Fagnaðarefni

Sú ákvörðun Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að draga framboð sitt til baka til formennsku í blaðamannafélagi Íslands verður að teljast fagnaðarefni fyrir alla þá sem unna óháðri og ópólitískri fjölmiðlun.

Þóra Kristín hefur sýnt það í störfum sínum í fjölmiðlum að hún telji skoðanir sýnar best geymdar í fréttum og umfjöllunum fyrir grunlausan almenning.

Þá hefur hún í störfum sínum fyrir Blaðamannafélag Íslands tekið fordæmislausar ákvarðanir með eigin hagsmuni í huga, meðal annars þegar hún sem formaður félagsins, fordæmdi pólitíska ráðningu Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið. Til að hnykkja á því að yfirlýsingin vegna ráðningar Davíðs hefði verið tekin með pólitískar skoðanir Þóru Kristínar í huga, ákvað hún að láta kjurt liggja að gagnrýna harðlega pólitíska ráðningu Ólafs Stephensen á Fréttablaðið sem og kaup aðila tengda í Vinstri grænna á DV.

Fjölmiðlar á Íslandi eru almennt í einkaeigu og ef félag, sem telur sig gæta hagsmuna heillar stéttar, ætlar að velja úr og gagnrýna einstaka miðla eftir eigin geðþótta, er fjandinn laus.

Þegar starfsmenn félags sem á að standa vörð um blaðamennsku í landinu beita sér mér slíkum hætti sem Þóra Kristín hefur gert er vandséð hvernig félagið á að geta talist hornsteinn vandaðrar blaðamennsku.


mbl.is Styðja störf Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Og ekki sagði Þóra Kristín mikið þegar Elínu Hirst og fleirum var sagt upp fyrirvaralaust á RÚV (eða RÚ-VG). 

Ágúst St. Ágústsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:59

2 identicon

Ja, mikid vaeri nu oskandi ad thad vaeru fleiri bladamenn eins ohadir og Agnes Bragadottir, tha vaeri Frjalshyggjufelaginu lett.

Fridrik Jensen (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband