24.3.2010 | 12:58
Hinir nýju einvaldskonungar
Á 18. öldinni ömuðust siðavandir klerkar við skemmtunum almennings sem oftar en ekki fólust í dansi, söng og drykkju. Með tilskipun Danakonungs var dans því bannaður og raunar lagðist dansmennt af alls staðar á Norðurlöndum í kjölfarið vegna stranglútherskra siðaspeki sem bannaði mönnum að skemmta sér.
Á 21. öldinni hugsa íslenskir vinstrimenn líkt og kirkjuleiðtogar 18. aldar og nýta sér ofurtök á samfélaginu til að banna fólki að dansa nakið gegn greiðslu. Nú, líkt og fyrir hálfri þriðju öld, ætla menn að heimfæra eigin ofstæki í siðferðismálum upp á fólk með ofbeldi.
Sumir læra aldrei neitt.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ennþá bara talað um vinstrimenn jájá, ekkert um að þingmenn úr öllum flokkum hafi staðið að baki málinu og samþykkt það...
Skúli (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:26
Jú, vinstrimenn úr öllum flokkum.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 01:25
Hetjur frelsisins létu sig hverfa úr þingsalnum, en eftir sátu þau Árni Johnsen og Ragnheiður Elín og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þetta er nú allt viðnámið gegn talibanískri þróun á Íslandi. Maður spyr sig óneitanlega, hvað verður það næst? Kannski frumvarp um netlöggu? Það væri eftir öðru.
Gústaf Níelsson, 25.3.2010 kl. 14:54
http://www.althingi.is/altext/138/03/l23140722.sgml
Hmm mér hefði ekki dottið í hug að hægt væri að kalla Guðlaug Þór, Pétur Blöndal, Einar K Guðfinns og Ásbjörn Óttars vinstrimenn...
Skúli aftur! Hvenær ætlar hann að hætta? (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.