16.3.2010 | 09:56
Steingeldir öldungar
Á seinustu áratugum hafa vestrænir menn verið að brjótast úr viðjum íhaldssamrar siðavendni, eins og þeirri hugmynd að nekt sé syndsamleg og kynlíf eitthvað óskaplega óguðlegt nema til að fjölga mannkyninu. Þessar breytingar eru til bóta, enda siðareglur flestar settar af steingeldum öldungum kirkjunnar á ýmsum tímum.
Raunar er siðferðið ansi tvöfalt innan kirkjustofnana sem boða siðavendni í aðra röndina en halda að sama skapi hlífiskildi yfir alls kyns öfuguggum sem níðast á börnum og þroskaheftum. En það er önnur saga.
Hins vegar ætla íslenskir vinstrimenn að halda uppi merkjum hinna steingeldu öldunga og meina fólki að sýna sig nakið gegn greiðslu, eins saklaus og sú iðja er. Hugtökin íhald og afturhald eru óðum að taka á sig nýja merkingu, enda virðast fáir vera jafnafturhaldssamir og vinstri grænir.
Styður bann við nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta kemur varla á óvart enda hafa forræðishyggjuöfl feminista og kommunísta tekið völdin á Íslandi. Við erum bara heppin ef við fáum að sjá konurnar okkar naktar inní svefnherbergjum okkar eftir að þessar kerlingar hafa náð sínu fram.
Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:08
Sælir kæru vinir.
Ég er ekki sammála ykkur í öllu en þarna hittu þið naglann á höfuðið.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:29
Vinstrimönnum nægir að fullyrða að hitt og þetta sé tengt þessum stöðum og þá á bara að banna þá. Það hefur enn ekkert verið sannað upp á neinn þessara staða. Jafnvel þó slíkt gerist á ekki að loka þeim. Við bönnum ekki alla bílaumferð ef einhverjir keyra fullir, eða hvað?
Þessir staðir eru atvinnuskapandi og svo er flestir útlendingar sem hingað koma vanir slíku heiman frá sér og vilja því geta kíkt á svona staði þegar þeir ferðast. Við höfum því tekjur af þessum stöðum og hið opinbera skatttekjur. Annars á ég erfitt með að ímynda mér að hægt sé að banna þetta vegna þess að þessi starfsemi ætti að njóta verndar stjórnarskráarinnar (atvinnufrelsi). Er ekki meira vit í að banna skyndibitastaði þar sem þeir hafa slæm áhrif á heilsu þjóðarinnar og stuðla þar með að dýrara heilbrigðiskerfi?
Mér finnst ekki rétt að vera að draga kirkjuna eða kirkjunnarmenn í svaðið í inngangi þessarar greinar en forræðishyggja vinstrimanna er alveg hroðaleg. Skemmst er þess að minnast er Steingrímur vildi koma upp netlöggu svo hægt væri að passa að fólk gæti ekki horft á neitt óæskilegt. Nú á að banna þetta saklausa stripp. Hvað er svo næst?
Jon (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 18:25
Ég vil aðeins fá að valda ykkur vonbrigðum með það að það voru ekki bara vinstrimenn sem sömdu frumvarpið, flutningsmenn voru þau Siv Friðleifsdóttir, Atli Gíslason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Eygló Harðardóttir,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backman. Siv og Ragnheiður eru ekki vinstrimenn eins og ég hugsa að þið vitið vel. Hægt er að sjá þetta hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0021.html. Hér er svo slóð á nefndarálit allsherjarnefndar: http://www.althingi.is/altext/138/s/0784.html og þar kemur greinilega fram að fleiri en bara vinstrimenn styðja þetta, t.d. Ólöf Nordal. Enginn sagði nei þegar kosið var um frumvarpið.
Skúli (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:41
Ragnheiður og Siv ekki vinstrimenn???!!! Hahahahaha þvílíkur brandari.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:48
Ok...
En nú er búið að greiða atkvæði um frumvarpið eins og sjá má hér: http://www.althingi.is/altext/138/03/l23140722.sgml. Enginn sagði nei og fólk úr öllum flokkum studdi málið en tveir greiddu ekki atkvæði. Bara vinstrimenn ha? Grín
Skúli (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.