Nauðsynlegt að koma fjármálaráðherra frá

Yfirlýsing fjármálaráðherra um nauðsyn þess að hækka skatta er vissulega fráleit líkt og oft hefur verið bent á hér á þessari síðu. Hins vegar er einn athyglisverður vinkill á þessu máli, því Steingrímur hefur nefnilega rétt fyrir sér að einu leyti: Það er rétt út frá sjónarhóli sósíalista að skattpína almenning sem mest. Þeirra hugmyndafræði byggist á miklu ríkisvaldi og mjög háum sköttum. Við sem unnum frelsi og þar með frelsi frá ofbeldi ríkisins metur aðra nauðsyn meira - þá nauðsyn að koma fjármálaráðherra og öðrum ráðherrum frá völdum.

Komandi þjóðaratkvæðagreiðsla er öðrum þræði kosning um ríkisstjórnina, hverju sem tautar og raular. NEI er vopn í baráttunni gegn ofbeldi sósíalista og liður í að koma þeim frá völdum.


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Rétt

Árni Þór Björnsson, 12.1.2010 kl. 11:43

2 identicon

Og að hlusta á hann verja háa skatta með því að reyna að líkja velferðarkerfi Íslands við velferðarkerfi aðra norrænna þjóða. Þau fá actually e-ð fyrir skattana sína annað en við.

nonni (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða endemis moðhaus er ábyrgur fyrir þeim fordómum, heimsku og kjaftæði sem birst hafa á þessari síðu.

Var ekki krafa frá bloggdeild að nafn ábyrgðarmanns kæmi fram undir höfundarnafni ? Eða eru svona raskaðir öfgamenn undanskildir því ?

hilmar jónsson, 12.1.2010 kl. 11:49

4 identicon

Þetta er grátlegur málflutningur hjá annars ykkar ágæta félagi. Þið setjið málið upp sem trúarbrögð og baráttu milli þess hvað er gott og illt, sem kann ekki góðri lukku að stýra í nútíma samfélagi. Væri ekki betra ef þið lituð ykkur nær og skoðið hvað frjálshyggjan kom okkur í skemmtilega stöðu sem nú er verið að kljást við. Svona "Klan" málflutningur er væri fínn í barnaskólanum en í guðana bænum ekki vera að mása og blása í kringum viti borið fólk... það hlær bara af ykkur;-)

Og hvaða flokka vill Frjálshyggjufélagið fá í ríkisstjórn svona fyrir forvitnissakir?

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:51

5 identicon

Þið í frjálshyggjufélaginu eruð á móti öllu.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:05

6 identicon

Ég er nokkuð viss um að öll önnur stjórnarmynstur væri betri það sem nú er við lýði, en hins vegar eru engir hægriflokkar á Íslandi og hafa ekki verið síðan á dögum Íhaldsflokksins. Flokkarnir eru allir sósíalískir eða sósíaldemókratískir.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:45

7 identicon

Að vanda kjósa vinstrimenn að rökstyðja ekki sitt mál. Þrasheimur þeirra einfaldlega býður ekki upp á rökstuðning og er þeim flestum ofar öllum skilning. Hilmar, Hlyndur og Elvar eiga það sameiginlegt að hafa forðast alla röksemdafærslu, líklega er hún þeim óþekkt fyrirbæri. Merkilegt að sjá fólk opinbera fáfræði sína með órökstuddum kommentum.

Landið (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband