15.4.2010 | 17:24
Úr öskunni í eldinn
Aðild Íslands að fríverslunarsamtökum EFTA getur varla verið sambærileg aðild að tollabandalagi ESB. EFTA ætlast ekki til framsals löggjafarvalds, dómsvalds eða hluta framkvæmdarvalds. Þá takmarkar EFTA ekki utanríkisstefnu Íslands líkt og innganga í ESB gerir. Með aðild að ESB falla allir fríverslunarsamningar og milliríkjasamningar úr gildi og við tekur lokuð tilvist í Evrópuríki Brussel. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af aðildarsinnum þá hefur Ísland aðild að fleiri fríverslunarsamningum í dag en það mun gera innan ESB, enda er ESB lokað verslunarsvæði gamalla heimsvelda. Þeir sem trúa á frjáls viðskipti hljóta því að spyrja sig hvort Ísland sé betur statt lokað inn í Evrópu eða opið og frjálst land með möguleika á að versla við allan heiminn.
Í hverju er trausta umgjörðin sem Össur ræðir um fólgin í? Lögum um innistæðutryggingar, lögum um fjármálafyrirtæki eða fiskveiðistefna sem stuðlað hefur að mestu hamförum á fiskistofnum í sögu fiskveiða.
Þá verður að leiðrétta orð utanríkisráðherrans sem líkt og margir ESB sinnar telur rétt að halda fram röngum staðreyndum og fegra hlutina. ESB kemur ekki til móts við sérstöðu aðildarríkja að því magni sem Össur gefur til kynna. Engar undanþágur hafa verið gerðar á Sjávarútvegsstefnu ESB, landbúnaðarstefnunni né öðrum sviðum sambandsins. Össur verður að skýra orð sín betur eða láta þau niður falla. Ósannindi og óðheiðarleiki stjórnmálamanna virðist engum takmörkunum ná.
ESB grundvallarþáttur í endurreisninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr! :)
Halldóra Hjaltadóttir, 15.4.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.