Beiskja vinstrimanna

Hinn sári höfundur bréfsins átti erfitt með að þola það að sjálfstæðismenn væru með kosningagleði frammi fyrir augum hans, en hér er á ferð gamalkunnug beiskja vinstrimanna. Hreyfingar íslenskra vinstrimanna hafa alla tíð verið litlar fámennisklíkur og sama á við um Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar stór og vel skipulögð fjöldahreyfing, sér í lagi í Reykjavík, og taka þúsundir sjálfboðaliða þátt í starfi flokksins á hverju ári. Það er í rauninni þetta sem angraði vinstrimanninn, sem er vel að merkja bróðir borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha brandari!

Skúli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:07

2 identicon

Er sum sé eitthvað gott við það að vera með áróður? Á það að breyta einhverju fyrir mig hvort flokkur býður pylsur eða ekki fyrir kosningar? Betri flokkur sem hefur betri áróðursvél? Mér finnst bara allt í lagi að nöldra út af svona áróðri á sundlaugarbökkum - þessar blessuðu kosningaskrifstofur ættu að vera alveg nóg fyrir þann sem vill kynna sér stefnur flokkana. Mér finnst það bara ánægjulegt að "beisku vinstri flokkarnir" séu ekki með svona skipulagðar fjöldahreyfingar.

Tómas (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 17:24

3 identicon

Þetta snýst um tjáningarfrelsi ekki hvað Tómasi eða öðrum vinstrimönnum finnst. Hér endurspegla vinstrimenn þann dökka veruleika sem stefna þeirra boðar, enginn má tjá skoðannir sínar eða hugsanir sem eru þeim ekki þóknanlegar.

Landið (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:38

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn var ekki að tjá skoðanir eða hugsanir, heldur kaupa vinsældir. Ekki mikil tjáning í því, nema "við erum voða góðir af því kaupum pylsur og kók fyrir ykkur!".

Það sem Kári Sturluson var að gera, er nákvæmlega að tjá skoðun sína á þessu.

Það sem "Frjálshyggjufélagið" er að gera er að gagnrýna það sem Kári sagði.

Svo gengur þetta áfram, ég gagnrýndi bloggið, "Landið" gagnrýnir mig etc.

Ef þér finnst mjög svo raunverulegur veruleiki nútímans ekki dökkur, þá ættirðu að skoða betur stefnur hvaða stjórnmálaflokka sem komu landinu í skuldasúpu.

Auk þess eru vinstri menn ekkert að kveða niður skoðanir sem þeim eru ekki þóknanlegar. Hvar í ósköpunum hefur það gerst?

Það er ekkert að því að gera sér glaðan dag og gefa pylsur og kók - en af hverju er það einungis gert korter í kosningar?

Tómas (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:39

5 identicon

"Það er ekkert að því að gera sér glaðan dag og gefa pylsur og kók - en af hverju er það einungis gert korter í kosningar?"

Má ekki greina talsverða beiskju í þessum orðum?

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 02:19

6 identicon

"Má ekki greina talsverða beiskju í þessum orðum?"

Veit það nú ekki. Beiskjan sem blogghöfundur talaði um átti við um kosningagleði sem átti að fyrirfinnast hjá Sjálfstæðismönnum, en ekki vinstrimönnum. Ég veit svosem ekki mikið um hvort það sé satt. Mér er nokkuð sama um kosningagleði, sér í lagi snúist hún um pylsur og gos :) Miklu frekar ætti hún að snúast um líflegar umræður á kosningaskrifstofum eða umræðufundum.

Ég reit þessa "korter í kosningar" setningu aðeins til þess að leggja áherslu á að umrætt atvik væri kjánaleg tilraun til að vekja athygli á sér rétt fyrir kosningar.

Tómas (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:24

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Vinstri menn eru og hafa alltaf verir bitrir einstaklingar. Þarna fór fram friðsamlegt pylsuát sem og börn fengu blöðrur. Að vinstra fólk þurfi að rakka þetta niður er til skammar sérstaklega í ljósi þess hvernig núverarndi ríkisstjórn komst á laggirnar með háværum röddum örfárra hræða sem misnotuðu börnin sín í að tala uppá sviði og biðja um að framtíð þeirra verði örugg.(kom fram í sjónvarpi líka)

Sjaldan ofboðið eins rosalega og þegar ég sá það og jaðrar við barnaníðslu að gera svona lagað hjá börnum sem geta ekki ákveðið hvernig sleikjó þau vilja og hvað þá hver á að stýra landinu. Svo saka vinstri menn Sjálfstæðisflokkinn um áróður og kaupandi sér vinsældir, hehe frekar sorglegur lýður þetta vinstra fólk.

Vinstra fólk vill ekki neitt, er á móti flestu en hefur svo aldrei neinar lausnir. Sem sagt hálfgerðir vitleysingar þó þau geti verið ágætis manneskjur inn við beinið.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 3.5.2010 kl. 10:50

8 identicon

"[...] hvernig núverarndi ríkisstjórn komst á laggirnar með háværum röddum örfárra hræða sem misnotuðu börnin sín [...]"

Ég er sammála þér í því að það á ekki að misnota börnin á þennan hátt. En ef þú heldur að það hafi verið "örfáar hræður", og það hafi verið börn, sem hafi átt þátt í að koma réttmætri ríkisstjórn á laggirnar skjátlast þér hrapallega. Þar á ferð var svokallaður almenningur - sem var öskureiður út í þáverandi ríkisstjórn, hvers ráðamenn og forystumenn hafa ekki einusinni beðist afsökunar.

Auk þess er svo vitlaust að koma með staðhæfingar eins og að vinstri menn séu á móti flestu, og séu ekki með neinar lausnir. Meðan rökin eru jafn veikbyggð og dæmi Júlíusar gefur til kynna, þá er lítil ástæða til að halda þessum umræðum áfram.

Allra leiðinlegast við svona rifrildi er að menn vilja aldrei koma upp úr sandkassanum. Erfitt er að halda umræðunni á réttri braut, heldur ræða menn meira um flokkana, á persónulegum nótum. Hvernig er það réttlætanleg staðhæfing að kalla vinstri menn "hálfgerða vitleysinga"?

Ég ætla ekki að sjálfstæðismenn séu vitleysingar, og er það fremur af prinsipp ástæðum sem ég vil losna við ákveðna aðila. Það er vegna ákveðinnar ábyrgðar sem þeir hafa ekki enn sætt. Ég skil ekki hvernig svo margir íslendingar kjósa yfir sig sömu menn og komu okkur í þessa skulasúpu. Þetta er spurning um réttlæti, jafnvel frekar en hvað kemur okkur sem hraðast upp úr kreppu.

Tómas (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:56

9 identicon

Er ekki tjáning í athöfnum? Er þessi Tómas alveg tómur?

Kári var að tjá þá skoðun að banna eigi svona hluti og ganga gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann er greinilega á móti tjáningar- og athafnafrelsi fólks. Tómas hann Kári hefur fullan rétt á því að tjá sína skoðun og engninn er að setja út á rétt hans til þess. Það er verið að gagnrýna hugmyndir hans um fasíst þjóðfélag þar sem enginn má tjá sig sem er honum og hans fylgisveinum ekki þóknanlegur.

Landið (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:28

10 identicon

Fyndin. Þú ert voðalega upptekin af ímyndun um fasistaveldi vinstrisinna. Sem vinstrisinni er ég reyndar mjög hrifinn af sumum hugmyndum anarkista og frelsissinna. Ekki fasista. Allir þeir vinstrisinnar sem ég þekki eru á svipuðum nógum og ég.

Ég var alls ekki að segja ég væri sammála Kára í því að tilkynna þetta til lögreglunnar (finnst það sjálfum of langt gengið), en ég er sammála honum í því að mér leiðast tilgerðarlegar uppákomur stjórnmálaflokka, vinstri sem hægri.

Tómas (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 21:01

11 identicon

Fasismi er bara annað orð yfir vinstristefna. Atlaga að grundvallaréttindum er skref í átt að fasisma.

Það er eitt að hafa skoðunn á því hvað stjórnmálaflokkar gera fyrir kosningar það er annað að tilkynna lögreglunni um það í von um að hún skarist í leikinn og stöðvi athæfið. Sjálf er ég þreytt á þessum kosningabæklingum og látum rétt fyrir kosningar en myndi aldrei hringja á lögregluna.

Landið (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 01:56

12 identicon

Það er ekki rétt hjá þér. Til er eitthvað sem heitir vinstrisinnaðir fasistar. Sú hugmyndafræði gengur þvert á hefðbundnar stefnur vinstri manna um jafnrétti.

Gott við erum alveg sammála varðandi lögreglu og kosningaáróðursþreytu.

Tómas (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:36

13 identicon

Ef ég væri að fara í sund þá væri ég ekki sáttur við ef t.d. Mormónar væru mættir að stundua trúboð á sundlaugarbakkanum, alveg sama hvort þeir gæfu pylsur eða ekki.

Þegar maður er að fara í sund nennir maður ekki að verið sé að reyna að selja manni eitthvað, alveg sama hvaða stjórnmála- eða trúarskoðun væri um að ræða.

Tóti (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:24

14 identicon

Það má vera að það sé rétt hjá þér Tóti og margir eru eflaust sammála þér um óþolandi sölumennsku stjórnmálaflokka fyrir kosningar en það gefur hvorki þér né nokkrum öðrum rétt á að hefta tjáningarfrlesi einstaklinga.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband