24.2.2010 | 16:16
Gróðavæn gróðurhús
Öll göngum við með einhverjar hugmyndir um það hvernig við ætlum að verða rík, bæta samfélagið eða hvoru tveggja. Allt of margir reiða sig hins vegar á að láta aðra greiða fyrir hugmyndir sínar í gegnum skattfé. Það er orðinn lenska hjá listamönnum og fólki í hinum listræna bransa að reiða sig á almannafé og nú eru sprotafyrirtækin komin á sömu braut. Sum þessa sprotafyrirtækja eru svo mikil sprotafyrirtæki að þau verða aldrei neitt annað og lifa á styrkjum alla sína starfsævi.
Ég ætla ekki að setja mig á háan hest og dæma þessa hugmynd af eða á en ef hún er nógu góð til að ganga upp þá ætti höfundur hennar annað hvort að leita fjárfest í hana eða leitast við að fjárfesta hana sjálf. Verði hins vegar ríkið að koma að henni til að upp gangi er betra að snúa sér að örðu og arðbærara verkefni.
![]() |
Pláss til leigu í gróðurhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Nú geta kannabisræktendur leigt sér draumaaðstöðu þar sem löggan fær ekki upplýsingar um orkunotkun einstakra leigjenda ...sniðugt!
corvus corax, 24.2.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.