Skrípaleikur

Hvernig getur hópur fólks talið sig vera þess umkomið að stöðva framgang laga og réttvísi í landinu? Það er eðlilegur gangur viðskiptalífsins að þeir sem ekki geta greitt af skuldum sínum fari í þrot. Slíkar aðgerðir eru oft þjáningafullar, en engu að síður nauðsynlegar.

Sá er þetta ritar taldi að menn hefðu lært lexíu síðastliðinn vetur þegar tveir lögreglumenn hlutu varanleg örkuml eftir skrílslæti svokallaðra mótmælenda, en ruglið í samfélaginu virðist eiga sér fá takmörk.


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er nauðsynlegt við það að selja ofan af þeim sem hafa farið í þrot? Til hvers að láta íbúðir og hús standa tóm um allan bæ, og fólk og fyrrum íbúa þeirra á götunni? Það er satt sem þú segir, ruglið í samfélaginu virðist eiga sér fá takmörk. 

... (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:06

2 identicon

Er það eðilegur gangur viðskiptalífisins að aðeins annar aðilinn í viðskiptum (lántakinn) ber alla áhættu á meðan hinn aðilinn (lánveitandi) getur á sama tíma unnið honum miska með markvissum aðgerðum til að fella gengið og hækka lánin. Og síðan krafist gjaldþrots meðan hann afskrifar lán til annara viðskiptavina.

"stöðva framgang laga" segir þú.  Það eru til samningalög sem taka á svona ógjörningi og stjórnvöld eru ekki af fara eftir þeim lögum.

Þetta verða vonandi ofbeldislaus mótmæli í anda Ghandi.

Geir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Engan fíflagang þetta er alvöru mál.  Dreifið þessum linkum út um allt;

Magnús Sigurðsson, 10.2.2010 kl. 17:16

4 identicon

Hvar kom fram að fólk hafi verið með skrílslæti í fréttinni ? Það fór líka framhjá mér þó ég hafi þrílesið textann að einhverjir hafi hlotið örkuml, ef herra/frú bloggari sem skrifar veit betur væri gaman að þær upplýsingar kæmu fram.

En það er rétt að hópur fólks, lítill hópur, telur sig hafna yfir lög, en það er ólíklegt að þeir aðilar hafi verið í hópnum sem fór að trufla uppboðið.

Atli (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:30

5 identicon

Herra Frjálshyggjufélag:

Hvað er nauðsynlegt við það? Ég bið um skýran og greinagóðan rökstuðning.

Takk fyrir.

Atli (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:45

6 identicon

Er frjálshyggju félagið að mála hjá VG ? Það er ekkert eðlilegt við það að það sé byrjað rífa íbúðir af fólki þegar það var forsendubrestur á öllum lánum í landinu. Það ætti frekar að leiðrétta lánin hjá einstaklingum svo fólk geti borgað og þá lánastofnanir sitt fé. En svona eignaupptaka er BRUTAL. Var ekki alltaf verið að tala um einhverjar aðgerðir til að hjálpa fólki? var það kannski bara djók eins og ríkisstjórnin

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:07

7 identicon

Hvernig dettur þér í hug að segja svona......
Þú hlýtur að vera með olíu í höfðinu...
Það er verið að setja fólk út á gaddinn fyrir það eitt að hafa keypt sér íbúð.
Allir þeir sem eru að missa sitt fór einu sinni í greiðslumat hjá bönkunum og samþykktu þeir þá lán á þá. En núna er öldin önnur......
Ekki láta svona steypu út úr þér........
Frjálshyggjufélagið ætti að loka öllum sínum færslum og hugsa sinn gang.

Diddi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:14

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað heldur þú að þú sért verðu þig það gerir ekki neinn annar það fyrir þig!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 19:22

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sælir frelsisunnendur.

Það sem Heimavarnarliðið er að gera eru örþrifráð til að benda á mikið óréttlæti. Ríkið hefur að miklu leiti bjargað fjármagnseigendum meðan að kjarna fjölskyldan er látin sita á hakanum og borga brúsann fyrir bankamennina. 

Við sem trúum á kosti frjáls markaðars, þar sem fólk tekur afleiðingum gjörða sinna, hljótum að skilja gremju fólks yfir því óréttæti að ákveðinn hópur fólks kemst upp með að fá skattfé og niðurfeldar skuldir meðan allir aðrir þutfa að borga fyrir að miklu leiti mistök og svindl (fraud) annarra.

Jón Þór Ólafsson, 11.2.2010 kl. 00:35

10 identicon

Það er mikilvægt að hér sé lögum og reglum fylgt. Uppboð eru ekki réttur vettvangur til að útkljá álitamál, til þess eru dómstólar. Það er rétt sem hefur komið fram í athugasemdum við þetta blogg að hugsanlega geti forsendur fyrir hækkun margra lána verið brostnar. Það þýðir samt ekki að fólk geti hætt alfarið að borga af lánum sínum. Við verðum líka að passa upp á það að verðlauna ekki það fólki sem fór út í óhóflega neyslu á lánum með niðurfellingu skulda. Hvers eiga þeir að gjalda sem voru ábyrgir og lifðu innan sinna heimilda? Er réttlátt að láta fella niður skuldir þeirra sem notið hafa gæðanna af takmarkalausri eyðslu sinni?

Ég get vel tekið undir þá gagnrýni sem komið hefur um að hér hafi fjármagnseigendum, mörgum, verið bjargað og byrgðar þeirra færð á herðar heimila landsins í formi hærri skatta og vöruverðs. Þar liggur líka grunnur hrunsins þ.e. ábyrgðaleysi í skjóli ríkisábyrgða. Menn sem fara með annarra manna fé eru aldrei eins varkárir og þeir sem fara með sitt eigið.

Annars get ég ekki svarað öllum spurningum hér enda ekki mitt blogg en mig grunar að textahöfundur sé að vísa til þess að kröfuheimildir og veð verði að standa til þess að traust haldist með slík viðskipti. Án þess eru forsendur flestra fjármagnsgerninga og viðskiptabréfa brostnar. Það vill enginn búa í samfélagi þar sem ekki er hægt að fá lán.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 09:16

11 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já Vilhjálmur, það er mikilvægt að lögum og reglum sé fylgt. En þeir sem trúa á réttinn til friðsamrar borgaralegrar óhlýðni eins og Thoreau, Martin Luther King og Gandi, áskilja sér rétt til að fylgja ekki lögum sem þeim finnst óréttlát, og það réttilega. Hér er málum hins vegar svo háttað að kröfuhafar og ríkisvaldið er að brjóta lögin.

Lánaviðskiptin sem eru að kom fjölda fólks í gjaldþrot voru brot á lögum að hálfu lánveitenda (ég vísa til orða Jóhannes Bjarnar að neðan), svo það er skiljanlegt að fólk óhlýðnist þegar ríkisvaldið framfylgir ólöglegri og óréttlátri kröfu lögbrjóta um gjaldþrot og nauðungarsölu á eigum fórnarlamba þeirra.

Uppboð getur vissulega verið réttur vettvangur til friðsamlegrar borgaralegrar óhlýðni í þessu máli.

Jóhannes Björn sagði á Austurvelli og Silfri Egils 23 og 24 janúar síðast liðin:

Lög nr. 38 frá 2001 eru skýr. Gjaldeyristryggð lán eru ólögleg. En jafnvel þótt þessi lög væru ekki fyrir hendi þá gerði gjaldeyrisbrask bankanna 2008 verðtryggðu lánin marklaus. Í stuttu máli þá tóku bankarnir stöðu á móti viðskiptavinum sínum þegar þeir snarfelldu gengi íslensku krónunnar. Þeir græddu því bæði á fallandi gengi og hækkun allra gengistryggðra og verðtryggðra lána. Þetta voru ekki eðlileg bankaviðskipti heldur glæpastarfsemi og margur hefur verið settur í járn fyrir minna.

Í 36. grein laga nr. 7 frá 1936 segir orðrétt:

Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig …

Síðan segir í þessum sömu lögum:

Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.”

Lögin eru skýr og nýlegur dómur sem féll lánafyrirtæki í vil í Héraðsdómi Reykjavíkur sýnir okkur aðeins að samtrygging valdsins hefur náð óþolandi stigi og réttarfar á Íslandi á enga samleið með kerfi landa sem við viljum bera okkur saman við.

 Hér er linkur á tímamótarit Henry David Thoreau "Skyldan um Borgaralega Óhlýðni."

Jón Þór Ólafsson, 11.2.2010 kl. 11:28

12 identicon

Sæll Jón Þór

Það eru vissulega ýmiss lögfræðileg álitaefni sem koma til greina t.d. hvort um gjaldeyrislán og ráðgjöf um þau byggi á flóknum fjármálagjörningum þ.e. hvort ekki sé um afleiðusamninga að ræða.

Annars ætla ég ekki að taka afstöðu til þess hvernig dómstólar munu og eiga eftir að taka á þessu en ég skora á fólk að taka ágreiningsmál sín til dómstóla en láta dómstól götunnar eiga sig.

Það má heldur ekki gleyma því að fólk tók þessa peninga að láni og það þarf að endurgreiða þá, hverjir svo vextirnir verða og hækkun á þeim. Væri það ekki gróf mismunun að fella niður skuldir þeirra sem tóku erlend lán og þar með tóku áhættu á sveiflum í genginu og þeim sem tóku vertryggð innlend lán?

Auðvitað er reiði fólks skiljanleg en ég er ekki viss um að hún sé alltaf réttmæt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:17

13 identicon

Jón Þór. Af hverju ertu alltaf að vísa til einhverrar umfjöllunar um gengistryggð lán í tengslum við aðgerðir Heimavarnarliðsins vegna verðtryggðs láns. Þó svo að skiptar skoðanir séu um lögmæti þessarar gengistryggðu lána hef ég ekki orðið var við neinn slíkan ágreining um verðtryggð lán. Allavega eiga röksemdir vegna gengistryggðra lána ekki við um verðtryggðu lánin.

Til viðbótar þessu Jón Þór, hvernig réttlætir þú þessar aðgerðir, sem í raun snúa að því að verja hagsmuni aðila sem búinn er að leigja út íbúðina og hefur þar af leiðandi tekjur af henni, en hefur greinilega ekki haft síðan fyrir því að greiða af lánum sínum (bara stungið leigunni í vasann), þannig að algerlega óviðkomandi fjölskylda, þ.e. leigjendurnir eru nú í algerri óvissu um frahaldið hjá sér, fyrir utan það að þurfa að sæta því að fá inn á heimili sitt helling af óviðkomandi aðilum vegna uppboðsins, og ég veit að sú krafa kom hvorki frá þeim sýslumanni sem var að framkvæma uppboðið, né heldur uppboðsbeiðanda??

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband