Að þekkja sinn vitjunar tíma

Þegar einstaklingar hafa rekið fyrirtæki í þrot er góð regla að hleypa öðrum að. Það veltur þó ávalt á kröfuhöfum hver eignast gjaldþrota fyrirtæki ef nokkur. Það er hins vegar ljóst að hver og einn sem tók þátt í skoðanakönnuninni getur kosið að versla við önnur fyrirtæki en þau sem rekin eru af Hagar. Það mun á endanum vera markaðurinn þ.e. neytendur sem ráða því hvort Hagar stendur eða fellur.

Kjósi fólk að halda áfram að versla í Bónus, Hagkaup, 10-11 og öðrum fyrirtækjum Hagar þá er ljóst hvert traust neytenda er eða verður við nýja eigendur.


mbl.is Segir viðmót viðskiptavina Haga annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Er ekki allt gert sem hægt er að gera til að lappa upp á þá sem fljótastir eru að koma fyrirtækjum í þrot og því hraðar sem þrotið er stærra. Ég gef Jóhannesi ekki klapp á bakið né rós í hnappagatið.

Aðalsteinn Tryggvason, 23.2.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Tími Jóhannesar er liðinn, en hann kemst á spjöld sögunnar, sorglegt að endirinn sé gjaldþrot,

tíu miljarða kúlulán m.a. á færibandinu þokast nær, en hann má eiga það, feðgarnir héldu mörgum frá hungursneið

Bernharð Hjaltalín, 23.2.2010 kl. 20:49

3 identicon

það eru komin nokkur ár síðan ég hætti að versla við menn sem vilja ekki samkeppni

svo einfalt er það

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:13

4 Smámynd: Hlöðver Ingi Gunnarsson

Það er nú varla hægt að tala um að fólk hafi mikið val hérna á Íslandi um hvað það eigi að verzla.

Hlöðver Ingi Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 14:12

5 identicon

11-11, Krónunni, Nóatún, Nettó, Melabúiðinni, Fjarðarkaup, Kosti og fleiri stöðum. Hagar reka alls ekki allar verslanir á landinu.

Landið (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband