álíka efnum?

Snæbjörn (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 02:05

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þá held ég vinir mínir í Frjálshyggjufélaginu séu opnir uppá gátt fyrir almennilegri rýmkun á hjúskaparlögunum. Ef mér skjöplast ekki þvi meir, þá er baráttan fyrir fjölkvæni, systkynabrauðkaupum og hjónabandi mannskepnu og dýrs ofarlega á frelsislistanum hjá okkar piltum í Frjálshyggjufélaginu.

Jóhannes Ragnarsson, 8.5.2010 kl. 14:30

6 identicon

Jóhannes þú gerir þau grunndvallar mistök að halda að frjálshyggjumenn berjist fyrir frelsi til einhvers. Þeir berjast frá þvingunum og ofbeldi sem felur í sér frelsi. Það að einhver drekki ekki þarf ekki að þýða að sá hinn sami eða sama standi fyrir áfengisbanni.

Landið (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband