Hinir nýju einvaldskonungar

Á 18. öldinni ömuðust siðavandir klerkar við skemmtunum almennings sem oftar en ekki fólust í dansi, söng og drykkju. Með tilskipun Danakonungs var dans því bannaður og raunar lagðist dansmennt af alls staðar á Norðurlöndum í kjölfarið vegna stranglútherskra siðaspeki sem bannaði mönnum að skemmta sér.

Á 21. öldinni hugsa íslenskir vinstrimenn líkt og kirkjuleiðtogar 18. aldar og nýta sér ofurtök á samfélaginu til að banna fólki að dansa nakið gegn greiðslu. Nú, líkt og fyrir hálfri þriðju öld, ætla menn að heimfæra eigin ofstæki í siðferðismálum upp á fólk með ofbeldi.

Sumir læra aldrei neitt.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ennþá bara talað um vinstrimenn jájá, ekkert um að þingmenn úr öllum flokkum hafi staðið að baki málinu og samþykkt það...

Skúli (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:26

2 identicon

Jú, vinstrimenn úr öllum flokkum.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hetjur frelsisins létu sig hverfa úr þingsalnum, en eftir sátu þau Árni Johnsen og Ragnheiður Elín og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þetta er nú allt viðnámið gegn talibanískri þróun á Íslandi. Maður spyr sig óneitanlega, hvað verður það næst? Kannski frumvarp um netlöggu? Það væri eftir öðru.

Gústaf Níelsson, 25.3.2010 kl. 14:54

4 identicon

http://www.althingi.is/altext/138/03/l23140722.sgml

Hmm mér hefði ekki dottið í hug að hægt væri að kalla Guðlaug Þór, Pétur Blöndal, Einar K Guðfinns og Ásbjörn Óttars vinstrimenn...

Skúli aftur! Hvenær ætlar hann að hætta? (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband