28.4.2010 | 16:31
Afnemum hjúskaparlög
Hvers vegna hvarflar það ekki að nokkrum einasta þingmanni að afnema hreinlega hjúskaparlög? Hvers vegna ætti að binda sérstakar lögfylgjur sambandi eins karls og einnar konu? Nú býr fólk í alls konar sambúð og samvistum, jafnvel fleiri en tveir fullorðnir einstaklingar saman, fullorðið venslað fólk býr oft saman, fólk skilur við barnsföður eða barnsmóður sína og býr eitt.
Veruleikinn er miklu margbrotnari en hin þröngi heimur stjórnmálamanna og embættismanna (þar með talið kirkjunnar manna) megnar að greina. Þess vegna er erfitt að sjá sérstakar röksemdir til þess að hafa hjúskaparlög.
Í landinu ríkir samningsfrelsi og menn ættu því að geta samið um hvaða það form á sambúð sem það getur hugsað sér. Að einskorða sérstaka löggjöf við hjúskap karls og konu er tímaskekkja.
Biskup býst við einum hjúskaparlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir.
Það er frjálshyggjunni ekki til framdráttar, né öðrum stjórnmálastefnum, þegar þeir sem telja sig til viðkomandi stjórnmálastefnu þurfa að viðra skoðanir sínar opinberlega fullyrða eitthvað án þess að rökstyðja það.
"Að einskorða sérstaka löggjöf við hjúskap karls og konu er tímaskekkja." Hvernig væri nú að rökstyðja þessa fullyrðingu? Er hugsanlegt að þegar karl og kona búa saman verði seinna til barn? Er ekki best fyrir börn að búa við móður og föður? Ef grunneingin samfélagsins er ekki í lagi er samfélagið ekki í lagi. Þó samingsfrelsi ríki þarf það frelsi ramma. Er í lagi að semja um barsmíðar og líkamsmeiðingar ef annar aðilinn er því samþykkur og gerður er um það samningur? Má semja um hvað sem er?
Þessar skoðanir ykkar eru naív og órökstuddar. Þó ég sé sjálfur frjálshyggjumaður verður maður að taka ofan í bakið á þeim sem halda fram órökstuddum skoðunum í nafni frjálshyggjunnar. Slíkt er ekki í lagi.
Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:16
"taka ofan í bakið" hvað þýðir það? Já, menn geta samið um það að láta berja sig það orðið árásarmanninum refsilaust.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 19:26
Hér eru færð rök máli þessu stuðnings, þú ættir kannski að lesa greinina fyrst áður en þú ferð að gagnrýna, Helgi.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 19:28
Helgi ég get ekki séð að inntak greinarinnar fjalli á nokkurn hátt um "æskilegt" hjúskaparform. Einungis er verið að benda á að ein tegund hjúskaparforms getur varla talist eðlileg í samfélagi hundruð þúsund einstaklinga. Fólk kýs sér sitt form á sambandi í dag og hjúskapur karla og kvenna fækkar ekki við það að afnema þessi lög. Þá tel ég það fráleitt sem frjálshyggjumaður að lög um hjúskap tryggi barneignir á Íslandi.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.