9.2.2010 | 09:00
Hernaðarbrölt hálfvita
Heimskulegri hugmynd gat varla komið frá þessari konu og ekki gott innlegg í hugsanlegt forsetaframboð hennar 2012. Hernaður á ekki að eiga sér stað nema í sjálfsvörn og er alls engin lausn í deilunni við Íran. Réttast væri að Bandaríkin, þetta stóra og öfluga hagkerfi, beitti sér fyrir auknum viðskiptum við Íran með niðurfellingu tolla og tvíhliða fríverslunarsamning. Verslun er besta leiðin til að opna lönd fyrir nýjum hugmyndum og tengja ólíka menningarheima. Með auknum viðskiptum skapast fleiri sameiginlegir hagsmunir sem fæla enn frekar ríkistjórnir landanna frá því að fara í hár saman.
Boðskapur frelsis er friðarboðskapur ekki hernaðarbrölt. Repúblikanaflokkurinn væri betur staddur með friðardúfuna Ron Paul í forustu en stríðsfugla Bush.
Palin vill stríð við Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.