5.2.2010 | 13:04
Einkavæðum RÚV
Hvernig væri að losa skattgreiðendur undan því í eitt skipti fyrir öll að standa straum af rekstri ríkisútvarpsins? Stofnunin hefur verið hörmulega illa rekinn undanfarna áratugi og marsinnis farið langt fram úr fjárheimildum.
Stuðningsmenn sérstaks ríkisútvarps nefna einkanlega þrjár ástæður fyrir því að halda úti jafnsteinrunninni stofnun. Fyrsta ástæðan er sú að útvarpið hafi menningarlegu hlutverki að gegna. Einkaaðilar geta sinnt menningarviðburðum jafnvel og einkaaðilar, ekki þarf sérstakan fjölmiðil til að básúna menningarefni, en einnig er til þess að líta að útvarpið sinnir ekki þessu "menningarhlutverki" að nokkru marki, heldur er einkanlega í beinni samkeppni við einkareknar stöðvar. Í öðru lagi er talað um "öryggishlutverk". Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra getur hæglega falið einkareknum ljósvakamiðlum slíkt hlutverk, en þeim er jafnvel treystandi til að rækja slíkar skyldur og ríkisstofnun. Í þriðja lagi halda fylgjendur ríkisútvarpsins því fram að stofnunin sé eini hlutlausi og óháði fjölmiðillinn. Þau rök eru hin allra hlægilegustu, enda ekki til hlutdrægari fréttamiðill en ríkisútvarpið og auðvelt að tilfæra þúsundir dæma um slíkt á liðnum árum.
Eftir stendur að réttast væri að losa ríkið við þessa byrði, sem í ofanálag skekkir samkeppnisstöðu á markaði. Vilji menn ekki ganga svo langt er alla vega brýnt að skera enn frekar niður í rekstri stofnunarinnar, því hún getur ekki með nokkru móti réttlætt svo mikinn rekstrarkostnað.
Segja alþingismenn bera ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fátt fer jafn mikið í taugarnar á manni og þegar þetta lið sem hefur framfæri sitt af því fer að fjasa um menningar- og öryggishlutverk þess. Fyrir okkur sem munum tímana fyrir dag RÚV, þegar ekki var völ á öðru útvarpi, þá hljómar fyrir eyrunum á okkur hið ömurlega menningargaul, sem hellt var yfir landslýð ásamt með útvarpi frá jarðarförum í Reykjavík. Ástæður þess að enginn hlustar né horfir lengur á stöðvar RÚV eru eingöngu þær, að þær eru svo uppteknar af "menningar" hlutverkinu að þar er ekkert flutt sem vekur áhuga, EKKERT. Selja batteríið eins og það leggur sig. Breyta þessum húshjalli við Efstaleitið svo í tugthús.
Þögull Þorri (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:11
Þetta var ein af röksemdunum fyrir niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar. Aðrir geta séð um verkin. Þe. greiningardeildir bankanna og hagdeildir samtaka atvinnulífsins. Það kom annað í ljós! Mikið hefði nú verið gott að hafa hér Þjóðhagsstofnun árin fyrir hrunið! Í stað þess að þurfa að styðjast við áróður og lygar einkavæddu bankanna og hagsmunapotaranna. Að ég tali nú ekki um, þegar allt hrundi. Þá vissu stjórnmálamennirnir nefnilega ekkert um stöðu þjóðarbúsins. Skuldir þess gat Seðlabankinn ekki sett saman svo á væri mark takandi fyrr enn seint um sumarið 2009! O.s.frv.
Auðun Gíslason, 5.2.2010 kl. 13:41
Auðun Hagstofa Íslands og Seðlabankinn tóku við flestum verkefnum þjóðhagstofnunar, þannig var það nú bara. Þar fyrir utan eru þetta óskild mál. Það væri enginn skaði skeður þó einkavæddu stöðvarnar færu allar á hausinn. Það kemur þá bara ný í staðin eða við verðum bara að lifa við erlendar stöðvar eða stöðvalaus. Enginn fer á hausinn við það. Bókalestur kannski eykst, ekki er það svo slæmt mál.
Landið (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.