3.5.2010 | 16:26
Ríkisstofnun beitir fyrir sig grunnskólabörnum
Enginn þarf að efast um það heilsufarstjón sem reykingar valda, enda hefur það verið margsannað. Hins vegar er engin ástæða til að banna reykingar á tóbaki, svo fremi sem neytendur þessa skaða ekki aðra, og sama á við um aðra algenga vímugjafa, eins og kannabisefni. En framleiðsla og neysla þess ætti vitaskuld að vera heimil. Frá sjónarhóli frjálshyggjumanna er affarsælast að einstaklingarnir axli ábyrgð á eigin gjörðum.
Ríkisstofnunin Lýðheilsustöð er hins vegar kominn út a hálan ís þegar hún beitir fyrir sig grunnskólabörnum í viðleitni til að banna reykingar. Er þetta það sem koma skal í skólakerfi landsins - að ríkisstofnanir og skólayfirvöld innræti forsjárhyggju hjá börnum og unglingum? Vonandi ekki.
Rétt er að fræða börn og unglinga um margs konar hættur, til að mynda þær sem fylgja ofneyslu áfengis og tóbaks, of hröðum akstri, ógætilegu kynlífi og þar fram eftir götunum, en það getur ekki verið réttlætanlegt að innræta börnum að boð og bönn séu lausnin.
Vilja banna reykingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þetta það sem koma skal í skólakerfi landsins - að ríkisstofnanir og skólayfirvöld innræti forsjárhyggju hjá börnum og unglingum? Vonandi ekki.
Leiðrétting... þetta er ekki að fara að koma..... þetta er löngu komið...
Ég kláraði grunnskóla fyrir 3 árum og þar var þetta svona....
Þar var bara ríkið vill að þú hugsir svona þá hugsar þú svona.
Hermann Karl Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.