29.4.2010 | 15:50
Gangvirkið
Viðskiptabankar eru ekki góðgerðastofnanir heldur fyrirtæki með það markmið, eins og önnur fyrirtæki, að hámarka hagnað, starfsmönnum þess, hluthöfum og samfélaginu öllu til góða.
Ekki verður lagt mat fljótt á litið um hagi þess fólks sem um ræðir í fréttinni en ganga verður að því sem gefnu að ákvörðun bankans hafi verið tekin með hagsmuni annarra viðskiptavina og hluthafa að leiðarljósi, annað væri óeðlilegt.
Fólk verður ekki gjaldþrota nema það geri mistök og þau mistök er ekki annarra viðskiptavina sem staðið hafa í skilum að greiða fyrir.
Jörðin seld án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Athugasemdir
Erlend lán hækkuðu skuldir um 120% ekki hægt að standa undir því. Um 30% mjólkur framleiðslunnar á í sama vanda.
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 17:54
Hvað með hin 70%? Af hverju eru þau ekki í vanda?
Freyr (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:20
Hér er aðalmálið að salan var þröngvuð fram með hótunum um gjaldþrot .Viðskiptunum er svo beint til eins aðila án auglýsingar, bindandi en óviðunandi samkomulag er gert og selt ofan af fjölskyldunni . Jörð með mjólkurkvóta og bústofni , 1000Ha að stærð , sem áður var boðið 280 millj í er nú seld á 150 millj (andvirði mjólkurkvótans).
Bankarnir hafa komið fólki í þessa stöðu, þeim ber að liðsinna fólki, lengja lánalínur, lækka vexti og koma því þannig fyrir að fólk geti staðið í skilum. Það hefði verið hægur vandi í þessu tilviki.
Hér er verið að fremja níðingsverk.
Varðandi þessar tölur , þá eru þær rangar. Allir bændur eiga í erfiðleikum nema þeir sem hafa aðra atvinnugrein samhliða.
Árni Þór Björnsson, 30.4.2010 kl. 00:49
Freyr það er vegna þess að þau eru lítil og hafa ekki endurnýjað húsakost og tæki eins og allflest stærri bú landsins, það af leiðir að þau litlu munu ekki lifa nema í nokkur ár án endurnýjunar þegar að því kemur er hætt við að framleiðsla landbúnaðarafurða muni vera erfið hér á landi því miður!
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 00:52
Fjármagnið er of dýrt það er vandamálið!
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 00:52
Það er rétt að bankar verða að hafa hagsmuni hluthafa að leiðarljósi. Það er rangt að fólk verði gjaldþrota einungis vegna eigin mistaka. Ástæðan getur líka verið óheppni eða svik.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2010 kl. 10:45
Við erum mörg orðin langþreytt á þessu sífellda dekri við skuldara. Hver gætir hagsmuna sparifjáreigenda og hver gætir hagsmuna skattgreiðenda. Ekki er ég sem skattgreiðandi tilbúinn til að borga fólki styrki sem hefur glutrað niður eigum sínum af eigin rammleik.
Sigga (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 11:53
Sigga firr má nú rota en dauðrota stökkbreitt lán eru ekki greiðanleg það vita allir og ef ekki verður komið til móts við skuldara svo þeir geti borgað sanngjarnt til baka það er að borga lánið með eðlilegum vöxtum án verðbóta þá mun það leiða til þess að þú og ég þurfum ekki að borga styrki til skuldarana! Því er nú svo varið að ef þeir sem taka lán sem ekki er hægt að borga tapa öllu þá eru það við sem borgum á endanum með hærri sköttum og minni þjónustu viljum við það?
Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.