23.2.2010 | 13:40
Helgar tilgangurinn meðalið?
Stjórnvöld eru gjörn á að réttlæta afskipti sín af neysluvenjum og einkahögum fólks með því að benda á tilganginn. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að umferðaóhöppum myndi fækka ef einkabíllinn væri bannaður. Færri íþróttameiðsli ef hættulegar íþróttir og tómstundir yrðu bannaðar og þarf eftir götunum.
Það er mjög gott að alvarlegum glæpum hefur fækkað sér í lagi nauðgunum en hefði ekki mátt ná sama árangri með öðrum hætti en að hefta einstaklingsfrelsi fólks? Bæði með forvarnarstarfi og hertri refsilöggjöf.
Ef við sættum okkur við að tilgangurinn helgi meðalið, hvar drögum við þá mörkin?
Færri afbrot eftir brennivínsbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit reyndar ekkert um refsilöggjöfina í Grænlandi en almennt set ég spurningamerki við herta refsilöggjöf. Ekki er hún að virka í "landi tækifæranna"
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 13:56
Ég mæli með forvörnum
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 13:57
Það er allur gangur á því Gunnar. Helsta vandamálið hérna í Bandaríkjunum er hvað margir sitja inni fyrir fíkniefnabrot. Hljómar ljótt að segja það en það liggur við að annar hver svertingi hérna hafi setið inni fyrir "possession". Slík löggjöf er algjörlega út í hött og þarf að endurskoða.
Það er hins vegar rétt að hafa þunga dóma fyrir nauðgun, morð og önnur ofbeldisbrot. Það hefur sýnt sig að þessum brotum hefur fækkað við hertar refsingar.
Landið (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.