13.3.2010 | 13:53
Vinstrimenn elska báknið
Niðurstaða skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun verða eitthvað á þessa leið: Eftirlitskerfin brugðust - stjórnkerfið brást og þess vegna þarf að "efla stjórnsýsluna", "fjölga embættismönnum" sem vinna að "rammaáætlunum sem grundvallast á þverfaglegum nálgunum". Sumsé fjölga embættismönnum sem vinna við að búa til reglugerðir og kraftbendla fyrri aðra embættismenn þar sem skilgreindir eru "greiningarferlar sem taka mið af markmiðasetningu".
Við sauðsvartur almúginn erum náttulega ekki nógu vel menntuð til að skilja hvað við er átt. Við eigum heldur aldrei neinn möguleika á að komast í gott djobb suður í Brussel.
Ný stofnun kostar milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi grein er algert bull og rugl.
Landbúnaðarstefnan er stefna Sjálfstæðisflokksins, stefna Davíðs Oddsonar og fyrirrennara hans. Sú stefna kostar Íslenska skattgreiðendur 10 milljarða í formi niðurgreiðslna á hverju ári. Innflutningsverndin kostar okkur síðan álíka mikið. Forkólfar landbúnaðarins kúka ekki án þess að fá greitt fyrir það úr okkar vösum og ráða öllum sínum málum sjálfir fyrir hönd skattborgara. Landbúnaðarkerfið er líklegasta það heimskasta allra tíma, toppar flest í Rússlandi og Kína fyrr og síðar.
Þið standið m.a. vörð um þetta kerfi, eruð útsendarar íhaldsins og um leið óvinir frelsis og jafnréttis sem þið ættuð að berjast fyrir.
þið hægri báknarar. Leggið þetta félag niður.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 17:12
Þú ert nú meiri grínarinn Jósep - hvað hefur þetta félag með íhald að gera? Hvað hefur þetta félag með Sjálfstæðisflokkinn að gera? Sjálfstæðisflokkurinn er vinstriflokkur. Þér og öðrum sem vilja tjá sig á opinberum vettvangi væri hollara að ræða það efni sem uppi er hverju sinni í stað þess að gaspra af svona mikilli fávisku.
Sigga (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 18:38
Sigga. Afneitar frjálshyggjufélagið með öllu öllum tengslum við sjálfstæðisflokkinn. Er þetta félag ekki þá hin raunverulegi sökudólgur hrunsins????það var nú frjálshyggjan sem brást og hrundi..
Ykkur væri hollar að halda í við tengsl við Sjálfstæðismenn og láta þá taka skellinn
Banjó (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 23:37
Banjo- thu hefur tjad thig herna a odru hvoru blogginu um thessa frett og eg se ekki betur en ad thu sert HALVITI! sem hefur ekkert annad ad leidar ljosi en hatur thitt a Sjalfstaedisflokknum! hver i andsotanum helduru egilega ad thu sert!?
Gudni (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 00:44
Hérlendis er mikil tilhneiging til að kenna stjórnmálamönnum og eftirlitsstofnunum um hrunið. Slíkt endurspeglar mikla vanþekkingu á hruninu. Það sem fyrst og fremst olli hruninu var vanþekking okkar í hagspeki. Stýrivextir voru árum saman of lágir (sem leiddi til of mikils fjár í umferð) og sá vöxtur sem við sáum víða um heim var ekki varanlegur heldur bóla. Þetta vitum við nú en fæstir vissu fyrir fáeinum árum.
Þeir sem vilja kenna Sjöllunum um hrunið ættu að spyrja sig hvaða flokkur var við völd t.d. í Bretlandi þegar allt hrundi. Jú, systurflokkur Samfylkingarinnar, Verkamannaflokkurinn. Samfylkingin hér hafði líka rúmt ár til að bjarga öllu en gerði það ekki frekar en aðrir flokkar. Bandaríkjamenn verða seint sakaðir um að vera vinstrisinnaðir en þar varð hrun. Þessi einföldu dæmi sýna svart á hvítu að ekki gengur að hengja þetta hrun á einstaka stjórnmálastefnur heldur fyrst og fremst vanþekkingu okkar á hagspeki og fjármálum. Annað dæmi: Ef ég keyri fullur, er það þá Jóhönnu og Steingrími að kenna? Nei, ég einn ber ábyrgð á því líkt og öll þessi fyrirtæki sem skuldsettu sig í botn bera ábyrgð á sinni skuldsetningu. Þetta segir sig alveg sjálft!!
Við vitum að mikið bákn er dýrt og það þarf að fjármagna með skattheimtu. Fækka þarf ríkisstarfsmönnum, grisja vel í ráðuneytunum og á fleiri stöðum. Þá er hægt að lækka skatta og þá fara hjól efnahagslífsins að snúast.
Jon (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.