Eignaupptaka ríkisins

Sumir halda því fram að á umliðnum áratugum hafi frjálshyggjumenn ráðið ríkjum hér á landi. Á þessari síðu hafa verið færð margvísleg rök fyrir hinu gagnstæða. Þar á meðal eru lögin um þjóðlendur, sem fela í sér stærstu eignaupptöku Íslandssögunnar, en ríkisvaldið hefur hægt og bítandi verið að eigna sér óbyggðir landsins. Þetta hefur allt gerst í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks - stefna sem er sósíalísk í eðli sínu.

Nær væri að stefna að einkaeign á öllu landi. Það myndi tryggja hagkvæmari nýtingu en nú er reyndin. Í mörgum tilfellum er um að ræða verðmæt vatnsréttindi, en auknar virkjanaframkvæmdir er grundvöllur áframhaldandi framþróunar atvinnulífs. Vísast má telja að einkaeign á óbyggðum svæðum landsins myndi leiða til meiri verðmætasköpunar í þjóðfélaginu - öllum landsmönnum til hagsbóta.


mbl.is Þjóðlendulögum verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér þætti það alveg rosalegt ef presturinn á Valþjófsstað fengi ekki í friði óskoruð yfirráð á öllu landi og hlunnindum jarðarinnar.

Til hvers eru menn að fórna sér á varla meira en hálfum ráðherralaunum til að vernda sálir fólks á útnárum þessa lands ef Almættið tryggir þeim ekki ofurlitla uppbót með atbeina stjórnarskrár okkar.

Á hvaða leið er siðferði þjóarinnar ef allir eiga að vera jafnir?

Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband